Framtíð ESB óviss?

Hvað liggur á inn í ESB?: Ef þjóðarframleiðsla Þýskalands dregst saman um 10 til 12% á árinu? Hvernig verður staða ESB-ríkja þá? Er að marka seðlabanka ESB er reynir að fegra ástandið? Er ekki Austurríki í vandræðum búið að veðsetja þjóðarframleiðsluna í Austur - Evrópuríkjum og bankahrun yfirvofandi?

Framangreint minnir óþægilega á bankahrunið hér á landi. Auglýsingadeild/Morgunkorn einkabankanna lýsti yfir með miklum ''glamúr'' að hér stæði bankakerfið  traustum fótum, allt væri í lagi. ''Trúarsöfnuður hagspekinga'' við Háskóla Íslands varaði ekki við taldi allt í himnalagi? Þáverandi stjórn landsins tók í sama streng og forystumenn fóru sérferðir erlendis til að skerpa á góðri fjármálastjórn.

Davíð Oddson þáverandi seðlabankastjóri var sá eini er ''þorði'' að vara við þegar hann sá að hrun væri yfirvofandi.

Hver urðu viðbrögðin við afstöðu Davíð? Hatursáróður allra aðila: Fjölmiðla, hagspekinga og stjórnmálamanna sérstaklega SAMFYLKINGAR.

Nú ætlar Jóhann Sigurðardóttir, forsætisráðherra að ganga enn betur fram; virðist ætla að ''gefa auðmjúklega'' landið í til ESB? Engum dettur í hug að halda að ESB hafi áhuga á að bjarga okkur heldur að ná tangahaldi á auðlindum þjóðarinnar meðan við erum í fjárhagslegum erfiðleikum.

 

 

 


mbl.is ESB-viðræður í júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband