Eva Joly - bjargvættur

Viðtalið við Evu Joly í Kastljósi RUV í gærkveldi vekur vonir um að fagleg og markviss rannsókn hennar muni bera árangur, að leiða fram í dagsljósið auðgunarbrot og bókhaldsbrot í tengslum við bankahrunið - jafnvel á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Velvilji hennar til íslensku þjóðarinnar er einstakur og vekur vonir um betri tíð með blóm í haga geti verið í vændum.

Joly hefur nú fengið erlent fagfólk til hjálpar rannsókna á bankahruninu. Vænta má betri árangurs, en nauðsynlegt er að upplýsa fjármálasvik; svo hægt verði að byggja upp heilbrigt fjármálakerfi hér á landi með virkara eftirliti en áður var.

Þeir sem ollu bankahruninu með óábyrgum og ósvífnum hætti þar sem tangahaldi var náð á innstæðum fólks til eigin afnota í pappírs - og skúffufyrirtækjum án verðmæta; þarf að draga fram í dagsljósið og taka afleiðingum gerða sinna.

Þá fyrst verður hægt að vænta trausts frá þjóðinni gagnvart fjármálakerfinu, sem er nauðsynleg til uppbyggingar verbréfaviðskipta er byggjast á arðsömum fyrirtækjum þar sem bankarnir verði með yfirbyggingu er hæfir litlu hagkerfi; en ekki tólf sinnum stærri eins og viðgegnst eftir einkavæðingu bankanna er lögðu efnahag þjóðarinnar í rúst á skömmum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband