Fréttablaðið - einhliða áróður

Nú færist ESB -áróðurinn í aukana ( í dag) með forystugrein Fréttablaðsins ásamt tilheyrandi ''undirleik'' Vilhjálms Egilssonar, formanns samtaka iðnaðarins og verkalýðsforingjans Gylfa Arnbjörnssonar um sigur ESB-aðildar í nýliðnum kosningum ; ''samhljóma kór trúarsafnaðar'' Fréttablaðsins er sjaldan eða aldrei  setur fram spurningar um hvaða hagsmuni þjóðarinnar þurfi að tak tillit til.

Hver verða áhrif þrjú hundruð þúsund manna þjóðar innan fjögur hundruð  milljóna þjóðabandalags, hver er árlegur kostnaður við aðild?  Færast yfirráð fiskimiðanna til Brussel, færist úthlutun aflaheimilda til Brussel, er ef til vill betra þrátt fyrir fall bankanna að standa utan við sambandið? Hvers vegna heldur Fréttablaði fram einhliða áróðri um inngöngu í ESB  en ekki á plani röklegrar umræðu er ætti að eiga sér stað í lýðræðisríki? Hvers vegna einhliða áróður þar sem  heildarhagsmunir þjóðarinnar er ekki gerð skil; að vera þjóð meðal þjóða þar sem sjálfstæði lítillar þjóðar byggist fremur á frjálsum viðskiptum á heimsmælikvarða?

 

Síðast en ekki síst hvernig reiðir íslenskum landbúnaði af við frjálsan innflutning með tilheyrandi sjúkdómahættu í lítt mengaðri matvælaframleiðslu hér á landi?

mbl

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband