Hræðsluáróður Framsóknar

Hræðsluáróður formanns Framsóknar til að reyna að veiða atkvæði er ábyrgðar laus; eru það framtíðaráform hans í stjórnmálum að nota sér óvissa og endanlega skuldastöðu ríkisins sér til framdráttar, ekki er að efa að viðskiptaráðherra segir satt, staðan liggur ekki fyrir.

Hvað kosningar varðar eru þær ótímabærar og skila ekki nokkru nema auknum kostnaði. Frá sjónarhóli ríkistjórnarinnar virðist það ekki skipta máli heldur hitt að fá fylgi út á ástandið með því að kenna Sjálfstæðisflokknum um hvernig komið er. Framsókn telur sig enga ábyrgð bera  en ver stjórnina falli. Samfylking leggur alla áherslu á ótímabæra inngöngu í ESB til til  bjargar þjóðinni, safnar undir sinn væng, þá er vilja aðild úr öllum flokkum.

Vinstri grænir voru ekki aðilar að hruni bankanna en bera fulla ábyrgð á stjórn mála nú og vonandi standa  þeir undir væntingum kjósenda sinna gegn aðild að ESB.

 


mbl.is Misskilningur að staðan sé miklu verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband