29.4.2009 | 11:44
Laskaður stjórnmálaflokkur
Skilaboð þeirra er strikuðu út Guðlaug Þór stangast á,við skoðun forystu Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fyrir kosningar, þeim finnst siðferðinu misboðið. Forysta flokksins getur ekki litið framhjá áliti kjósenda, þarf frekari endurnýjun um ný siðferðileg gildi, nýtt fólk til forystu; endurnýjun formanns er greinilega ekki nægilegt.
Þá féll Sigurður Kári Kristjáns út af þingi helsta baráttumál hans á þingi virtist vera aukið frelsi í áfengissölu; var hann ekki að þjóna hagsmunum vínsala fremur en þjóðarhagsmunum? Dæmi um hvernig þingmaður virðist háður hagsmunahópum fremur en almannaheill þrátt fyrir að sterk rök allra er koma meðhöndlun þeirra er misnota áfengi hafa lýst yfir andstöðu vegna samfélaglegra hagsmuna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið sig flokk allra stétta ekki aðeins þeirra er reka fyrirtæki; þurfa nú að endurnýja þá stefnu, stilla í hóf gróðahyggjunni, vel er hægt að reka fyrirtæki þótt þau beinlínis byggi ekki afkomu sína á andstöðu við velferð almennings.
Guðlaugur Þór niður um sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook