Dómsvaldið í vanda?

Undarleg frétt, Hæstiréttur bað um dómsgerð í júlí s.l. en hefur ekki enn borist ríkissaksóknara, ekki hægt að útskýra hvers vegna?  Dómstjóri segir  (Mbl í dag) um að kenna  miklu álagi vegna yfirvinnubanns. Er ekki hægt að ráða fólk í dagvinnu til vinna dómsgerðir? Hins vegar telur Hæstiréttur óhæfilegan drátt á dómsgerðinni, beiðni um hana hafi beðið í fjóra mánuði.

Síðna segir Helgi, dómsstjóri, '' ef hagsmunir dæmdra nauðgara vega þyngra en almannahagsmunir þá er það mat Hæstaréttar''; ekki kemur fram álit Hérðasdóms um að hvort almannahagsmunir vegi þyngra en ákærða enda var málið ekki sent Hæstarétti þótt um það hafi verið beðið.

Hæstiréttur hefur þá ekki samkvæmt fréttinni beðíð um dómsgerðina á þeim forsendum að almannhagsmunir séu meiri en hagsmunir ákærða. Undirrituð getur að sjálfsögðu ekki lagt mat á hvað hefur forgangsröðun hjá Hæstarétti; en eru það ekki sterk skilaboð til Héraðsdóms um að setja málið í forgang vegna þess að biðin eftir dómsgerðinni sé  óhæfileg ? Hefur komið fram haldbær skýring um að Héraðsdómur hefur ekki lagt fram dómsgerðina eftir fjóra mánuði; eru það ekki almannahagsmunir að svo alvarlegt mál sé sent Hæstarétti fyrr?

Fórnarlamb nauðgarans fær væntanlega vernd að hálfu réttarkerfisins með hann gengur laus?

 

 


mbl.is Dæmdur nauðgari ekki í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband