9.11.2009 | 16:11
Vanmáttug ríkisstjórn - utnaþingsstjórn?
Fréttablaðið (14) gerir að umtalsefni og tekur undir með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um veikt stjórnkerfi, en næstu misseri mun reyna mjög á hvernig tekst til við landsstjórnina. Enginn vafi að ríkisstjórnin stendur veikt, vafasamt hún standast það álag sem framundan er. Það sem er styrkur núverandi stjórnar eru ópólitískir dóms- og viðskiptaráðherrar , það sem veikir ríkisstjórnina verulega eru þeir ráðherrar Samfylkingar er í henni sitja frá fyrri ríkistjórn þegar hrunið varð. Undantekning er þó Kristján Möller , hann hefur staðið sig vel sem samgönguráðherra og náð nokkuð góðri sátt um niðurskurð á næsta ári; undantekningin sannar regluna, Jóhanna og Össur eiga að víkja.
Ef ekki þá er raunhæfur kostur að mynda utanþingsstjórn eins og Davíð Oddsson lagði raunar til eftir efnahagshrunið. Hvorki Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur hafa nógu reynslumikla foringja , að glíma við svo stór verkefni er nú eru framundan í stjórnkerfinu.
Þörf er á ríkisstjórn/þjóðstjórn sem er hafin yfir pólitískt þras og nýtur trausts þjóðarinnar meðan verstu erfiðleikarnir ganga yfir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook