Ólafur Ragnar forseti í Brussel -með ''jarlstign og lúður''?

Eiríkur  Bergmann, Evrópufræðingur ''(fræðiáróðursmeistari'' fyrir ESB)'' slær upp  (Mbl. 30.0kt bls 18) , forseta Íslands, sem forseta ráðherraráðs ESB í fyllingu tímans þegar Ísland er orðið aðildarríki, viðist gera fastlega ráð fyrir inngöngu Íslands?

Forseti Íslands tók þátt í útrás bankanna af lífi og sál, meira enn góðu hófi gegndi, hefur viðurkennt það. það virðast flestir sjá nema áhrifaaðilar  í Samfylkingunni, Eiríkur Bergmann er einn af þeim. Nú vill  hann fá forsetann til liðveislu í áróðurskyni  við inngöngu í Evrópusambandið.  

Þjóðhöfðingi þarf að geta komið fram sem sameiningartákn þegar áföll dynja yfir það gat Ólafur Ragnar Grímsson ekki eftir að hann beitti áhrifum sínum með markvissum og áberandi hætti af mikilli hrifningu yfir nokkrum fjármálaskúrkum er ''rændu sparirfé'' fólks innanlands- og utan. Unnu síðan skipulega að  kaupa sér áhrif og vinsældir í þjóðfélaginu, í fjölmiðlum, listum og menningu, jafnvel Háskóla Íslands. Vonandi bítur forsetinn ekki á agnið það væri að bíta höfuðið af skömminni og algjör niðurlæging  fyrir forsetaembættið  ef Ólafur Ragnar Grímsson endaði sem forseti úti í Brussel.

Gæti orðið svipuð staða nú og þegar  Sturlungar börðust um völdin (1179-1262), er hjaðningavígin  gengu á víxl,allt  landið logaði í ófriði; þar sem Snorri Sturluson var veginn fyrir tilstilli Gissurar Þorvaldssonar frænda síns, er ætlaðir sér sjálfum völdin. Noregskonungur lét Gissur Þorvaldsson hafa jarlstign  og lúður í þakklætisskyni fyrir að hafa unnið manna mest,   að koma  Íslandi undir völd hans. Gissur varð jarl til æviloka en réði aldrei landinu öllu. Eftir daga hans veitti Noregskonungur norskum hirðgæðingum sínum jarlsdæmið sem tignarheiti, tilgangurinn hafði helgað meðalið,  að nota Gissur til að ná völdum á Íslandi. Skömm Gissurar jarls verður ávallt til staðar svo lengi sem íslensk tunga verður rituð og töluð.

 (SAGA ÍSLANDS, Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, 1991.

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband