17.11.2009 | 11:43
Hlutleysi Útvarp Sögu orkar tvímælis?
Tíðindi að Guðmundur Ólafsson hafi verð rekinn af Útvarp Sögu, viðmælandi sem oftar en aðrir hefur verið með skemmtilegan fróðleik um Rússland - og efnahagsmál, þegar hann gleymir ''DavíðsOddssonarfóbíunni''. Hef oftast opnað fyrir Útvarp Sögu á föstudögum, eftir valsinn sem Sigurður Tómasson hefur ofspilað, svo hann sker í eyrun. Þá hefur Guðmundur komið með tónlist með skemmtilegum rússneskum söngkonum, góð hvíld frá Jússa Björling,með allri virðingu fyrir honum, en allt er hægt að ofspila eða ofnota.
Dæmi um hlutlausa afstöða útvarpsfólks í símaviðtölum á Útvarp Sögu er um mál sr. Gunnars Björnssonar, prests á Selfossi, er voru eingöngu á hans bandi, aldrei minnst á afstöðu stúlknanna/ barnanna er áttu í hlut. Það liggur fyrir að sr. Gunnar sjálfur viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði storkið umræddum stúlkum/börnum en taldist ekki saknæmt að dómi Hæstaréttar, samt sem áður brot á starfsreglum kirkjunnar.
Hlutleysi Útvarps Sögu orkar tvímælis svo ekki sé meira sagt.
Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook