ESB-viðræður viðkvæmt mál!

Samfylkingin hefur ekki betri stöðu um hvort gengið verður til aðildarviðræðna við ESB,nú eftir kosningar enda mörg brýnni efnahagsmál er þurfa afgreiðslu til að skilyrðum  við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði fullnægt.  Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Steingrími J. Sigfússyni eru þungaviktarfólkið í komandi ríkisstjórn; ef af verður enda lýstu þau yfir samstarfi fyrir kosningar.

Jóhanna hefur fyrst og fremst persónufylgi er flokkur hennar er tilneyddur að virða til að halda vinsældum. Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson þurfa að sætta sig við skjólið undir pilsfaldi Jóhönnu forsætisráðherra nú um stundir enda eru þeir best geymdir þar, þegar um alvarlega samninga eins aðildarviðræður við Evrópusambandið snýst um; þar sem ekki má láta af hendi yfirráð yfir fiskimiðunum við landið. 


mbl.is Árni Páll: Ákall á aðildarumsókn um Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband