12.11.2009 | 05:52
Hærri skattar óumflýjanlegir - hvaða önnur leið er fær?
Tíu prósent lækkun launa er ekki mikil lækkun miðað við marga starfsmenn á lægstu launum, 150.000 þús. pr. mán þar af af 25000 kr lækkun (16,6%) hjá mörgum starfsmönnum sveitarfélaga. Allir sjá að lítið er hægt að spara við sig með kr 125 þús pr. mán varla nóg fyrir frumþörfum. Sanngjörn leið að leggja á skatt í þrepum að vel athuguðu máli, ekkert að taka af fjögra/fimm manna fjölskyldu þar sem báðir aðilar eru á lágum töxtum. Þeir sem hærri laun hafa geta frekar sparað við sig það sem ekki telst nauðsynlegt; ef til vill munað sem láglaunafólk getur aldrei veitt sér.
Ekki er sanngjarnt að ganga frekar í vasa eldri borgar en ríkið hefur þegar gert meira segja skert lífeyrarsjóð þeirra sem er stjórnarskrárvarin eign og ætti að skila umsvifalaust til baka; ástandið í þjóðfélaginu verður enn verra í nánustu framtíð ef ríkisvaldið kemst upp með að leggja niður áunnin samfélagsgildi, að eldri borgarar skuli njóta sæmilegs viðurværis á efri árum eftir langan vinnudag.
Þeir sem sitja við stjórnvölinn verða að ganga á undan með að vilja greiða af hærri launum eins og ástandið er í þjóðfélaginu, Mikill fjárlagahalli er á ríkisútgjöldum er stjórnmálamenn verða að taka á annars verður að fá utanþingsstjórn, hvaða leið önnur er fær?
Allt að 900 þúsund á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:04 | Facebook