20.10.2009 | 06:24
Gráðugt skrímsli - eirir engu
Alvarlegur samfélagsvandi þegar siðlausir fjármálabraskarar/fjármálafyrirtæki höfðu svo gott sem lagt undir sig hinn vestræna heim. ESB og EFTA-löndin hafa ekki farið varhluta og það í samfélögum þar sem réttlæti og jöfnuður á að ríkja samkvæmt stefnu ESB. Ekki verður fyrir séð að takist að ráða bót á fjármálaglæpum í nánustu framtíð svo yfirgripsmiklir eru þeir á alþjóðlegum mælikvarða.
Litla Ísland er stórveldi í fjármálasvikunum en ætti samt að geta lagt grunninn að heilbrigðara fjármálakerfi og jafnframt geta lagt sitt af mörkum til að greina fjármálavik erlendis svo yfirgripsmikil eru umsvif ''útrásarvíkinganna''; - ef kunningjasamfélagið, spilltir stjórnmálamenn/stjórnkerfi koma ekki í veg fyrir slíkt hér á landi, í krafti fámennis og klíkuskapar .
Stærð bankaranna, tíu sinnum stærri en efnahagskerfið hér á landi, höfðu næstum því gleypt með húð og hári, allt þjóðlíf; menningu, menntun, listir og fjölmiðlafyrirtæki . Gráðugt fjármálakerfi líkast engisprettufaraldri sem engu eirir má aldrei ná að grípa krumlunni um samfélagið aftur. Þá kemur upp einræðissamfélag þar sem samfélagssáttmáli,lög og réttur er aukaatriði.
![]() |
ESA fengið 13 kærur til sín eftir hrun bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2009 kl. 05:23 | Facebook