Þingrof og þjóðstjórn?

Ef heldur áfram sem horfir að Samfylking stökkvi á flótta  úr ríkistjórninni þá er illskásti kosturinn fyrir forsætisráðherra að rjúfa þing fyrirvaralaust og boða til kosninga; síðan verði skipuð þjóðstjórn meðan kosningabaráttan stendur yfir.

Vankantarnir á framangreindri skoðun er hvort forsetinn skipi þjóðstjórn með hlutlausum hætti með alvarlegt efnahagsástandi í huga?

Að mati undirritaðrar var ákvörðun forsetans ekki  byggð á algjöru hlutleysi þegar hann hafnaði fjölmiðlalögunum. Þá  sýndi hann dómgreindarleysi með aðdáun sinni á fjármálagörkunum er tæplega er hægt að horfa framhjá?

Ef framgreind staða kæmi upp þá eru síðustu forvöð fyrir forsetann taka ákvörðun með þjóðarheill í huga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband