7.2.2009 | 23:57
Draumurinn um fjármálabrask - aldrei aftur!
Ef vestræn ríki ætla að vera í forystu í varanlegum framförum þarf að verða sigæðisbylting þar sem ekki verður markmiðið að arðræna heilu þjóðfélögin og láta almenningi eftir að borga brúsann; þá stefnir í sjálfseyðingu með efnahagslegu hruni; fjármálabrölt Baugsveldisins er skólabókardæmi um fjármálaveldi er eyðir langt umfram efni; og átti stóran þátt í efnahagshruninu hér á landi.
Ísland er örþjóð sem tekur stuttan tíma að gera að öreigum er getur endað með inngöngu í ESB; þar sem auðlindir verða gjaldmiðillinn fyrir fámenna elítu hér á landi er mun ætla sér að lifa í vellystingum eftir "velheppnuð viðskipti".
Er það framtíðin fyrir litla þjóð sem hefur alla möguleika á að lifa af sínu og verða áfram sjálfstæð menningarþjóð er mark er tekið á í alþjóðasamfélaginu.
Baráttan gegn ESB-framtíð er erfið þegar aðalblöð landsins Morgunblaðið og Fréttablaðið leiða umræðuna þar sem innganga í efnahagsbandalagið er framtíðarlandið.
Vonandi skipast kaupin á eyrinni á þann veg að Morgunblaði komist í hendur eigenda sem vilja lýðræðislega almenna umræðu um stórt hagsmunamál eins og innganga í ESB.
Er draumurinn á enda? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2009 kl. 11:23 | Facebook