Barnaverndarnefnd Reykjavíkur - óviðundandi framkoma gagnvart barni!?

Ekki ástæða að rengja frásögn Daggar Pálsdóttur, lögmanns í Kastljósi í gær. Þar kom fram að ekki væri lagaleg stoð til að setja drenginn með hraði í fóstur frá ömmu sinni meðan hann biði eftir dómsúrskurði um forræði, samt væri erfitt um vik lagalega, að hefta hendur barnaverndarnefndar. Félagsráðgjafi er drengurinn hafði aldrei séð kom til að tilkynna honum fóstrið nánast fyrirvaralaust. Framkoma Barnaverndarnefndar Reykjavíkur telst ómannúðleg og siðlaus; auk þess sem framkvæmdastjórinn neitaði að gefa upplýsingar eða koma í viðtal.

Málið er viðkvæmt en bara það eitt og sér að senda ókunnan aðila  að tilkynna dregnum brottförina nánast fyrirvaralaust er hörkuleg og siðslaus; ekki stofnun er virðir tilfinningar barns og hvaða áhrif slík framkoma getur haft á sálarlíf þess í framtíðinni?

Eftir því sem fyrrnefndur lögmaður lýsti málinu orka þau lög tvímælis er ná yfir gerðir barnaverndar ef hún er ósnertanleg og hafin yfir gagnrýni?

Fordæming Breiðvíkursamtakanna er  góðra gjalda verð, styrkir stöðu drengsins um að vilja vera hjá ömmu sinni meðan óvissa ríkir í málinu, um forræði yfir honum hvað sem lagakrókum líður.PinchHalo

 


mbl.is Fordæma aðgerðir barnaverndarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband