14.4.2009 | 10:46
Ábyrgð stjórnmálaflokka - hér og nú!
Markviss stefna fjármálafyrirtækja hefur greinilega verið að hafa sem mest og best tengsl við stjórnmálaflokkana þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti styrkþeginn. Var það ef til vill lán í óláni að efnahagskerfið hér á landi hrundi áður en búið var að komast yfir og veðsetja allar auðlindir og múlbinda stjórnmálmenn - og menntastofnanir?
Allir voru þátttakendur: Háskólarnir fengu ótæpilega styrki, ríkisútvarpið fékk styrk frá Björgúlfi, bankastjóra, Baugur rekur Stöð2, Sinfóníuhljómsveitin fékk styrk - og fleiri listir; allt á kostnað almennings þegar upp er staðið.
Hvaðan skildu styrkir til Háskólans í Bifröst hafa komið, fékk hann ekki fimmhundruð milljónir frá þáverandi Glitni til að geta haldið áfram rekstri, hvað hefur hann fengið háa styrki frá Evrópusambandinu a.m.k. til að styrkja ''Evrópufræðín''?
Bankarnir í samvinnu við stjórnvöld ætluðu að deila og drottna í samfélaginu þar sem gagnrýni var óþekkt fyrirbæri; þar bera fjölmiðlar mikla ábyrgð er virðast ekki hafa haft nægilega fjölmenntaða starfsmenn til að gagnrýna ástandið. Framangreind dæmi eru þau sem oftast hafa verið í fréttum en er eflaust fleiri?
Við erum örþjóð með land þar sem miklar auðlindir eru til lands og sjávar. Erlendar þjóðir og sterkir erlendir fjármagnseigendur munu reyna áfram að ná hér tangarhaldi. Við þurfum óspillta stjórnmálamenn/stjórnvöld að gæta þess vel, að missa ekki það sem eftir er þótt við verðum í samvinnu við erlenda aðila um nýtingu auðlinda okkar.
Ef til vill var rétt hjá Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra er hann sagði: ''Við borgum ekki skuldir óreiðumanna''. Við hljótum að semja um skuldir okkar á þeim nótum en ekki láta frá okkur auðlindir og þar með efnahagslegt sjálfstæði.
Samfylkingin á stóran þátt í hvernig komið er í efnahagsmálum; Ingibjörg Sólrún varði bankakerfið erlendis og hérlendis meðan hún var utanríkisráðherra, skaut flokknum undan þeirri ábyrgð að viðurkenna sök sína.
Kjósum ekki Samfylkinguna ef við viljum ábyrga stjórn er stendur vörð um land og þjóð er sér enga aðra útleið en koma þjóðinni undir erlent vald sem allra fyrst; fara bónbjargarleið til Brussel; - sækja um inngöngu í Evrópusambandið, ekki trúverðugur flokkur til samninga.
Kjósum ekki Samfylkinguna í komandi kosningum!
Skulduðu hálfan milljarð í lok 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Facebook