27.10.2009 | 17:51
Formaðurinn - hugrakkur og málefnalegur´?
Undirrituð er sammála Bjarna Bendiktsyni, það er gagnrýnisvert að Norðurlöndin, að undanskildum Færeyjum, skyldu ekki einu sinni senda frá sér yfirlýsingu og gangrýna Breta, Hollendinga og stjórnvald ESB í Brussel fyrir að beita þrýstingi til AGS vegna Icesaveskuldarinnar; er veikti mjög samningsstöðu Íslands kom nánast í veg fyrir að deilan yrði leyst fyrir dómsstólum í bráð. Gallað reglukerfi fjármálakerfis ESB átti mikinn þátt ef ekki stærsta þáttinn í efnahagshruninu. Samt er hægt að vona að málshöfðun verði síðar.
Betur fer á þessum málaflutninga formanns Sjálfstæðisflokksins heldur en að setja sig í skotgröf á Alþingi og taka ekki þátt eða viðurkenna, að við sérstakar aðstæður eins og þjóðin býr við nú um stundir verður að vera samhljómur í aðgerðum allra þingmanna; ef það gerist ekki veikir það traust alþingismanna enn meira en orðið er - einnig út fyrir landsteinana.
Vonandi hefur ungi formaðurinn hlaupið af sér hornin og verður hugrakkur, réttlátur, staðfastur og málefnalegur stjórnmálamaður.
´kj´æk
Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook