29.4.2009 | 10:43
Jafnaðarmenn - fórna fjöreggi þjóðarinnar fyrir ESB?
Lítt ígrunduð ályktun ungra manna þar sem ekki er litið til heildahagsmuna þjóðarinnar er býr í landinu og tilveru hennar er byggist á verðmætasköpun í landinu sjálfu; útflutningur og innflutningur séu í jafnvægi. Undirstaða þess er að ungt fólk geti sótt fram í krafti menntunar sinnar, er íslenskt samfélag hefur lagt grunninn fyrir; til að skapa verðmæti í eigin landi. Frumskilyrði að svo megi verða eru full yfirráð yfir fiskimiðunum til að skapa útflutningstekjur; frumkvæði og nýsköpunarkraftur geti blómgast í samræmi við þá gjaldeyrissköpun.
Aðrar auðlindir eigum við að nýta með forystu íslenskra vísindamann í samráði við erlent fjármagn þar sem samningar miðast við þjóðarhagsmuni.
Stækkunarstjóri ESB Oli Rhen lýsti yfir í gær að '' Íslendingar væri velkomnir sem allra fyrst inn í ESB en yrðu að afsala sér yfirráðum yfir fiskimiðunum við landið''; sama og að svipta þjóðina fjöreggi sínu um alla framtíð.
Skylt að sækja um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook