Ísland gjaldþrota?

Eva Joly sérstakur saksóknari Íslands lýsti því yfir í fjölmiðlum að þjóðin gæti aldrei greitt skuldir/brask einkabankanna, greiðslur væri af þeirri stærðargráður að líkja mætti við greiðslur/stríðsbætur  Þjóðverja eftir seinni heimsstyrjöld. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki hafa  lagt nógu  miklar áherslur eða kannað umfang skuldanna og greiðslugetu þjóðarinnar: engin vissa fyrir betri stöðu eftir sjö ár; gætu allt eins orðið  ''sjö vondu ''  árin í þjóðarbúskapnum.

Samfylkingin hefur ráðið ferðinni að mestu í núverandi ríkisstjórn þar sem utanríkisráðherrann er önnum kafin við að koma þjóðinni í ESB ''á bak við tjöldin''; Vinstri grænir mega sín lítils, verða að leggja stefnumálum sínum, ekki verður við unað að stjórnin sitji áfram við svo hörmulegar aðstæður.

Viðskiptaráðherrann, Gylfi Magnússon hefur margoft lýst yfir að þjóðin ráði við skuldirnar en ekki með frambærilegum rökum, hver eru rök hans?

Eina vonin er að innan Vinstri grænna séu þingmenn er hafa kjark til að hafna Icesavesamingunum; vafasamt að forsetinn veiti þjóðinni liðsinni í þeim skelfilegum skuldum er útrásavíkingar/einkabankar skildu eftir sig.FrownHalo


mbl.is Undirbýr mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband