Þjóðina vantar forseta?

Enn heldur forsetinn áfram með pólitískum áhrifum sem ekki er á könnu hans sem forseta Íslands. Nú boðar hann breytingar á Seðlabankanum er haft eftir honum í BBC og nauðsynlega siðabót er yrðu gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir. Getur ekki stillt sig um að baða sig í sviðsljósinu þó ekki væri til annars en bæta eigin sjálfsmynd fyrir hamaganginn í kringum bankajöfrana; meðan þeir ryksuguðu mest allt sparifé bankanna, veðsettu í eigin hlutabréfum bankanna og skuldsettu þjóðina jafnvel í marga áratugi.

Greinilega ofbauð Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni S. í Kastljósinu í gær er hún yfirgaf sviðsljós fjölmiðla þegar forsetinn sat fyrir hjá fréttamönnum til að svara spurningum þeirra. Gott hjá henni. Má segja að húm vaxi sífellt í starfi þótt á móti blási bæði í veikindum hennar og stjórnmálum. Vel til fundið ef Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra vegna vinsælda hennar. Hún mun eflaust eiga betur með að samræma erfiðar ákvarðanir á erfiðum tíma þar sem fara saman traust og vinsældir.

Páll Skúlason átti eftirminnilegt viðtal í Kastljósi um áramótin þar talað sorgmæddur maður er þótti vænt um þjóð sína og þótti illa komið fyrir henni. Orð hans: "Landráð af gáleysi er landráð" urðu fleyg. Orð sem allir skyldu og hafa greinilega orðið minnisstæð mörgum.

Þjóðina vanta vitran mannvin eins og Pál Skúlason fyrir forseta Íslands sem allra fyrst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband