Frelsið - eymd mannsins

''Mikilleiki mannsins er um leið það sem stofnar honum í hættu. Alla getu og gáfur er hægt að misnota og beita í þágu hins illa. Þessvegna geta menn lent í þeirri hörmung að misnota frelsið og gera hið ranga, hið illa. Menn eru stundum þeirrar skoðunar að það sé máttugra en hið góða. Menn bregðast trausti og ást og valda vonbrigðum. Manneskjan verður ''hver annarrar hrís og sverð''. Þó heimurinn okkar sé fagur, er þar einnig að finna heilt úthaf blóðs og tára.

Hvaðan er hið illa komið? Tvennt er ljóst frá upphafi, eftir því sem Biblían greinir frá: Ekki er til, jafnhliða Guði, neitt annað almætti sem er illt og beinist gegn honum og stendur fyrir því að hið illa er til í hinu góða sköpunarverki. Guð er einn frumhöfundur alls þess sem skapað er. Og í öðru lagi: Guð hefur ekki skapað hið illa, hann vill umfram allt hið góða og er mótsnúinn hinu illa. Hann vill góðan heim (I.Mós.  I,31). Samkvæmt því sem Biblían segir frá, er misnotkun frelsisins aðaluppspretta hins illa. Aðeins hinn frjálsi maður getur brotið í bága við sköpunarvilja Guðs, truflað skipulag náttúrunnar og lífsins og greitt þannig hinu illa leið inn í heiminn, og um leið hafnar hann fyrirætlunum Guðs (I. Mós. 3, I og áfram)''.

HappyHalogóða helgi

Vegurinn, sannleikurinn og lífið, 117. Torfi Ólafsson þýddi.

Útgefandi: Kaþólsk kirkjan á Íslandi, 1981

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband