22.11.2009 | 22:54
Baugur - skrýmslið á matvörumarkaði?
Vond staða á matvörum/nauðsynjavörum ef verðsamráð heldur áfram, mun standa allri nýsköpun á þeim markaði fyrir þrifum. Lágvöruverslunin Kostur er ljósið í myrkrinu, er vonandi tekst að vaxa og dafna, samkvæmt stefnu sinni. Þar komi inn vörur beint frá bónda, líti dagsins ljós ný smærri framleiðslufyrirtæki í matvöru er geta boðið ódýrari vöru en núverandi birgjar er virðast vera í verðsamráði við Baugsfyrirtækin eða undir hælnum á þeim?
Jóhannes í Bónus réðist á sínum tíma gegn okurverði á matvöru; en réði ekki við atburðarrásina, fyrirtækið hefur löngu snúist upp í andhverfu sína þótt það bjóði lægsta verðið.
Engin trygging er fyrir að svo geti ekki gerst aftur nema að lög verði sett um takmörkun eignarhalds. Ekki miklar líkur til að núverandi stjórn muni taka á þeim vanda.
Hlutur í Högum ekki til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook