Sjálfstæðisflokkurinn -traust stjórnmálaafl?

Gera má ráð fyrir að stórfyrirtæki er styrktu Sjálfstæðisflokkinn um tugi milljóna hafi með því viljað velvild stjórnmálamanna flokksins. Komið hefur fram af hálfu forsvarsmanna fyrirtækjanna  hafi Guðlaugur beðið þá um aðstoð í fjáröflunarskyni. Eðli málsins samkvæmt og vegna Sjálfstæðisflokksins ætti Guðlaugur Þór að draga sig í hlé til að halda sjálfsvirðingu; - og virðingu flokksins/fylgi út á við.

Sorglegt að formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hafa lýst yfir stuðningi sínum við Guðlaug. Er það virkilega vilji sjálfstæðismanna þar; að vilja ekki haldi reisn og trausti sem stærsta stjórnmálaaflið hingað til?

Guðlaugur Þór er annar oddvitinn á lista flokksins í Reykjavík og hlýtur að axla þá ábyrgð að flokkurinn hafi sæmilega siðferðilega sýn í bráð og lengd; þess vegna verður hann að segja af sér  bæði flokksins vegna og til viðvörunar öðrum stjórnmámönnum í öllum flokkum.

Hins vega var framkoma Gunnar Helga Kristinssonar ámælisverð að saka Sjálfstæðisflokkinn um mútuþægni í ríkisfjölmiðli; greinilega ''pólitísk'' árás fremur en hlutlaust álit sett fram af launuðum háskólamanni/fræðimanni?


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband