Ofbeldi gegn litlu barni!?

Hagsmunir  litla drengins  ættu að sitja í fyrirrúmi, hann hefur verið hjá afa sínum og ömmu, ekkert kemur fram um að þau hugsi ekki vel um hann. Hafa barnaverndaryfirvöld tryggingu fyrir að móðirin reyni ekki að nálgast barnið þótt það verði hjá öðrum. Ákvarðanir barnaverndar orka tvímælis, að koma barninu þangað sem það þekkir sig ekki, til til einnar af þremur fjölskyldum tengdum barninu.

Ætlar barnaverndarnefnd að halda ''uppboð'' eða ''samkeppni'' um hvaða fjölskylda sé hæfust og taka drenginn  úr fóstri þar sem honum líður vel? Þótt móðir barnsins hafi komið á heimilið  er það tæpast næg ástæða til að fjarlægja barnið.

Væri ekki nær að móðirin yrði fjarlægð svo barnið geti verið áfram þar sem það nýtur öryggis og ástúðar; heldur en að skrifa bréf um að drengurinn verði tekinn og  mæta síðan á staðinn með lögreglu.

Hugsanlega eru fyrrnefndar aðgerðir barnaverndarnefndar ofbeldi gegn barni  er hefur ekki þroska til að tjá tilfinningar sínar og líðan?

 

 

 

 

 

æ´lkþ


mbl.is Afi og amma á flótta með barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband