15.11.2009 | 16:03
Verslunin Kostur - lágvöruverslun kaupauki í kreppunni?
Almannahagsmunir krefjast þess að matvöruverslanir séu sem ódýrastar, til þess þarf nýtt hugarfar, að svo megi verða? Þegar Sambandið og Samvinnufélögin voru upp á sitt besta (áður en græðgin náði þar yfirhöndinni), voru matvörur/heimilsvörur er þarf til frumþarfa mannlífsins ódýrari en tíðkaðist hjá þáverandi kaupmannastétt.
þegar Mikligarður Holtagörðum var stofnsettur af Sambandinu var hægt að fá keypta fína kuldaskó/klæðnað handa fjölskyldunni á ódýrara verði en áður hafði þekkst. Svoleiðis vörur fengust áður aðeins í tískubúllum niður á Laugavegi, á uppsprengdu verði, er venjuleg fjölskylda með meðaltekjur gat ekki leyft sér.
Hagkaup kom með sína ódýru póstverslun, sloppa á allra húsmæður landsins og nælonskyrtur á húsbóndann; ekki eins góðar vörur eins og Sambandið gat skaffað. En það hallaði undan fæti og þá kom Bónus og ræður nú, á hvaða verði fyrrnefndar vörur eru seldar
Nú kemur nýja lágvöruverslunin Kostur, vonandi tekst þeim að veita verðuga samkeppni á markaðnum, gaman að sjá hverju fram vindur, verður það nýtt upphaf í Samkeppni á nauðþurftum landsmann? Tekst þeim að selja matvöru á sem lægstu verði, svo eitthvað sé eftir hjá fjölskyldum, til kaupa á öðrum vörum og auka þar með tækifæri verslunarinnar á fleiri sviðum; um það snerist stefna Samvinnuverslunarinnar í upphafi.
Mikill áhugi á Högum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Facebook