Jóhann risi - eftirminnilegur

Er minnisstætt frá barnsaldri þegar Jóhann Svarfdælingur kallaður risi manna í milli, litlu minni en Tyrkinn er nú ferðast um heiminn, kom í Alþýðuskólann að Eiðum á ferð sinni um landið. Jóhann risi hafði kvikmynd meðferðis en ég man ekki um hvað hún fjallaði. Allir flykktust til að sjá risann enda stórviðburður í þá daga auk þess höfðu fæstir séð bíómynd áður.

Í mínu barnsminni var ímyndin  svo sterk um stærð risans,  hann hlyti að ná upp í loft í samkomusalnum/leikfimisalnum og yrði það mikið sjónarspil. En svo varð nú ekki,  fannst mér lítið til koma um stærð hans. En þegar hann gekk gegnum dyrnar á samkomusalnum þá skynjaði ég stærð hans þótt ímyndunarafl mitt hefði orðið fyrir vonbrigðum. Risinn var skemmtilegur spjalllaði og gaf okkur börnunum sælgæti sem þá fékkst ekki nema um jól í mesta lagi. Heimsókn Jóhanns risa er ennþá skemmtileg og sérstök í barnsminni mínu.


mbl.is Risi í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband