Dr. Stefán Aðalsteinsson, minning

Dr Stefán Aðalssteinsson er látinn eftir erfið veikindi. Það var viðburður þegar Stefán kom með glæsilegan feril í erfðarannsóknum sauðfjárlita. Þrátt fyrir glæsilegan feril,  féll stefna hans í búvísindum ekki að þáverandi ráðamönnum  í búfjárrækt. Samt náði hann undraverðum árangri í starfi sínu, fékk aðstöðu fyrir ullar – litarannsóknir á sauðfé, á Hvanneyri, Hólum og Tilraunabúinu á Skriðuklaustri.

Þessi ár var bændaskólinn á Hvanneyri  að þróast til vísindastofnunar undir stjórn Guðmundar Jónssonar þáverandi skólastjóra. Þar voru komnir til starfa ungir menn á sviði landbúnaðarvísinda er var grunnurinn að háskólanum á Hvanneyri . Mikill fengur var að ungum vísindamanni á alþjóðlegum staðli til rannsókna,  Stefán kenndi einnig  sem farkennari við framhaldsdeild bændaskólans,

Kynni okkar hjóna af Stefáni urðu persónulegri vegna þess við vorum að austan, hann  var góður gestur  á okkar heimili, fróður og skemmtilegur. Stefán  var vel hagmæltur en gaf sér ekki tíma til að iðka vísnagerð,  en svaraði vel fyrir sig þegar á hann voru kveðnar kersknivísur í Borgarfirði, af þeim er ekki fylgdu stefnu hans í sauðfjárrækt ,  þótti fljótt óárennilegur í þeim samskiptum.

 Rannsóknir Stefáns í erfðum  sauðfjárlita  eru enn í gildi, koma sér vel þegar hönnun í ullariðnaði er  ört vaxandi . Þrátt fyrir að vera vísindamaður á heimsmælikvarða missti hann aldrei rót sína sem sveitamaður,  vildi efla og bæta landbúnað, hélt sambandi við fólkið á landsbyggðinni, varð vinsæll af þeim sökum.  Dr. Stefán Aðalsteinsson skilur eftir sig djúp spor til eflingar vísindum í landbúnaði er hafa orðið til framfara og hagsbóta fyrir þjóðarhag.

Kærar þakkir frá okkur hjónum fyrir tryggð og vináttu.

Blessuð sé minning hans.Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband