20.10.2009 | 12:54
Endurreisn og samfélagssáttmáli.
Eva Joly ráðgjafi sérstaks saksóknara hefur komið vel fram einlægum vilja sínum til að sækja þá til ábyrgðar er valdið efnahagshruninu með ósvífinni bankastarfsemi. Það hefur ekki aðeins valdið efnahagslegu hruni heldur rofið þann samfélagssáttmála er siðmenntaðar þjóðir hafa sett sér. Skynsamlegt af Evu Joly að koma fram í sviðssljós fjölmiðla, gera grein fyrir starfi sínu og verkefnum það er áreiðanlega almenningi mikils virði að hafa vitund um, að þeir verði dregnir til ábyrgðar, er hafa stundað fjármálsvik þar sem þjóðarbúið/samfélagið var sett í hættu beint og óbeint.
Þá fyrst verður hægt að byggja upp mannvænt samfélag með nýjum samfélagssáttmála er almenningi verður umhugað um að haldinn verði um langa framtíð.
Eva Joly nýtur mikils trausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook