30.11.2009 | 11:04
Árásir ''velferðarríkisstjórnarinnar''!
Árás velferðarstjórnarinnar á fæðingarorlof og sjómannafslátt er með endemum eins og það bjargi þjóðinni, smápeningar er fást með ''löglegri fjárkúgun''. Miklu nær að fækka sendiráðum og hætta við umsókn ESB og spara tugi milljóna.
Frestun á einum mánuði fæðingarorlofs er skólabókardæmi um ráðaleysi félagsmálaráðherra/ríkisstjórnar:einstæð móðir fær fimm mánuði, á að fresta einum mánuðir í þrjú ár. Hvaða reglur gilda ef hún eignast barn í millitíðinni sama er að segja um hjón?
Prófessor uppi í háskóla sagðist ekki sjá rök fyrir sjómannaafslætti. Hefur hann staðið úti í veltingi og undiröldu við fiskveiðar, hefur hann slasað sig eða skorið sig illa úti á sjó þar sem ekki er um neina læknishjálp að ræða fyrr en eftir langan tíma. Hefur prófessorinn kynnt sér í hvaða áhættuflokki trygginga sjómannastéttin er?
Slíkir smámunir skipta ekki máli að sjómenn geta ekki notið þeirrar þjónustu er þykir sjálfsögð í landi.
Fæðingarorlof með því stysta á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook