6.2.2009 | 13:12
Bolabrögð - pólitískar hreinsanir?!
Lítt skiljanlegt hvers vegna Jóhanna Sigurðardóttir skrifar seðlabankastjórum "bænabréf" og biður þá um hypja sig; þegar frumvarp um breytingar á bankanum var í smíðum; -Jóhanna talið sig hafa þingmeirihluta fyrir frumvarpinu? Er "bænabréfið" tilraun til pólitískra hreinsana; ekki bætandi á fjármálaástand sem fyrir er í landinu?
Samkvæmt frumvarpi um seðlabankann er liggur fyrir Alþingi á aðeins að vera einn bankastjóri ásamt fimm manna "peningaráði"; ef það verður samþykkt þá víkja starfsmenn bankans væntanlega sjálfkrafa.
Umrætt bréf hlýtur að teljast fumhlaup eða Jóhanna hafi ætlað að fá fjölmiðla í lið með sér um að breytingar á seðlabankanum yrðu leiddar til lykta á opinberum vettvangi án dóms og laga?
Lengi getur vont versnað.
Undirrituð tekur fram að hún er ekki í Sjálfstæðisflokknum; skrifar á eigin forsendum og skoðunum.
Mikil andstaða við innlánasöfnun bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook