Framsókn - Höskuldur Þórhallsson formaður

Framsókn hefur nú samþykkt aðildarviðræður að ESB en þó með þeim skilyrðum að fiskimiðin, landbúnaður og aðrar auðlindir verði  alfarið í eigu þjóðarinnar;  viðhalda  okkar efnahagslega sjálfstæði og menningu, hverfum ekki inn í stórríkið ESB um alla framtíð.

 

Hvernig haldið verður á framgreindu hagsmunamáli þjóðarinnar innan Framsóknar þá skiptir miklu máli hver verður formaður flokksins. Hann þarf að hafa yfirsýn og þá þjóðlegu félagslegu grasrót er hingað til hefur verið einkennandi fyrir flokkinn þótt lítið hafi farið fyrir þeim skilningi hjá stjórnendum Framsóknar um langan tíma.

 

Undirrituð telur Höskuld Þórhallsson vera vænlegasta  kostinn í framangreindri stöðu flokksins; að hann nái þeirri yfirsýn og samstöðu er til þarf í svo stóru hagsmunamáli um inngöngu í ESB.

 

Með allri virðingu fyrir Páli Magnússyni þá er hann síðri kostur í stöðunni ekki haslað sér völl í stjórnmálum. Fremur má segja að hann hafi verið “embættismaður flokksvélarinnar” innan flokksins en hafi litlar sem engar rætur niður í grasrótina. Páll tengist upphlaupi framsóknarmanna gegn Guðna Ágústssyni er má telja tilraun til að slíta rætur flokksins er nauðsynlegt er að viðhalda þótt flokkurinn muni sækja fylgi sitt í þéttbýli. Ef hin þjóðlega félagslega sýn hverfur er allt eins gott að leggja flokkinn niður; ekki  þörf á öðrum “óþjóðlegum krataflokki” eins og Samfylkingunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband