ESB - ''sæluríki allra þjóða''?

Stefna ESB virðist miða efnahagsstefnuna við heildarhagsmuna stærri þjóða,  sérstaklega Þjóðverja - og Frakka. Þjóðverjar halda uppi háu gengi evrunnar gagnvart samkeppnishæfni lítilla þjóða (með evru)á alþjóðamörkuðum eins og Írlands. Reyndar hafa Spánverjar og lönd í Austur-Evrópu lent í vanda af sömu ástæðum. Þjóðverjar eru ''gömul'' þjóð með tiltölulega fáar vinnandi hendur, því hentar stefnan vel ásamt  ''frjálsu flæði'' vinnandi handa á smánarlaunum,  að  skapa þjóðarverðmæti fyrir Þjóðverja - til að selja öðrum þjóðum á gengi evrunnar.

Er það ekki ljós í myrkrinu fyrir íslendinga að vera í góðri samkeppnisstöðu með útflutning auk þess að gefa Írum fyrirmynd til að leysa erfitt efnahagsástand þótt það kosti fall bankakerfisins en skapar samt um leið betri aðstæður til innlendrar framleiðslu.

Ekki furða þótt ESB sækist eftir Íslandi til inngöngu, landi með ríkulegar auðlindir;  ESB er þá ekki ''sæluríki''allra þjóða  og að var stefnt  með stofnun þess?

 

 


mbl.is Írar fleygi evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband