''Forsetinn - undir pilsfaldi Kolbrúnar''

Kolbrún Bergþórsdóttir hefur nú komið Ólafi Ragnari, forseta til varnar vegna ‚‘‘geðvonskuskrifa fólks‘‘, sett hann undir pilsfald sinn (mbl ídag 18). Ekki amalegt fyrir forsetann að hafa slíkt skjól  í miðopnu Mbl. Virðist hafa farið framhjá Kolbrúnu að forsetinn hefur kallað yfir sig gagnrýni og reiði (ekki geðvonsku eins og Kolbrún telur) vegna stefnu sinnar sem forseti.

Forsetaembættið hafði  þá vitund í þjóðarsálinni að vera sameiningartákn. Forsetar á undan Ólafi Ragnari  náðu fljótt almennum vinsældum,  urðu sameiningartákn  þjóðarinnar, þótt þeir hefðu ekki  fengið meirihluta atkvæða, núverandi forseti er undantekning; hefur fengið það hlutskipti að verða ásteytingarsteinn þjóðarinnar að eigin vali. Skoðanakönnun gerð uppi í Bifröst, sennilega af hans samherjum eða vinum,  breytir þar engu um?

Þegar mest reið á fyrir rúmu ári gat forsetinn ekki talað til þjóðarinnar, það hefði aðeins valdið deilum og sundrungu á erfiðum tíma; vegna þess  hann var aðdáandi   ‚‘‘útrásarvíkinganna/braskaranna‘‘ og lét það óspart í ljós, hérlendis og erlendis.

Eins og ég hef áður sagt í bloggi mínu þá hefur forsetinn útgönguleið til  að endurheimta virðingu þjóðarinnar; hann á að stíga til hliðar og iðrast vegna þess að hann gerði mistök , þá fær hann fyrirgefningu og hættir með reisn.WounderingHalo 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband