21.11.2009 | 15:42
''Þjóðnýting - Steingrímur mokar flórinn''
Enginn flokkur hérlendis er eins ósvífin í skattaálögum og Samfylkingin/kratar gegnum tíðina, óbreytt staða. Nú er allt undir, fyrirtæki, fólkið í landinu og fyrningaleið sjávarútvegsfyrirtækja, græðgi er leiðir fyrr eða seinna til ennþá verri stöðu þjóðarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir kennir svo öðrum flokkum um, hvar var hún í efnahagshruninu fyrir ári, er hún ekki einn ''hrunráðherrann'' er ætti ekki að sjást í efnahagsstjórn landsins?
Af sparifjáreigendum (innstæður er þegar hefur verið skattlagðar) er skattur hækkaður í 18% og frekari hækkanir fyrirhugaðar, eldri borgarar mega ekki einu sinni hafa lífeyrissjóð sinn óskertan sem er stjórnarskrárvarin eign. Allt er undir til að innleiða þjóðnýtingu, þar sitji við völd gráðugir jafnaðarmenn; græðgi, óstjórn og spilling mun taka langt fram úr hinum svokölluðu ''útrásarvíkingum''.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur talað sig inn á þá er minna mega sín það er allt og sumt; löngu rúin trausti en kemur fremur fram sem ''leikari stjórnkerfisins''; en Steingrímur J. Sigfússon ''fjósakarl hennar''mokar glaður ''krataflórinn'' eins og ekkert sé .
Gagnrýnir stjórnarandstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook