Nýr borgarstjórnarmeirihluti

 Ef til vill verður nýr meirihluti í borginni nýtt upphaf af áhrifum Frjálslynda flokksins í stjórnmálum þar sem tekið er enn betur málum með almannaheill í huga. Nýi meirihlutinn hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif almennt á stjórnmálin ef vel til tekst. Frjálslyndi flokkurinn hefur oft haldið klaufalega á málum hvað varðar innflytjendamál og sjávarútvegsmál. Nú síðast með grein Jóns Magnússonar nýlega um fiskveiðistjórnun. (sjá logos.blog.is). Kvótakerfið þarf endurskoðunar við en verður ekki hent fyrir borð heldur þarf að vinna markvisst að endurbótum/eftirliti.

Sama má segja um málefni innflytjenda þar þarf  frjálslyndi flokkurinn  að vera betur á raunhæfum nótum. Innflytjendur eru komnir til að vera þurfa tækifæri til náms og aðlögunar til að geta tekið þátt í samfélaginu; og orðið nýtir borgarar. Engu að síður þarf að sjá til þess að þeir útlendingar sem koma með afbrot í huga fái ekki að skjóta rótum. Umræða Frjálslyndra hefur ekki borið í sér nægilega mannheill sem æskileg væri. Andstæðingum Frjálslyndra í síðustu kosningabaráttu tókst í umræðunni, að sýna fram á að frjálslyndir væru rasistar í augum almennings.

Þá hafa innanflokkserjur Frjálslynda  flokknum dregið úr trausti flokksins. Ekki tekur betra við  í nýjum borgarstjórnarmeirihluta þar sem fulltrúar Ólafs Magnússonar ætla ekki að styðja nýja meirihlutann. Margrét Sverrisdóttir ætlar að fella meirihlutann ef Ólafur forfallast. Ólafur á á erfitt starf fyrir höndum að verjast sínum eigin fulltrúum til að halda velli í borgastjórn. Vonandi tekst Ólafi  að halda sjó og ná sér í betri háseta í framtíðinni.

Undirrituð óskar nýja borgarstjórnarmeirihlutanum  velfarnaðar í starfi.

Alþjóðleg bænavika - Níuviknafasta – Bræðramessa.

 

Níuviknafasta hefst í dag ( 20.jan)samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands og kaþólskri  trú. Nú stendur yfir  alþjóðleg bænavika kristinna manna fyrir samstöðu kirkjunnar (18-25 janúar). Bræðramessa er kennd við tvo óskylda píslarvotta kaþólsku kirkjunnar: Annar er Sebastíanus (d.300) og er talinn rómverskur hermaður. Fyrst var hann skotinn örvum og síðan barinn til bana, grafinn í katakombunum við Via Appia utan Rómar. Hinn er Fabíanus páfi og píslarvottur sem valdist til embættis vegna þess að dúfa settist á höfuð hans á kjörfundinum. Varð helgur maður, líkamsleifar hans voru fluttar í Callistusar-katakompurnar þar sem líkamsleifar þeirra bræðra eru nú sameinaðar. Af Sebastíanusi er til handritsbrot á íslensku frá 14. eða 15 öld. Hann var aukadýrlingur kirkna á Innrahólmi og Görðum á Akranesi. (Saga daganna: Árni Björnsson)

Samkvæmt heimasíðu Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi:  

 18. - 25. janúar
Alþjóðleg bænavika kristinna manna fyrir samstöðu kristninnar
Við biðjum fyrir einingu meðal allra kristinna manna, eins og Jesús sjálfur gerði. Jesús sagði: "Ég bið ... að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig. (Jn 17.20-21)
 


Árás á sjávarútveginn - mannréttindabrot?

 Þingmaður/lögmaður Frjálslynda flokksins, Jón Magnússon skrifar frekar ómálefnalega grein (24 stundir 13/1 bls 13) um fiskveiðistjórnunina þar sem hann líkir íslenska ríkinu einna helst við bananalýðveldi út í heimi sem virða hvorki lög né rétt eða mannréttindi; eða þeirra sem leyfa sér að haf skoðun og leita réttar síns. Þá talar hann í niðrandi merkingu um “gjafakvóta” til handa útgerðum  í sjávarútvegi án þess að útskýra hvað hann á við.

Með tilkomu skipa og togara hefur sjávarútvegur staðið undir framförum/menntun og velmegun hér  á landi. Er ennþá dýrmætasti atvinnuvegurinn hvað varðar tekjur í þjóðabúið. Með  kvótakerfinu voru veiðiheimildir takmarkaðar til að vernda fiskistofnana og nýta það sem er til skiptanna með hagkvæmum hætti. Kvótanum var úthlutað eftir  meðaltali veiða í þrjú ár á undan til að grundvöllur rekstursins yrði viðunandi.  Minna kom í hlut allra bæði útgerðar og sjómanna. Með þessum aðgerðum má samt halda fram  að útgerðin hafi bætt verðmæti aflans með betri meðferð og nýtingu.

Þingmaðurinn kemur ekki með neinar hugmyndir um hvernig bæta megi kvótakerfið æpir aðeins gjafakvóti! Hvað sem það nú merkir? Fiskveiðiheimild útgerðar er réttur til handa þeim sem veiða fiskinn. Það er undirstaða rekstursins að skip/bátur  hafi  kvóta sem rekstrargrundvöll. Þess vegna er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að hér er ekki um gjafakvóta að ræða heldur er hann undirstaða  reksturs þegar veiðin hefur verið takmörkuð.

Með kvótakerfinu var leyft að framselja hluta kvótans til hagræðingar ef ef t.d. einhver fiskitegund var uppurin samkvæmt kvóta þá varð að fá viðbót svo hægt væri að veiða þær fisktegundir sem óveiddar voru hjá viðkomandi útgerð. Þessi aðgerð var áhjákvæmileg. Þeir sem áttu umframkvóta í einhverri tegund urðu að fá greitt fyrir hann vegna eigin reksturs.  Hins vegar mætti endurskoða þetta atriði ef til vill minnka hlutfall óveidds kvóta til framsals að vel athuguðu máli.

Álit mannréttindanefndar SÞ   getur tæplega verið úrskurður í svo stóru máli varðandi rekstur sjávarfyrirtækja og fiskveiðar á Íslandsmiðum.  Hvað þá að sé hægt að setja Íslenska ríkið í sama flokk og bananalýðveldi úti í heimi. Þá vitnar þingmaðurinn/lögmaðurinn í Þorgeir Ljósvetningagoða þar sem hann vildi hafa ein lög í landinu. Hvað á Þingmaðurinn við? Ekki var þá verið að skipta veiðiheimildum til hagsbóta fyrir þjóðina. Heldur urðu siðaskipti og reynt að innleiða mannúðlegri samskipti milli fólks sem urðu samofin þeim lögum sem voru áður í heiðnum sið.

 Lög um fiskveiðistjórnun eru allt annar eðlis í nútíma samfélagi. Eru til þess ætluð  að þessi mikilvæga auðlind geti skapað sem mestar þjóðatekjur. Undirrituð telur að kerfið þurfi eftirlit og breytingu að vel ígrunduðu máli. Engu að síður þarf meginreglan að vera að útgerðin hafi umráð yfir kvótanum til að reka fyrirtækið eins og önnur fyrirtæki í landinu.  Hvað á þingmaðurinn við með þjóðasátt.? Er meiningin  að reka fiskveiðistefnu með rússnesku ríkisfyrirkomulagi eða leyfa öllum að veiða úr takmarkaðri auðlind? Vel mætti hugsa sér að hinn vitri Þorgeir Ljósvetningagoði hefði þá mælt fyrir munni sér í dag: “Með lögum skal land byggja og ólögum eyða". 

Kvóti/ rekstur – og mannréttindabrot

Nú fengu þeir sem vilja leggja niður kvótakerfið vatn á millu sína með úrskurði mannréttindanefndar SÞ að því er virðist. Árni Páll Árnason þungavigtarmaður í Samfylkingunni lýsti því yfir í Silfri Egils að nú yrði sóknarfæri  ef/þegar  fiskveiðiheimild yrði aukin á ný. Þá skuli kvótakerfið  skorið upp og kvótanum úthlutað til annarra en þeirra sem voru sviptir lífsviðurværinu, þeirra útgerða sem byggja rekstur sinn á fiskveiðum. Rökstuðningur  mannréttindanefndar SÞ var úrskurður (ekki dómur), sem orkar tvímælis.

Ef málið heldur áfram fyrir dómstólum þá koma upp spurningar eins og hvort lög um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum standist stjórnarskrá. Með samþykkt laga um kvótakerfið var veiði takmörkuð og skert verulega – er það samkvæmt stjórnarskrá um atvinnurekstur? Auk þess búum við ekki við rússneskt stjórnkerfi þar sem ríkið einokar atvinnurekstur og lífsafkomu fólks. Umrædd lög voru réttlætt/réttmæt út frá verndum fiskistofna sem var óhjákvæmilegt/umdeilt en breytir ekki því að rekstur varð mjög erfiður, margir urðu að hætta, fengu smánarlegan úreldingastyrk í staðinn; einungis til setja löglega byggingu undir kerfið.Öll útgerð varð fyrir miklum skakkaföllum og sérstaklega trilluútgerð.

Jákvæða hliðin á rekstri trilluútgerðar varð þó sú, að bátarnir sameinuðust,  urðu stærri rekstrareiningar, reksturinn leit betur út þrátt fyrir allt. Ekki stóð friðurinn lengi. Fyrst og fremst fyrir atfylgi Krata í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum varð kvótinn  skertur  um 30%.  Hafði þau áhrif í sjávarbyggðum að fólk missti lífsafkomun og flutti burt.  

Nú endurtekur sagan sig um kvótaskerðingu. Enn rísa Kratar/Samfylking upp, komast í ríkisstjórn; kvótinn skertur aftur um 30%, sem ekki getur talist eingöngu til að vernda þorskinn um það eru deildar meiningar. Afleiðing þessarar skerðingar er ekki enn kominn í ljós. Sjómenn og verkafólk  eru  að missa atvinnuna vítt og breitt um landið; byggðirnar missa skatta og hafnargjöld sem eru  undarstaðan í rekstri viðkomandi byggðarlags. Ekki sér enn fyrir  hversu eyðing byggða verður mikil - en er eyðing byggða ekki  mannréttindabrot?

Umræður um  mótvægisaðgerðir eru út lofið. Ef ekki er öflugur atvinnurekstur í sjávarbyggðum í landinu þá verður fræðslu/menningu og þjónustustigi ekki haldið uppi af ríkisvaldinu.

 

Hugtakið mannréttindi nær til allra  - er það ekki mannréttindabrot að ráðast á rekstur og vinnu/lífsbjörg fólks með lagasetningu ríkisvaldsins eins og hér hefur verið lýst?

Það er hollt að skoða þessa aðför að útgerðum, sjómönnum og verkafólki í sjávarbyggðum landsins; um leið og moldviðrið um úrskurð mannréttindanefndar SÞ er í umræðunni.

Skipan héraðsdómara - pólitískar ofsóknir?

Áfram heldur umræðan  um skipum héraðsdómara. Nýjasta hugmyndin er að Alþingi ráði héraðsdómara með 2/3 hluta atkvæða. Seint mun slík samstaða nást enda er þingið tæplega vettvangur til að útkljá slík mál. Valnefnd hefur kosið að raða umsækjendum í goggunarröð eftir hæfni sem ekki telst vera “pólitísk”; en hlýtur að orka tvímælis þar sem ekki virðast neinar reglur um hvaða hæfni sé hæst metin. Ef viðkomandi umsækjandi hefur öll tilskilin réttindi til embættis héraðsdómar og fullnægjandi reynslu; þá er það ráherrans að gera út um málið lögum samkvæmt.  Hvers vegna ætti valnefnd að ráða hver fær embættið þar sem lög kveða  ótvírætt á um að ráðherrann skuli taka ákvörðun um hver fær dómarastöðuna þótt viðkomandi sé sonur Davíðs Oddssonar? Mér finnst þessar pólitísku ofsókir á hendur Þorsteins Davíðssonar vera til háborinnar skammar svo ekki sér meira sagt.   


Þorláksmessa á sunnudaginn.

Gott með skötunni:   HaloÞorlákur Þórhallsson var kjörinn biskup í Skálholti árið 1178 í kaþólskum sið. Fór utan ári síðan til vígslu. Eftirfarandi umsögn er úr vígslu hans: “Biskup hæfir að sé,” sagði hann, lastvar og lærður vel, dramblaus og drykkjumaður lítill, örlátur, skýr og skapgóður, góðgjarn og gestrisinn, réttlátur og ráðvandur, hreinlífur og hagráður, ávítasamur við órækna,” og má sjá að það að það er heilags manns að vera með þeim hætti." (Árni Björnsson: Saga daganna) Má segja að umsögn erkibiskups hafi gegnið eftir.

 

Eftir vígslu varð Þorlákur stjórnsamur um mál kirkjunnar og skírlífi manna. Ástsæll af alþýðum manna vegna mildi sinnar við hana. Fljótlega efir andlát Þorláks urðu teikn um kraftaverk ef á hann var heitið. Leyfði þá  Páll biskup í Skálholti að  að heitið væri á Þorlák. Andlátsdagur Þorláks 23. desember var lögleiddur sem Þorláksmessa árið 1199.

Samkvæmt kaþólskri trú er Þorlákur helgi verndardýrlingur Íslands og fyrstur hérlendra manna sem tekinn var í töl dýrlinga þó ekki væri því lýst af Rómarbiskupi  fyrr 14. janúar 1984, er  Jóhannes Páll páfi II lýsti heilagan Þorlák Verndardýrling Íslands.



Tekið af heimasíðu Kaþólsku kirkjunnar:

 

Þorláks helga, sem er verndardýrlingur Íslands, er minnst tvo daga ársins hér á Íslandi. Í 20. júlí, er hátíð upptöku heilags dóms hans og 23. desember er andlátsdagur hans.

Þorlákur fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann hlaut góða menntun í Odda á Rangárvöllum, en þangað fluttist hann. Hann virðist hafa tekið prestvígslu, áður en hann náði tvítugsaldri.

Biskupsembættið reyndist Þorláki ekki auðvelt. Yfirleitt voru prestarnir illa undir embætti sitt búnir. Þorlákur reyndi að bæta þar um.

Margir af hinum fyrri biskupum og prestum voru kvæntir, og prestar virðast hafa talið eðlilegt að taka sér konu. Þorlákur kvæntist aldrei.

Hann lagði mikla stund á bænagerðir og föstur. Á hverjum morgni las hann Maríutíðir og bað fyrir biskupsdæmi sínu.

Eftir 15 vetur á biskupsstóli hyggst Þorlákur hverfa aftur í klaustur sitt. Ekkert varð þó úr þeirri fyrirætlun, því að um það leyti tók hann þá sótt sem leiddi hann til dauða. Eftir hann dó (1193) var hárið hans skorið og varðveitt sem helgur dómur!

Fjórum vetrum eftir andláts Þorláks vitjaði hann í draumi prests eins fyrir norðan og mælti svo fyrir um, að líkami sinn skyldi tekinn úr jörðu og með áheitum prófað, hvort því fylgdi einhver heilagleiki. Presturinn sagði Brandi biskupi á Hólum draum sinn, og fleiri bættust við, sem höfðu orðið fyrir svipaðri reynslu.

Heimildir eru um varðveislu Þorláksskríns í Skálholti allt til loka 18. aldar. Þá var kirkjan rifin 1802 og voru seldir á uppboði ýmsir kirkjugripir meðal annars Þorláksskrín.

Þorlákur var fyrsti Íslendingurinn, sem var tekinn í tölu dýrlinga, þó að því væri ekki lýst yfir í Róm. En hinn 14. janúar 1984 lýsti hinn heilagi faðir, Jóhannes Páll páfi, Þorlák verndardýrling Íslands.

Sú venja að leita til og heiðra þá sem helgir teljast á himnum hefur lifað með kristnum mönnum frá upphafi. Er það ríkur þáttur í helgihaldi kaþólsku kirkjunnar svo og austurkirkjunnar. Þorlákur er nú á himnum, og við ættum að leita liðsinnis hans.

Við getum einnig látið fordæmi hans verða okkur til gagns. Hann var dæmi um mann, sem gerði sér far um að lifa í samræmi við kenningar Krists og náði langt í þeirri viðleitni.

Þorlákur helgi, bið fyrir oss.

 


Sonur Davíðs velkominn til Austurlands

Fréttablaðið slær þeirri fyrirsögn á forsíðu að skipaður héraðsdómari Norður – og Austurlands hafi verið tekinn fram yfir þrjá hæfari umsækjendur. Enginn rökstuðningur fylgir nema val valnefndar. Umræðan undanfarna daga hefur hins vegar tengst persónu Þorsteins Davíðssonar Oddsonar fyrrverandi forsætisráðherra, að hann sé skipaður héraðsdómari þess vegna. Einhvern veginn finnst mér með  “að lesa milli línanna í fréttinni”, að það sé mergurinn málsins? Er hatrið svona mikið hjá Baugsveldinu/Fréttablaðinu, að ekki megi ráða son Davíðs Oddssonar til starfa?

Ráðherra skipar samkvæmt lögum en hefur matsnefnd sér til hliðsjónar og metur álit hennar hverju sinni. Hvers vegna ætti matsnefndin að ráða því hver er ráðinn af þeim sem koma til greina? Umræddur Þorsteinn Davíðsson er velkominn í heimabyggð mína á Austurlandi.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Maríubæn

 

María Guðsmóðir hefur á öllum tímum orðið tilefni skáldskapar. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orti fagurlega kvæðið Maríubæn þar sem  hann dregur fram mynd Maríu; um leið og hann viðurkennir brot sín sem hann vill bæta fyrir með iðrun í bæn og tilbeiðslu eins og hann segir sjálfur: “Hreinsa mig í helgum lindum/ af hatri og syndum.”

 

Kvæðið Maríubæn verður um leið boðskapur til  hins ófullkoman og synduga mannkyns sem í bæn og tilbeiðslu  biður um frið og bræðralag á jörðu meðan það bíður Frelsarans Jesú Krists.

  

 

MARÍUBÆN

 

I

 

Til þín særðar sálir flýja,

sancta María.

Þig elska og dýrka allar þjóðir,

eilífa móðir.

Ég sé þig koma í hvítum feldi

með kórónu úr eldi

og breiða faðminn milda mjúka

móti þeim sjúka.

Að fótum þér ég fell með lotning

friðarins drottning.

 

II

 

Ég hef öll þín boðorð brotið,-

bölsöngva notið,

öllum þínum gjöfum glatað,

guðsþjóna hatað,

samviskuna svæft og falið,

syndarann alið.

  

III

 

Til þín særðar sálir flýja,

sancta María.

Hreinsa þú mitt hjarta móðir,

við heilagar glóðir.

Hreinsa mig í helgum lindum

af hatri og syndum.

Gef mér styrk og von og vilja

og vit til að skilja.

Lát mig fagna alltaf yfir

öllu, sem lifir,

og alltaf nálgast eldinn bjarta

með auðmjúku hjarta,

kveljast með þeim köldu og þjáðu,

kyssa þá smáðu.

Gef mér ást til alls hins góða,

til allra þjóða.

Gef mér sól og söngva nýja,

sancta María.

 (Davíð Stefánsson: Svartar Fjaðrir, bls. 195)

 

Samkvæmt kaþólsku kirkjunni er “María, móðir Krists, móðir kirkjunnar.”  Undirrituð fann samhljóm í kvæði Davíðs (Maríubæn) og hvernig kaþólska kirkjan lítur til Maríu. Undirrituð tók eftirfarandi úr Trúfræðsluriti Kaþólsku Kirkjunnar frá  heimasíðu hennar á internetinu og leyfir sér að birta það til íhugunar á Aðventunni með kvæði Davíðs í huga:

III. MARÍA - ÍKON KIRKJUNNAR VIÐ HEIMSSLIT

972. (733, 829, 2853) Eftir að hafa fjallað um kirkjuna, uppruna hennar, erindi og hlutskipti, er engin önnur betri leið að ljúka þessu en að líta til Maríu. Í henni íhugum við hvað kirkjan er nú þegar í leyndardómi sínum á sinni eigin “pílagrímsför trúarinnar” og hvað hún muni verða í föðurlandinu að lokinni vegferð sinni. Þar bíður hún sem kirkjan vegsamar sem móðir Drottins síns og sín eigin móðir “í dýrð hinnar alheilögu og óskiptanlegu þrenningu”, “í samfélagi allra heilagra”. [132] Í millitíðinni er móðir Jesú, dýrleg gerð á líkama og sál, mynd og upphaf kirkjunnar eins og hún mun fullkomin verða í hinum komandi heimi. Sömuleiðis skín hún sem sól hér á jörðu þar til sá dagur rennur upp að Drottinn kemur, tákn um örugga von og huggun Guðs lýðs sem er pílagrímur. [133]  
 

Biblía 21. aldar: Lofsöngur Sakaría

Þegar Sakaría varð ljóst að sveinnin Jóhannes myndi ganga fyrir Drottni að greiða komu hans fylltist hann spámannlegri andagift og mælti fram lofsöng sinn:     

 

 

Lofsöngur Sakaría Lúk 1.67- 1.80

67En Sakaría faðir hans fylltist heilögum anda og mælti af spámannlegri andagift:
68Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels,
því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn.
69Hann hefur reist oss horn hjálpræðis
í húsi Davíðs þjóns síns
70eins og hann talaði fyrir munn sinna heilögu spámanna frá öndverðu,
71frelsun frá óvinum vorum
og úr höndum allra er hata oss.
72Hann hefur auðsýnt feðrum vorum miskunn
og minnst síns heilaga sáttmála,
73þess eiðs er hann sór Abraham föður vorum
74að hrífa oss úr höndum óvina
og veita oss að þjóna sér óttalaust
75í heilagleik og réttlæti fyrir augum hans alla daga vora.
76Og þú, sveinn, munt nefndur verða spámaður Hins hæsta
því að þú munt ganga fyrir Drottni að greiða vegu hans
77og veita lýð hans þekkingu á hjálpræðinu
sem er fyrirgefning synda þeirra.
78Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors.
Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor
79og lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans
og beina fótum vorum á friðar veg.
80En sveinninn óx og varð þróttmikill í anda. Hann dvaldist í óbyggðum til þess dags er hann skyldi koma fram fyrir Ísrael.

Góða helgiHappy

Biblía 21. aldar: Fæðing Jóhannesar skírara.

Sakaría prestur var samtímamaður Heródesar konungs. Eitt sinn þegar hann var staddur í musterinu birtist honum engill Drottins. Sendiboðinn tjáði honum að Sara kona hans myndi fæða son og skyldi Sakaría láta sveininn heita Jóhannes. Jóhannes varð fyrirrennari Krists boðaði komu hans eins og spáð hafði verið. Sakaría trúði ekki orðum sendiboðans og varð mállaus vegna þess.

Fæðing Jóhannesar (Lúk 1.57- 1.66) 

57Nú kom sá tími að Elísabet skyldi verða léttari og ól hún son. 58Og nágrannar hennar og ættmenn heyrðu hversu mikla miskunn Drottinn hafði auðsýnt henni og samfögnuðu henni.
59Á áttunda degi komu þeir að umskera sveininn og vildu þeir láta hann heita Sakaría í höfuðið á föður sínum. 60Þá mælti móðir hans: „Eigi skal hann svo heita heldur Jóhannes.“
61En þeir sögðu við hana: „Enginn er í ætt þinni sem heitir því nafni.“ 62Bentu þeir þá föður hans að hann léti þá vita hvað sveinninn skyldi heita.
63Hann bað um spjald og reit: „Jóhannes er nafn hans,“ og urðu þeir allir undrandi. 64Jafnskjótt laukst upp munnur hans og tunga. Hann fór að tala og lofaði Guð. 65En ótta sló á alla nágranna þeirra og þótti þessi atburður miklum tíðindum sæta í allri fjallbyggð Júdeu. 66Og allir, sem þetta heyrðu, festu það í huga sér og sögðu: „Hvers má vænta af þessu barni?“ Því að hönd Drottins var með honum.   

Góða helgiHappy

 

 


Breiðuvíkurdrengur

Það sjónarmið kom fram í morgunútvarpi RUV  í gærmorgun að Breiðuvíkurheimilið hefði verið toppurinn á ísjakanum í meðferð barna í Reykjavík langt fram á tuttugustu öld er áttu móður og/eða föður sem ekki höfðu tök á frambærilegri umönnun.  Eftir að hafa lesið bókina Breiðuvíkurdrengur kemur upp í hugann sú óþægilega tilfinning að enn  eimi eftir  birtingarmynd Breiðuvíkurdrengs í velmegunarsamfélagi nútímans. Ef til vill birtist umrædd mynd í umræðunni um að koma burt kristnum gildum úr skólum landsins. Í staðinn á að koma mælikvarði hins siðmenntaða/upplýsta/menntaða  manns er kann svör við öllu. Allt á að fara fram með lögmálskenndri óskeikulli forskrift þar sem ekkert getur farið úrskeiðs hjá hinum fullkomna umrædda karli/konu.   

 Elie Wieasel (1978) skrifaði frásagnir um Helför nasista : “Til að vera teknir trúanlegir urðu sögumenn að segja hálfan sannleikann”. Enginn gat trúðað hinum raunverulega hryllingi sem átti sér stað í samfélagi nasista þar sem köld skynsemishyggja og vísindahyggja átti að leysa vandamáls heimsins með þúsund ára ríki Hitlers. Sama sjónarmiðið kemur fram í bókinni Breiðuvíkurdrengur þegar Páll reynir að segja frá hörmungum sínum. En eru svo fjarri því sem hægt er að ímynda sér um þá  hraksmánarlegu meðferð er átti sér stað í Breiðuvík.   Dietric Bonhoffer, þýskur prófessor er var myrtur/pyntaður í fangabúðum nasista  lét eftir sig frásagnir úr fangabúðunum leggur áherslu á að enga lausn sé að finna í syndugum heimi nema að öðlast einlægan vilja til að feta fótspor Krists. Ennfremur segir hann að til að svo megi verða þurfi að eiga sér stað ferli þar sem bæn um iðrun og breytingu til batnaðar eigi sér stað. Þá telur Bonhoffer að við getum öðlast hina dýrmætu náð Guðs; til að  hafa áhrif á uppbyggingu samfélags með kristin gildi/mannúð að leiðarljósi. 

   Allir ættu að lesa bókina Breiðuvíkurdrengur þar sem mannvonska, líkamspyntingar og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum var daglegt brauð þessara hraksmáðu drengja samfélagsins. En átti þó að verða hið fullkoman uppeldi  af “upplýstu menntuðu samfélagi/manni" þar sem mælikvarði mannsins er allt sem þarf. Vonandi tekur nútíma neyslusamfélag, “það besta í heim hér”, mið af kristnum gildum í enn ríkari mæli  í samfélagi framtíðarinnar. Þar sem hver maður er dýrmætur í augum Guðs.

 Tæplega getur  umrædd breyting eingöngu  átt sér stað með tilskipunum að ofan frá menntamálaráðherra og biskupi. Markviss hreinskilin/kærleiksrík umræða um betra velferðasamfélag þarf að fara fram. Þar sem kirkjan ekki síður en hið veraldlega vald þarf að horfa inn á við með gagnrýnu sjónarhorni svo  brotasaga  um Breiðvíkurdrengina fái ekki sífellt nýja birtingarmynd í samfélaginu hér og nú.  


Mála sig út í horn

Vinstri grænir virðast mála sig markvisst út í horn í viðleitni til atvinnuuppbyggingar; um leið framfarir sem eftir  fylgja bæði fyrir sunnan og norðan.  Nefna má uppbygginu í Keflavík.  Þá má nefna andstöðu við virkjanir þar sem umræðan um  náttúrvernd er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann að því er virðist. Auðvitað vilja allir vernda náttúruna en eru jafnframt nauðbeygðir til að nota hana sér til lífsviðurværis. Það er raunhæfur kostur að virkja háhitasvæði og fallvötn. Eru þær auðlindir sem við höfum okkur til framfæris í þessu landi. Raforkuframleiðsla er vistvænn kostur til framleiðslu á t.d. áli til ýmissa nota.

 

Erfið staða fyrir Steingrím J. Sigfússon að standa á móti virkjun við Húsavík þar sem byggðin er á undanhaldi; gæti horfið með öllu ef ekki verður raunhæf atvinnuuppbygging sem fyrst. Eitt eða tvo störf búin til  "að tína fjallagrös" með ærnum kostnaður er blekking Vinstri grænna í skjóli umræðna um verndum náttúrunnar sem ekki er á raunhæfum nótum eins og að framan greinir.


mbl.is Fleiri störf en hjá varnarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristileg siðfræði/siðmennt í skólum

Biskup Íslands kallaði eftir umræðu  um hvort kristileg siðfræði skuli vera markviss stefna í fræðslu/uppeldi skólanna og er það vel. Umræðan hefur verið nokkuð á skjön við sjálft málefnið  kristilega siðfræði. Tæplega fólgin i heimsókn prests í skólana/leikskólana er kemur annað slagið eins og “góður frændi/frænka" í heimsókn. Kristileg siðfræði með umburðarlyndi og kærleika að leiðaljósi er að reyna að feta fótspor Krists sem sennilega er móttækilegra af börnum en fullorðnum, góður grunnur fyrir siðgæðisþroska fullorðinsáranna. En hvernig á slík fræðsla að fara fram er sú spurning sem þarf að ræða ekki síst innan kirkjunnar annars vegar og hins vegar skólanna/leikskólanna?  

Er það æskilegt að prestar í fullu starfi  hafi starfið með höndum  eða eiga starfsmenn að vera sérmenntaðir  alfarið í starfi skólanna (í tengslum við kirkjuna)? Undirrituð telur að siðfræðimenntaðir starfsmenn innan skólanna ættu auk guðfræðimenntunar/trúfræði, að hafa kennslufræði í menntun sinni. Slíkir starfsmenn væru  ekki í starfi innan safnaða heldur alfarið innan skólanna þar sem fræðslan byggðist faglega, á kristnum gildum og almennri siðfræði, sem gætu vel farið vel saman enda af sömu rót. 

 

Að kenna kristilega siðfræði af prestum þjókirkjunnar getur vakið tortryggni um trúboð sem er alls ekki æskilegt innann uppeldisstofnana samfélagsins þar sem börn af öðrum trúarhópum eru til staðar. Umræðan undanfarið í fjölmiðlum þar sem prestur og fulltrúi Siðmenntar sitja gagnvart hvor öðrum á óásættanlegum meiði er ekki sá kristilegi eða siðfræðilegi grunnur sem þarf að vera til staðar ef kristin síðfræði með kærleika, mannúð Jesú Krists að leiðarljósi er rædd.  Heldur ættu framgreindir aðilar að koma sér saman um með hvaða hætti kristileg siðfræði/almenn siðfræði yrði kennd innan skóla/uppeldisstofnana.


Kárahnjúkavirkjun - virkjun v. Húsavík framtíðarsýn til framfara

HappyHið glæsilega mannvirki við Kárahnjúka var ræst formlega nýlega án þess að “elítan” í Reykjavík gæti verið viðstödd sem var góð ákvörðun  “veðurguðanna”. Fór vel á því að mannvirkið var ræst af heimamönnum og hefði alveg mátt sleppa “showinu” fyrir sunnan. Hið glæsilegasta  mannvirki Íslandssöguna er raunveruleiki, gefur  Austurlandi enn meira kraftmikið fjölbreytt atvinnulíf, þegar fram líða stundir. Verður ómetanleg búbót í þjóðartekjur þar sem Reykjavíkursvæðið fær eins og áður stærsta hlutann af kökunni. 

Það voru fiskimiðin við landið sem fyrst og fremst byggðu upp menntun, velmegun, og tækniþekkingu sem nú munu byggja upp þjóðfélag framtíðarinnar er byggist á raforku ásamt útrás í tækniþekkingu vegna orku úr iðrum jarðar. Með virkjun v/Kárahnjúka og ef af verður við Húsavík mun það verða stærstu framförin í byggðaþróun úti á landi. Kemur í staðin fyrir uppbyggingu Samvinnuhreyfingarinnar sem átti stærstan þátt í þróun byggða í sveitum landsins. Því miður fór langstærsti hluti arðs að fiskveiðum til Reykjavíkur, sveitirnar gáfu eftir og fólkið flyktist mest til  höfuðborgarsvæðisins og stendur enn. 

Við þjóð hér á norðurslóðum verðum að byggja lífsafkomu okkar á raforku frá fallvötnum okkar í framtíðinni. Það kostar fórnir á fallegri náttúru en er óhjákvæmilegt þótt það sé öllum sárt sem fegurð unna.  Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður  sagði í Silfri Egils í dag, að Kárahjnúkavirkjun væri of djúp spor í náttúrunni. Engin rök fylgdu  eða hvað hún ætlaði að koma með í staðinn handa komandi kynslóðum til þess þær megi byggja þetta kalda og fagra land; vera ein þjóð í landinu ekki yfirþyrmandi borgríki eins og nú er.  Ef ekki verður haldið áfram að nýta raforkuna þarf að draga saman á mörgum sviðum. Ekki verður lengra gegnið á landsbyggðinni henni hefur þegar verið fórnað fyrir borgríkið á Suðvesturhorninu.  Hvernig væri að leggja niður Samvinnuháskólann til að draga úr kostnaði menntamála. Samt væri hægt að halda uppi ágætu menntunarstigi á háskólastigi og spara í leiðinni. Eða sameina hann að mestu leyti öðrum háskólum í Reykjavík og setja um leið háskólasetur í Egilsstaðabæ og á Akureyri. Ef virkjun rís við Húsavik þá er kominn grundvöllur fyrir hærra menntunarstigi þar.  

Núverandi  ríkistjórn gekk út fyrir ystu mörk með skerðingu þorskkvótans alveg óháð því hvernig atvinnuástand var í sjávarþorpum landsins. Þar fóru minnstu sjávarbyggðirnar verst úti sem aðeins byggðu á litlum útgerðum. Svo var talað um mótvægisaðgerðir sem telja verður innantóm orð. Eitt dæmi skal nefnt.  Byggðastofnun fékk milljarð en skuldaði það fyrir, annað er ekki nefnandi nema þá “kr. 200 þús á fjölskyldu”, til að flytja burtu frá eignum sínum á höfuðborgarsvæðið þar sem húsnæðið er svo dýrt að enginn venjulegur verkamaður getur tekið á leigu hvað þá keypt.

 Að lokum óskar undirrituð heimabyggð  sinni (Austurlandi öllu) til hamingju með glæsilegt mannvirki þar sem íslenskir vísindamenn eiga stóran þátt bæði með margra ára rannsóknum á Fljótsdalsheiði, beinni aðkomu við hönnun og byggingu Kárahnjúavirkjunar, með Landsvirkjun í fararbroddi. Raforkumannvirki framtíðarinnar eru sú framtíð sem allir verða að horfast í augu við ef hér á að byggja áframhaldandi velmegunarsamfélag sem hefur góð lífskjör vítt og breitt um landið. 

Biblía 21. aldar: Lofsöngur Maríu

Höfundar guðspjallsins er læknirinn Lúkas.  Þar er Jesús álitinn frelsari Gyðingaþjóðarinnar og alls heimsins.  Engill/sendiboði  birtist Maríu Guðsmóður og tjáði henni að hún myndir fæða barn og skyldi hún láta hann heita Jesúm. María trúði sendiboðanum, varð mjög glöð og mælti fram lofsöng sinn:

Lofsöngur Maríu Lúk 1.46-1.55

 46Og María sagði:
Önd mín miklar Drottin

47og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.

48Því að hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar,
héðan af munu allar kynslóðir
 mig sæla segja.

49Því að mikla hluti hefur Hinn voldugi við mig gert
og heilagt er nafn hans.

50Miskunn hans við þá er óttast hann varir frá kyni til kyns.

51Máttarverk hefur hann unnið með armi sínum
og drembilátum í hug og hjarta
 hefur hann tvístrað.

52Valdhöfum hefur hann steypt af stóli
og upp hafið smælingja,

53hungraða hefur hann fyllt gæðum
en látið ríka tómhenta frá sér
fara.

54Hann hefur minnst miskunnar sinnar
og tekið að sér Ísrael, þjón sinn,

55eins og hann hét feðrum vorum,
Abraham og niðjum hans,

eilíflega.

Góða helgiHappy
 


Breiðuvíkurdrengur – hér og nú

Það sjónarmið kom fram í morgunútvarpi RUV  í gærmorgun að Breiðuvíkurheimilið hefði verið toppurinn á ísjakanum í meðferð barna í Reykjavík langt fram á tuttugustu öld er áttu móður og/eða föður sem ekki höfðu tök á frambærilegri umönnun.  Eftir að hafa lesið bókina Breiðuvíkurdrengur kemur upp í hugann sú óþægilega tilfinning að enn  eimi eftir  birtingarmynd Breiðuvíkurdrengs í velmegunarsamfélagi nútímans. Ef til vill birtist umrædd mynd í umræðunni um að koma burt kristnum gildum úr skólum landsins. Í staðinn á að koma mælikvarði hins siðmenntaða/upplýsta/menntaða  manns er kann svör við öllu. Allt á að fara fram með lögmálskenndri óskeikulli forskrift þar sem ekkert getur farið úrskeiðs hjá hinum fullkomna umrædda karli/konu.   

Við erum kölluð af fagnaðarerindi Jesú Krists til að brúa bil milli manna með fyrirgefningu er felur í sér kærleika og umburðarlyndi sem á við bæði um kirkju og skóla þar sem allir eru jafn dýrmætir í augum Guðs.  Við sem teljum okkur kristin erum kölluð til að mótmæla hvers konar valdamyndum í samfélaginu  þar sem réttur hins smæsta eða þeirra sem minna mega sín er fyrir borð borin. Guð er ekki aðeins í “ég-þú” sambandi heldur  vekja tengslin “okkar,”  okkur til til kærleika og réttlætis með orði sínu áfram í forminu “við”,  er umvefur okkur til endimarka heimsins. “Við” er þá umlykjandi faðmur Guðs, hlýr og kærleiksríkur þar sem frjór vöxtur og skapandi hugsun verður til í kærleika. Þannig getur samfélag með kærleika Krists að leiðarljósi bæði hvatt  og sett börnum/unglingum sínum eðlileg takmörk í uppeldi kirkju og skóla. Kærleikur og ábyrgð verður samfélagslegur grunnur.   

 Elie Wieasel (1978) skrifaði frásagnir um Helför nasista : “Til að vera teknir trúanlegir urðu sögumenn að segja hálfan sannleikann”. Enginn gat trúðað hinum raunverulega hryllingi sem átti sér stað í samfélagi nasista þar sem köld skynsemishyggja og vísindahyggja átti að leysa vandamáls heimsins með þúsund ára ríki Hitlers. Sama sjónarmiðið kemur fram í bókinni Breiðuvíkurdrengur þegar Páll reynir að segja frá hörmungum sínum. En eru svo fjarri því sem hægt er að ímynda sér um þá  hraksmánarlegu meðferð er átti sér stað í Breiðuvík.   Dietric Bonhoffer, þýskur prófessor er var myrtur/pyntaður í fangabúðum nasista  lét eftir sig frásagnir úr fangabúðunum leggur áherslu á að enga lausn sé að finna í syndugum heimi nema að öðlast einlægan vilja til að feta fótspor Krists. Ennfremur segir hann að til að svo megi verða þurfi að eiga sér stað ferli þar sem bæn um iðrun og breytingu til batnaðar eigi sér stað. Þá telur Bonhoffer að við getum öðlast hina dýrmætu náð Guðs; til að  hafa áhrif á uppbyggingu samfélags með kristin gildi/mannúð að leiðarljósi. Halo

 

 Allir ættu að lesa bókina Breiðuvíkurdrengur þar sem mannvonska, líkamspyntingar og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum var daglegt brauð þessara hraksmáðu drengja samfélagsins. En átti þó að verða hið fullkoman uppeldi  af “upplýstu menntuðu samfélagi/manni" þar sem mælikvarði mannsins er allt sem þarf. Vonandi tekur nútíma neyslusamfélag, “það besta í heim hér”, mið af kristnum gildum í enn ríkari mæli  í samfélagi framtíðarinnar. Þar sem hver maður er dýrmætur í augum Guðs.

 Tæplega getur  umrædd breyting eingöngu  átt sér stað með tilskipunum að ofan frá menntamálaráðherra og biskupi. Markviss hreinskilin/kærleiksrík umræða um betra velferðasamfélag þarf að fara fram. Þar sem kirkjan ekki síður en hið veraldlega vald þarf að horfa inn  við með gagnrýnu sjónarhorni svo  brotasaga  um Breiðvíkurdrengina fái ekki sífellt nýja birtingarmynd í samfélaginu hér og nú.  

Málfrelsi og – netfrelsi.

 Málfrelsi og netfrelsi er umfjöllun og birting Mbl. í dag. Staksteinar gera að umtalsefni afstöðu VG við frumvarpi annarra flokka um styttingu ræðutíma á Alþingi. VG. eru í miklum minnihluta en réttlætir ekki, að skoðanir þeirra verði ekki ræddar af hinum flokkunum með röklegum umræðum þótt langar verði samkvæmt núverandi þingsköpum. Stytting ræðutíma þingmanna getur bætt þingstörfin ef eftir fylgir umræða sem tekur mið af réttlæti og almannaheill. Þá þarf að fylgja hinum nýju þingsköpum meiri virðing fyrir annarra skoðunum og réttlátum rökum. Það á eftir að koma í ljós hvort sá félagslegi þroski sé nú til staðar í umræðum Alþingis. Að umræður fari fram með sæmd  svo  virðing fyrir Alþingi aukist. Að ekki þrífist hártoganir og útútsnúningar til að drepa mál á dreif eins og oft hefur viljað verða en breytist ekki endilega með nýjum þingsköpum.

Salvör kallar eftirlit með netbirtingu efnis: “Hrylling...myndefnasía ríkislögreglustjóra." Netfrelsi getur ekki byggst á að hægt sé að vaða um netið á skítugum skónum í skrifum/ myndbirtingu um hvað sem er. Málfrelsi/myndbirting á netinu þarf að virða almennar reglur og siðferði, að virðing fyrir einstaklingnum verði  ekki brotin án nokkurrar siðferðilegra marka. Annars er málfrelsi/myndbirting orðin jafnfætis vondri netlögreglu eða á líkum nótum eins og Salvör nefnir:  “... ekki síst í strangtrúarríkum múslima” eða "opna jólapakka" annarra. Við búum í landi þar sem málfrelsi/myndbirting eru nátengd þeirri ábyrgð að virða rétt og skoðanir fólks í samfélaginu. Netið hlýtur að kalla á siðferðilegar og lögbundnar reglur til að þar fái að þróast, í okkar lýðræðislegu hefð og viðmiðunum, málfrelsi samfara ábyrgð þeirra sem setja þar fram skoðanir í mynd og máli.


Kynlaust jafnrétti - fyrir konur?

Nú gengur jafnréttisumræðan eins og logi yfir akur og felst aðallega í því að breyta karlkyns nafnorðum í kvenkyns eftir því hvort kona eða karl situr í viðkomandi starfi eða embætti. Erfitt að skilja af hverju ráðherra má ekki vera starfsheiti fyrir bæði kyn? Hvar á þessi umræða að enda? Hvað kemur í staðinn fyrir Forseti Íslands, lögfræðing, prest eða lækni. Er það ekki fullboðlegt fyrir konu að vera í starfi forseta þótt orðið hafi karlkyns málfræðilega íslenska merkingu. Ráðherra eða forseti gefur embættinu sína ímynd eftir því hvernig viðkomandi þyki standa sig eða er umdeild/ur hvort sem það er karl eða kona. Hlýtur að vera mergurinn málsins en ekki málfræðilegur skilningur? Ráðherra fær óbeint kvenkynsmerkingu í hugum fólks um leið og kona gegnir embættinu. Erum við konur virkilega hræddar um að standa ekki undir nafninu ráðherra, prestur eða biskup?   

 

Bleikt og blátt fyrir nýfædd börn á sjúkrahúsi er enn illskiljanlegri umræða. Er það ekki betra öryggisins vegna að kynin séu aðgreind með litum? Ekki verður séð í fljótu bragði hvort kynið er svo litagreining í fötum styrkir það öryggi um að öll börn lendi hjá réttum foreldrum. Hvaða litir sem eru hljóta að sýna hvort barnið er stúlka eða drengur.Að framansögðu getur þessi umræða jafnvel snúist upp í andhverfu sína sem þó er ekki  meiningin. Hvað  næst, verður almenningur að ganga í fatnaði sem felur öll merki um hvort viðkomandi er kona eða karl?W00t


Biblían boðskapur fyrir alla

Útgáfa Biblíunnar hefur vakið verðskuldaða athygli þótt sitt sýnist hverjum um þýðingu og orðalag. Hins vegar finnst undirritaðri auglýsingar JPV- útgáfunnar um Biblíuna óviðeigandi þar sem þekktir einstaklingar eru notaðir sem “idealtýpur” við lestur Bókar Bókarinnar. Biblían er fyrst og fremst trúarrit kristinnar manna þótt hún hafi í gegnum tíðina haft áhrif á skáldskap, tónlist og bókmenntir.

Kristið fólk hefur á öllum tímum  lesið Biblíuna af trúarlegum ástæðum sér til huggunar og þroska. Biblían stendur ein og sér fyrir boðskap sinum. Þar er einungis Jesús Kristur sjálfur ímynd trúar, vonar og kærleika til allra manna.

Að gera Biblíuna að ímynd skálda eða leikara o.s.frv. er óviðeigandi auglýsing.FootinMouth


Biblía 21. aldar: Bæn Manasse 9-15

Manasse konungur stuðlaði að hjáguðadýrkun í ríki sínu, missti völdin og var fluttur í útlegð til Babýlonar. Bænin er lögð í munn Manasse konungs. Fyrsti hluti bænarinnar fjallar um sköpunarverkið og miskunn við synduga menn en lýkur á lofgjörð til Guðs.

 

9 Syndir mínar eru fleiri en sandkorn á sjávarströnd.
Brot mín gegn lögmálinu, Drottinn, verða ekki talin,
þau eru óteljandi.
Ég er ekki þess verður að hefja upp augu
og horfa til himins
sakir alls ranglætis míns.
10 Ég er þjakaður af þungum járnfjötrum
svo að ég má eigi höfuð hefja sakir synda minna.
Ekkert léttir þeim af mér
því að ég egndi þig til reiði
er ég gerði það sem illt er í augum þínum.
Ég reisti viðurstyggileg skurðgoð
og fjölgaði þeim stórum.
11 Nú beygi ég kné hjartans
og bið þig að auðsýna mér miskunn þína.
12 Ég hef syndgað, Drottinn, syndgað
og viðurkenni það sem ég hef af mér brotið.
13 Ég ákalla og bið þig:
fyrirgef mér, Drottinn, fyrirgef,
lát mig eigi glatast vegna afbrota minna.
Minnstu ekki synda minna
og ver mér eigi að eilífu reiður.
Dæm mig ekki niður í undirdjúp jarðar
því að þú, Guð, ert Guð þeirra sem iðrast.
14 Þá munt þú sýna á mér alla gæsku þína
er þú bjargar mér af mikilli miskunn
þótt ég sé óverðugur.
15 Ég mun sífellt lofa þig svo lengi sem ég lifi,
allir herskarar himna syngja þér lof,
þín er dýrðin að eilífu. Amen.
 Góða helgiHappy

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband