17.10.2009 | 16:01
Starfsreglur þjóðkirkjunnar eru úrslitaákvæði
Vonandi gildir ákvörðun biskupsins er hann hefur tekið samkvæmt gildandi starfsreglum kirkjunnar; að hann standist það moldviðri er nú þyrlast um kirkjuna. Það var fagnaðarefni þegar starfsreglur kirkjunnar tóku gildi til að leysa viðkvæm mál er upp kunna að koma meðal starfsmanna hennar. Sá sem fer með trúfærslu barna verður að vera hafinn yfir allan vafa að hann standist umræddar starfsreglur.
Hæstiréttur dæmir samkvæmt gildandi lögum en hefur tæplega dómsvald í siðferðisbrotum er upp kunna að koma innan kirkjunnar, þar hlýtur biskup að hafa úrslitaákvörðun samkvæmt gildandi starfsreglum þjóðkirkjunnar.
Ákvörðun biskups gildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook