Launhálka - akstur á hringtorgum - vantar upplýsingar

Nú þegar vetur  er gengin í garð og  allra veðra  von þarf að huga vel að  akstri í umferðinni. Varúð við hálku á heiðum uppi er nauðsynleg og  gerð góð skil í fjölmiðlum. En ábótavant  hvað litlar upplýsingar eru um hættur við hálku, er oft myndast á auðum rennblautum götum höfuðborgarsvæðisins þegar   dimma tekur, þá  getur myndast launhálka á skömmum tíma í ljósaskiptum, er   daginn styttir óðum. Launhálku þarf að gera betri skil til að bæta umferðarmenninguna , fólk fái almennt tilfinningu fyrir  hættunni þó aðstæður  séu  ekki sjáanlegar.Ekki kemur nógu vel fram að hálfu  þeirra er um umferðina fjalla, að greina hættuna, sýna fram á óhöpp er eiga sér stað í launhálku; hvernig staðbundnar aðstæður í veðri geta skapað fljúgandi hálku á skömmum tíma.Þá vantar myndræna umfjöllun fjölmiðla um akstur á hringtorgum þar sem tilkoma þeirra hefur aukist mjög hratt í staðin fyrir götuljós í nýjum íbúðarhverfum.Með markvissri  umfjöllun   gæti óhöppum og slysum  ef til vill fækkað ; ökumenn fái tilfinningu  fyrir hættu í  launhálku – og  umferðarreglum við  hringtorg.

 


mbl.is Hálkublettir eru á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband