Markaður fiskafurða Íslands í hættu á evrusvæðinu?

Íslenskur sjávarútvegur er ein mikilvægasta grunnstoðin í þjóðarbúskapnum og mun verða áfram um langa framtíð. Hvernig verða markaðsaðstæður fyrir fiskafurðir ef Ísland gengur í ESB? Ekki er útséð um að samdráttur verði á evrusvæðinu, þá yrði samdráttur í neyslu þar; gætir orðið erfiðara að selja fisk á háu verði ekki síst hágæðafiskafurðir. Hver verður samkeppnisstaðan gagnvart Norðmönnum, þeir fyrir  utan ESB með sinn eigin gjaldmiðil - en Ísland orðið evruland? Hætt er við að frændsemi Norðmann vegi ekki þungt þegar komið er út í viðskipti með fiskafurðir þar sem þeir eru einn stærsti keppinautur þjóðarinnar í sölu fiskafurða.

Innganga   Íslands í ESB er varhugaverð ekki síst á tímum samdráttar og fjármálakreppu er engan vegin er séð fyrir að ljúki á næstunni.  ESB -ríkjunum er vel ljósir  þeir hagsmunir  til framtíðar, að innlima Island vegna auðugra náttúruauðlinda til að tryggja sína eigin afkomu.

Hagsmunum þjóðarinnar er best borgið með frelsi í viðskiptum með alþjóðlegum tengslum.

Tilvera Íslands sem  sjálfstætt örríki, efnahagslega og menningarlega, er afar ótrygg ef Samfylkingin heldur áfram pólitískum völdum í landinu. Ekki bætir stöðuna þjónkun og undirlægjuháttur forseta ASÍ við Samfylkinguna og inngöngu í ESB; grasrótabarátta verkalýðshreyfingarinnar og hagsmunir hennar er ekki sjáanlegir á þeim bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband