20.11.2007 | 08:25
Svandís á sigurbraut?
17.11.2007 | 15:07
Lög um fundarsköp - óþörf fyrir Orkuveitu Reykjavíkur?
Ákæra Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa vegna boðunar stjórnarfundar OR veldur vandræðum. Fundurinn er ólöglega boðaður miðað við þær reglur sem gilda um boðun fundarins.
Einkaframtakið vinnur með gróðasjónarmið að markmiði í kapphlaupi við erlenda fjárfesta og hugvit, til að virkja háhitasvæði. Svo mikið lá á að ekki þótti hægt að virða lögbundið form til boðunar fundar Orkuveitunnarað. Formaður lögmannafélagsins síðan fenginn sem fundarstjóri á fundinum til að vera staðgengill framangreindra laga að því er virðist?
Eftirfarandi er tekið úr bloggi Daggar Pálsdóttur, lögmanns í dag: Fundurinn virðist ólöglega boðaður miðað við þær reglur sem giltu um boðun fundar. Engu að síður mættu til fundar allir sem á fundinum áttu að vera og tóku þátt í fundarstörfum. Í 4. mgr. 83. gr. laga um meðferð einkamála segir að ef stefndi sækir þing við þingfestingu máls breytir engu þótt stefna hafi ekki verið birt eða komið á framfæri við hann, galli hafi verið á birtingu eða birt með of skömmum fyrirvara. Sem sé, það er ákveðin meginregla að þótt boðun sé ólögmæt þá getur eftirfarandi málsmeðferð verið lögmæt ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta mæta til að gæta hagsmuna sinna, þrátt fyrir ólögmæta boðun.
Hvernig verður framhaldið ef dómstólar dæma umræddan fund löglegan á framangreindum forsendum? Geta lög um fundarsköp verið aukaatriði og óþörf ef því er að skipta? Verður hægt að kalla til lögmann sem staðgengil í hvert skipti sem lög um fundarsköp þjóna ekki hagsmunum hlutafélaga eða öðrum hagsmunaðilum?Lítt skiljanlegt fyrir ólögfróðan eða frá almennri réttlætiskennd, að viðvera lögmanns geti gert lög óvirk þótt þau séu ótvíræð. Undirrituð hefur skilið lög um fundarsköp þannig, að þau séu til þess að gefa mönnum tíma til að undirbúa sig undir þau mál sem liggja fyrir.
17.11.2007 | 08:16
Biblía 21. aldar: Speki Salómons
15Guð gefi mér að koma orðum að innsæi mínu,
að hugsun mín hæfi því sem mér er gefið.
Bæði er hann sá sem leiðir til speki
og leiðbeinir spekingum.
16 Í hendi hans erum vér og orð vor,
allt vort vit og verkleg mennt.
17 Sjálfur gaf hann mér óbrigðula þekkingu á öllu,
að þekkja byggingu heims og orku frumefnanna,
18 upphaf, endi og miðju tíðanna,
breytingu sólargangs og árstíðaskipti,
19 hringrás ársins og stöðu stjarna,
20 lífsháttu dýranna og æði villidýra,
kraft andanna og hugsanir manna,
tegundir jurtanna og undramátt róta.
21 Allt fékk ég að þekkja, bæði það sem hulið er og augljóst.
22 Spekin, sem allt hefur skapað, kenndi mér það.
Eðli spekinnar
Í henni býr andi, hann er vitur og heilagur,
einstakur, margþættur, fíngerður,
kvikur, skýr, flekklaus,
tær, ósæranlegur, góðfús, skarpur,
23 ómótstæðilegur, góðgjarn, ástúðlegur mönnum,
staðfastur, æðrulaus, öruggur,
almáttugur, alsjáandi
og streymir um alla anda,
hina vitrustu, hreinustu og fíngerðustu.
24 Spekin er kvikari en allt sem hrærist.
Hún er hrein og smýgur inn í allt og nær til alls.
25 Hún er andblær almáttugs Guðs
og streymir tær frá dýrð hins alvalda.
Þess vegna kemst ekkert óhreint að henni.
26 Hún er endurskin hins eilífa ljóss,
nákvæm eftirmynd verka Guðs
og ímynd gæsku hans.
27 Ein er hún en megnar allt,
er sjálfri sér söm en endurnýjar allt.
Hún býr sér stað í helgum sálum frá kyni til kyns
og mótar spámenn og vini Guðs.
28 Enda elskar Guð aðeins þann sem er samvistum við spekina.
29 Hún er dýrlegri en sólin og ber af hverri stjörnu.
Skin hennar er bjartara en dagsbirtan.
30 Því að nóttin tekur við af dagsbirtunni
en við spekinni má hið illa sín einskis.
Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook
17.11.2007 | 07:11
Jónas Hallgrímsson í tvö hundruð ár
Frábær menningardagsskrá flutt af okkar bestu listamönnum. Hápunktur kvöldsins þegar HERRA Sigurbirni voru veitt verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hann hefur um margra áratuga skeið flutt þjóð sinni prédikanir á þjóðtungu okkar, einnig samfélagsleg málefni með svo skýrum og afgerandi hætti, að vart verður betur gert. Sem fræðimaður hefur honum tekist að setja fram mál sitt svo skýrt að hvert mannsbarn skilur. Um leið fyrirmynd fræðimanna að geta skilað fræðunum út í samfélagið á hnitmiðaðri íslensku.
Enginn prédikari hefur náð eins miklum vinsældum og HERRA Sigurbjörn gerði á aðfangadagskveld um áratuga skeið. Það muna tvær eða þrjár kynslóðir vel. Þar fór saman orðsnilli, hjartans einlægni og umhyggja fyrir náunganum, sem skilaði okkur sem á hlýddum, von og kærleika í hjarta hvort sem við áttum um sárt að binda eða áttum eingöngu gleðirík jól. Enn er HERRA Sigurbjörn sami prédikarinn með orðsins snilli á vörum í bundnu og óbundnu máli, kominn á tíunda tuginn. Innilega til hamingju HERRA Sigurbjörn og Guði sé þökk fyrir tilveru þína.
![]() |
Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.11.2007 kl. 05:35 | Slóð | Facebook
10.11.2007 | 08:51
Biblía 21 aldar: Síraksbók - Um vináttu

það sem hjartað nístir afhjúpar veikleik þess.
20 Sá fælir brott fugla sem varpar að þeim steini,
sá sem brigslar vini slítur vináttu.
21 Þótt þú hafir brugðið sverði gegn góðvini,
örvæntu ekki því að enn má snúa við.
22 Hafir þú mælt gegn góðvini,
vertu samt ósmeykur því að enn má ná sáttum.
En brigslyrði, hroka, trúnaðarbrot og níð,
slíkt mun sérhver vinur flýja.
23Ávinn traust náunga þíns meðan hann er fátækur
svo að þú fáir glaðst þegar hann auðgast.
Veit honum stoð er að honum sverfur
svo að þú fáir hlutdeild í happi hans.
Ekki skyldi ætíð fyrirlíta kröpp kjör
og ekki skyldi dá auðmann sé hann heimskur.[2]
24Reykur og svæla fara á undan eldi,
eins eru illdeilur fyrr en blóð flýtur.
25Ekki skal ég blygðast mín fyrir að vernda vin
og aldrei fela mig fyrir honum.
26En hendi mig illt af völdum hans
munu allir sem um það heyra varast hann.
Góða helgi
7.11.2007 | 20:25
Blogg milli himins og jarðar
Bloggið er nýung hér á landi og á vonandi eftir að þroskast og taka framförum í framtíðinni. Moggabloggið er yfirleitt gott blogg sem gefur möguleika á að blogga um allt milli himins og jarðar og er það vel. Erfiðast eiga þeir sem ekki eru sammála sem um er ritað, vilja ekki skiptast á skoðunum eða rökræða, heldur eru með skítkast og ókvæðisorð í athugasemdum eða hringja í viðkomandi með skömmum og svívirðingum eins og undirrituð hefur hef orðið fyrir. Þeir sem haga sér svo eru sem betur fer undantekning. Oftast eru viðbrögð lesenda uppörvandi og uppbyggandi.
Ef umræddir mættu ráða þá yrði sennilega lokað fyrir mörg blogg sem vilja umræðu með rökum og sanngirni. Sem betur fer er málfrelsi í mbl-blogginu, við lifum í frjálsu samfélagi. Ef til vill í frjálsari heimi hvað varðar málfrelsi en gerist meðal starfandi blaðamann, sem jafnvel þurfa að gjalda með lífi sínu erlendis eða hrökklast úr starfi. Undirrituð hefur því kosið að hafa blogg sitt lokað fyrir athugasemdum fyrst um sinn þótt óneitanlega það sé ekki eins skemmtilegt blogg.7.11.2007 | 11:33
Ótraustur stjórnmálamaður?!
Stjórnmálamenn hafa stundum á sér það orðspor, að þeir séu ekki alltaf vandir að meðölum sínum. Út yfir tekur þegar Björn Ingi Hrafnsson reynir að blanda Geir Haarde, forsætisráðherra inn í ákvarðanir í orkumálum Reykjavíkur með yfirlýsingum í fjölmiðlum. Varla verður lengra gengið í ósannindum í REI-málinu. Með slíkum framburði hefur trúnaðarbrestur orðið varanlegur með fyrrverandi samstarfsflokki og Birni Inga.
Ekki vænleg staða fyrir núverandi meirihluta að þurfa að treysta Birni Inga eins og málin standa þar sem hlýtur að reyna á heilindi og samstöðu. Svandís Svarsdóttir þarf að gæta sín í hverju spori því líklega þætti Birni Inga ekki verra ef hún hrasaði. Vonandi sér Svandís við hinum viðsjála Birni Inga og tekur upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn áður en það verður of seint.
Undirrituð sér ekki fyrir sér Björn Inga sem framtíðarleiðtoga stjórnmálaflokks eftir framkomu sína við samstarfsflokkinn eða aðra flokka. Tæplega mun nokkur flokkur treysta Birni Inga í samstarfi hér eftir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook
4.11.2007 | 15:22
Háar sektir fyrir pústra á almannafæri!

![]() |
Mikil ölvun og slagsmál á höfuðborgarsvæðinu í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook
2.11.2007 | 09:37
Ofdrykkja unglinga - ómenning í þjóðarsálinni?
Óspektir, ölvun og hávaði er nær daglegar fréttir ef fólk gerir sér dagamun. Lögreglan þarf að taka unglinga úr umferð og láta foreldrana sækja þau. Hvað er til ráða? Erfitt er um svar þótt lögreglan geri sitt besta. Hér gæti verið umhugsunarvert að athuga hvað hefur brugðist í uppeldinum á okkar ástkæru unglingum ef nokkur von verður um betri vínmenningu í framtíðinni.
Fullorðna fólkið er fyrirmynd barnanna og svo eru auðvitaða áhrifin úr umhverfinu sem eru mótandi bæði í skólum og fjölmiðlum. Ekki mun ástandið batna við að auka aðgengi áfengis eins og nú er hjartans mál sautján þingmann á Alþingi. Betra væri að efla forvarnir verulega með fjárframlagi í skólum landsins. Þar ættu foreldrafélög að vera enn virkari þátttakendur. Með betri uppeldi, forvörnum og takmörkuðu aðgengi alkóhóls; getur vínmenning orðið raunhæf staðreynd þegar næsta kynslóð fer út að sletta úr klaufunum.
![]() |
Mikið um ölvun og óspektir í borginni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook
31.10.2007 | 11:17
Skálholtsstaður - áfram uppbygging!
Komið hefur fram í fréttum að kirkjan hyggst reisa sumarhúsabyggðir í Skálholti sér til tekjuaukningar. Skálholtstaður var um langan aldur höfuðstaður þjóðarinnar í trúarlegum og veraldlegum skilningi. Þar var var einnig skóli eins og þekkt er. Biskupsstóllinn þurfti tekjur til að standa undir umsvifum; tíund var sett á, og stóllinn átti verstöðvar eins og Grindavík sér til framfærslu. Staða Skálholts hefur ekki breyst hvað varðar veraldleg umsvif sér til framdráttar. Ef þær tekjur sem koma af sumarbústaðabyggð eru notaðar til frekari andlegrar starfsemi í Skálholti þá helgar tilgangurinn meðalið?
Niðurlægingartímabil Skálholts hófst þegar kaþólsk trú var niðurlögð og stóð fram á sjöunda tug síðustu aldar er Sigurbjörn Einarsson þáverandi biskup stóð fyrir endurreisn staðarins og hóf hann til vegs og virðingar á nýjan leik. Þjóðin fagnaði þessum áfanga enda átti Skálholtsstaður sterkar rætur í þjóðarsálinni. Til að viðhalda þessara reisn er nauðsynleg þróun áfram. Ef þeir fjármunir sem koma fyrir sumarhúsin fara til frekari uppbyggingar Skálholtsstaðar er ásættanlegt. Ekki liggur fyrir samkvæmt fréttinni hvað kirkjan hyggst nota þessa væntanlegu fjármuni og er það mjög miður?Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2007 kl. 10:07 | Slóð | Facebook
30.10.2007 | 11:41
Á misjöfnu þrífast börnin best

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook
28.10.2007 | 08:59
Þingmenn/heilbrigðisráðerra - á villigötum?
Frumvarp á Alþingi um sölu áfengis í matvöruverslunum hefur vakið mikla andstöðu og umræðu í samfélaginu. Öllum má ljóst vera að áfengi hefur skaðleg áhrif, veldur sjúkdómum/slysum og dauða. Að léttvín sé hollt getur verið rétt en það þarf alls ekki að vera með alkóhóli til að svo sé. Hin hliðin á neyslu áfengis er hvernig það er meðhöndlað; hvaða venjur verða viðmið í þjóðarsálinni/menningunni. Áfengi er vímuefni er ber að meðhöndla út frá þeirri forsendu.
Vínið á ekki erindi inn í matvöruverslanir þar sem ákveðin tegund yrði auglýst með þessum eða hinum réttinum sem á að neyta í dag. Víntegundir og kjöt/fiskur verða sett hlið við hlið í kjöt/fiskborðinu með áberandi hætti þar sem vínið er ómissandi með mat. Áfengið fær ranga ímynd í hugum manna og skaðsemi þess verður fjarlæg.
Vínbúðir geta vel leiðbeint þeim sem vilja fá ráðgjöf um víntegundir með mat. Með því að takmarka aðgöngu áfengis getum við dregið úr því böli sem áfengi veldur og skapað sterka hefð að um vímuefni sé að ræða sem beri að umgangast með varúð.
Sorglegt hvað margir nýir/ungir þingmenn hafa lagt þessu fumvarpi lið og nú með heilbrigðisráðherrann í fararbroddi. Með því er frumvarpið ekki lengur þverpólitískt heldur er það orðin stefna umrædds ráðherra í heilbrigðismálum þvert ofan í þá stefnu sem alþingi mótaði á síðasta þingi.
Það verður hvorki skemmtileg lífsreynsla né eftirsóknarverð stjórnmálareynsla fyrir Sigurð Kára og félaga. Né heldur heilbrigðisráðherrann, sem styður þá. er skrifað í Staksteinum Mbl. 27 okt. s.l.
Virðist vanta samfélagslega yfirsýn/meðvitund hjá þessum ungu þingmönnum sem vilja ná þessu frumvarpi fram í nafni frelsisins. Frelsi og ábyrgð verða ekki sundurslitin þegar ákvarðanir um almannaheill eru teknar. Framangreindir þingmenn og heilbrigðisráðherrann eru á villigötum í ábyrgri áfengisstefnu til framtíðar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook
26.10.2007 | 07:45
Getur lögmaður verið staðgengill laga?
Það sem veldur vandræðum í Orkuveitumálunum er að þar takast á annars vegar félagsleg sjónarmið og hinsvegar einkaframtak., virðast ósættanleg. Einkaframtakið vinnur með gróðasjónarmið að markmiði í kapphlaupi við erlenda fjárfesta og hugvit, til að virkja háhitasvæði. Svo mikið lá á að ekki þótti hægt að virða lögbundið form til boðunar fundar Orkuveitunnar. Formaður lögmannafélagsins síðan fenginn sem fundarstjóri á fundinum til að vera staðgengill framangreindra laga. Lítt skiljanlegt fyrir ólögfróðan að viðvera lögmanns geti gert lög óvirk þótt þau séu ótvíræð. Hvernig verður framhaldið ef dómstólar dæma umræddan fund löglegan á framangreindum forsendum? Verður hægt að kalla til lögmann sem staðgengil í hvert skipti sem lög um fundarsköp þjóna ekki hagsmunum hlutafélaga eða öðrum hagsmunaðilum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook
17.10.2007 | 09:05
Vilhjálmur góður borgarstjóri
Vilhjálmur markaði farsæla stefnu í menntamálum og velferðarmálum sem vonandi verða ekki rifnar niður af núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Hann var sýnilegur borgarstjóri á vettvangi eins og fram kom í brunanaum í miðborg Reykjavíkur s.l. sumar. Óskandi að núverandi meirihluti borgarstjórnar beri gæfu til að ganga þann veg sem fráfarandi borgarstjóri hefur markað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2007 kl. 17:53 | Slóð | Facebook
16.10.2007 | 09:18
Ábyrg áfengisneysla - áfengi ekki almenn neysluvara.
Þökk sé Mbl. fyrir ábyrga afstöðu í dag um áfengisfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sterkar raddir þingmanna er tóku þátt í umræðunni á Alþingi í gær voru einnig með ábyrgum hætti þar sem þeir sýndu fram á hvað samfélagslegt böl væri alvarlegt vegna áfengisdrykkju. Áfengi er vímuefni sem ber að höndla samkvæmt því og á ekki erindi inn í almennar verslanir frekar en lyf sem seld eru í apótekum. Takmarkað aðgengi er t.d. að verkjalyfjum sem eru seld í skömmtum. Ekki heyrist nein óánægja með framangreint fyrirkomulag.
Að selja áfengi í matvöruverslunum við hlið matvara gefur þau skilaboð að vín sé neysluvara sem sjálfsagt er að neyta hvenær sem er. Það eru röng skilaboð út í samfélagið og dregur úr ímynd um skaðsemi áfengis. Rannsóknir erlendis sýna ótvírætt að frjáls óheft sala áfengis eykur áfengisdrykkju. Suður í Evrópu hafa menn áhyggjur af ofneyslu áfengis og eru að reyna fyrirbyggjandi aðgerðir. Umrædd svæði þarna suður frá eru með mikla vínræktun og ódýrt vín. ESB hefur og ætlar að taka á áfengisvandanum með markvissum aðgerðum. Ennþá heyrist lítið um það í fréttum hér á landi.Reynsla Finna við lækkun áfengisskatta olli mikilli aukningu áfengisdrykkju. Eru þeir nú að hverfa frá þeirra stefnu og hyggjast hækka skattana aftur.
Ekki er ofmælt að 10% landsmanna hér á landi eigi við áfengis- og eiturlyfja vanda að ræða. Af vímuefnaneyslu má reikna með að áfengi sé 90% af vímuefnavandanum. Auðvelt dæmi að reikna. Þrjátíu þúsund manns hér á landi eiga við alvarlegan áfengisvanda að stríða. Ekki ofreiknaða að stórfjölskylda hvers og eins sé a.m..k fimm manns. Fimm sinnum 30.000 manns eru þá eitthundrað og fimmtíu þúsund manns sem tengjast vímuefnum og því böli sem þau valda.
Undirrituð tekur undir af öllu hjarta með Morgunblaðinu og þeim þingmönnum sem mæltu móti áfengisfrumvarpinu. Framangreint frumvarp á ekki erindi í gegnum Alþingi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook
1.10.2007 | 16:04
Sjónvarpið sniðgengur hefðir - við setningu Alþingis
Sjónvarpið hefur nú sem endranær sleppt útsendingu messugjörðar í Dómkirkjunni sem þó hefur verið órofahefð við setningu Alþingis. Undirrituð telur að með því sé sjónvarpið að sniðganga kristna trú og þá hefð sem ávallt hefur ríkt við setningu Alþingis. Presturinn, nú sr. Halldór Gunnarsson, flutti ágæta prédikun er var gott innlegg til umhugsunar fyrir þingmenn sem nú hefja störf.
Hvers vegna sjónvarpið hefur siðgengið þessa órofa hefð, að messugjörð sé leiðarljós þeim sem hefja störf alþingis er lítt skiljanleg?
Hér virðist þurfa bein afskipti stjórnvalda, að þær hefðir sem eru til staðar við setningu Alþingis séu framkvæmdar í útsendingu ríkissjónvarpsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook
29.9.2007 | 15:16
Forsætisráðherra tekur af skarið - um ESB
Ekki á dagsskrá hjá núverandi ríkisstjórn að sækja um aðild ESB á þessu kjörtímabili segir forsætisráðherra. Þá vita spákaupmenn og stuðningsmenn/Samfylking ESB hvað er framundan. Vonandi slá þessi ummæli forsætisráðherra á þá ábyrgðarlausu umræðu um ESB sem mest er áberandi eða einhliða upptaka Evru, sem aðeins veldur tortryggni í fjármálum þjóðarinnar.
ESB er ekki fríverslunarbandalag heldur er það tollabandalag sem hindrar innflutning á vörum til að vernda eigin framleiðslu. Nú nýlega hefur ESB sett skorður á innflutning á kínverskum textilvörum sem Frakklandsforseti telur ásættanlegt, að kaupa ekki af fátækum löndum. ESB stundar sem sagt ekki neina mannúðarstefnu í viðskiptum.
ESB kaupir af okkur fiskinn til þess að tryggja sér matvæli sér til viðurværis í framtíðinni. Hafa þess vegna látið sér nægja aðild okkar að EES hingað til. Það væri glapræði að ganga inn í ESB og framselja fiskimiðin/auðlindirnar. Umræðan ætti fremur að snúast um hvað yrði þá?
![]() |
Geir H. Haarde: Að taka upp evru einhliða álitið veikleikamerki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook
23.9.2007 | 13:45
Stefna Samfylkingar - eyðing landsbyggðar – Ísland borgríki?
Utanríkisráðherra fer mikinn um helgina til kynningar stefnu Samfylkingarinnar. Hennar eigin stjórnarstíll hefur ekki breyst þar sem hún ræðst á samstarfsflokkinn í ríkistjórn sér til framdráttar. Erfitt hlýtur að vera fyrir stjórnmálamann að ná árangri í samstarfi ríkisstjórnar, sem alltaf horfir til baka og veltir sér upp úr því sem miður hefur farið í stað þess að horfa fram á veginn og vinna í samstarfi við þann flokk sem hann starfar með.
Fjáraustur úr ríkiskassanum í svokallaðar mótvægisaðgerðir er miklu nærtækara dæmi um stefnuleysi. Er aðeins til að slá ryki í augu almennings þar sem stefna Samfylkingarinnar virðist vera að eyða landsbyggðinni, að Ísland verð borgríki við Faxaflóann og gangi síðan í ESB. Ekki er hægt að kalla samgöngur, atvinnu eða menntun úti á landi mótvægisaðgerðir. Þær eru sjálfsögð þróun burtséð frá hvaða ríkisstjórn situr við völd. Sama má segja um aðstoð við þá sem minna mega sín svo sem sjúka og þá sem lægst hafa launin. Þar er hlutur Samfylkingar ekki stærri en annarra flokka sem setið hafa í ríkistjórn/borgarstjórn.
Nefna má stefnuna í mennta málum sem mætti ígrunda betur með heilstæðri stefnu í háksólamenntun bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Undirrituð hefur nefnt Háskólann að Bifröst í bloggi sínu, sem dæmi um óþarfa fjárfestingu, í stað þess að auka menntun í helstu byggðakjörnum út um landið með beinum tengslum við skipulagningu menntunar háskólanna í Reykjavík og Akureyri.
Nú stendur fyrir dyrum að leggja niður mjólkurframleiðslu í heilum landshluta fyrst og fremst til að styrkja fyrirtæki í Reykjavík. Hagur mjólkurframleiðslu bænda eða neytenda á Austurlandi er ekki inni í myndinni. Hér er bein aðför að heilum landshluta til þess að landbúnaður verður lagður niður. Engin hugsun um þá kjölfestu að landbúnaður sé nauðsynlegur til að tryggja framleiðslu landbúnaðrafurða í eigin landi. Landi þar sem allar forsendur eru til framleiðslu hollra vara og mengun í lámarki miða við víða erlendis.
Fróðlegt verður að heyra viðbrögð Samfylkingar/stjórnarinnar við framagreindri eyðingu ef þá nokkur verða?
Uggvænlegt að ríkistjórn með svo mikinn meirihluta á þingi skuli ekki horfa með meiri víðsýni til allrar þjóðarinnar þegar helstu hagsmunamál svo sem menntun/atvinna og önnur uppbygging úti á landi er afgreidd með ölmusu úr ríkiskassanum til að lina þjáningar eyðingarinnar úti á landsbyggðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook
22.9.2007 | 13:10
Mjólka til Austurlands - framhald
Fróðlegt væri að sjá hvernig sú rekstrarhagfræði er sett fram, fyrir hverja er hún hagkvæm? Til þess að framangreind fyrirtæki geti orðið hagkvæm þá á að leggja niður mjólkurframleiðslu sem þjónar öllu Austurlandi. Er hagkvæmt að aka mjólkinni til neytenda frá Akureyri um allt Austurland allt árið hvernig sem viðrar? Hlýtur að vera nauðsynlegt að framleiða frumþarfir eins og helstu mjólkurvörur á svæðinu?
Vonandi sér Mjólka hið nýja einkafyrirtæki í mjólkuriðnaði sóknarfæri og vinnur úr mjólkurafurðum á Austurlandi til hagsbóta og öryggis bæði fyrir neytendur og bændur.
Í vikulokin þætti RUV (í morgun), sem stjórnað var af fréttamanni af Egilsstöðum til skamms tíma þar sem fréttir vikunnar voru ræddar kom fram að ekkert væri við því að segja þó mjólkurvinnsla væri lögð niður á Austurlandi. "Er í þágu hagræðingar og samkeppni", sagði konan í þættinum (nafn?).
Stjórnandi kom ekki með neinar spurningar um í hverju hagræðingin væri fólgin. Enda var þættinum útvarpað frá Akureyri. Tæðlega hlutlaust af RUV, að umræða sé á Akureyri um að leggja niður mjólkuriðnað á Austulandi, Akureyringum til hagsbóta. Undirrituð tók eftirfarandi frétt úr Málgagni bænda og landsbyggðar frá því í gær:
"Búnaðarsamband Austurlands mótmælir tillögum MS
Á stjórnarfundi Búnaðarsambands Austurlands sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun þar sem þeim tillögum sem stjórn MS hefur lagt fram um að leggja niður mjólkurvinnslu á Egilsstöðum er harðlega mótmælt. Í ályktuninni segir:
Stjórn Búnaðarsambands Austurlands mótmælir harðlega þeim tillögum sem stjórn MS hefur lagt fram um að leggja niður mjólkurvinnslu á Egilsstöðum.
Mjólkurframleiðsla er veigamikill hlekkur í þeim landbúnaði sem stundaður er hér á Austurlandi og landbúnaður er mikilvægur bæði hvað varðar atvinnulíf, samfélag og ásýnd landshlutans. Stjórn BsA óttast að með því að hætta fullvinnslu mjólkur veikist staða landbúnaðar á svæðinu og erfiðara verði að halda úti fullnægjandi þjónustu við atvinnugreinina og þannig dragi úr eðlilegri framþróun.
Í nafni hagræðingar hafa á síðustu árum verið lagðar niður tvær mjólkurstöðvar á starfssvæði BsA, í Neskaupsstað og á Vopnafirði. Framleiðsla af þessum svæðum hefur í auknum mæli verið að færast yfir á Fljótsdalshérað og nær núverandi mjólkurstöð. Bændur hafa lagt metnað sinn í að halda uppi framleiðslu þannig að áfram verði grundvöllur fyrir rekstri samlagsins á Egilsstöðum eins og lofað var við samruna við MBF. Þessi þróun í framleiðslu mjólkur sýnir okkur hvað muni gerast hér á næstu árum ef mjólkurstöðin verður lögð niður og mjólkinni ekið til vinnslu og pökkunar í aðra landshluta.
Með því að hætta rekstri mjólkurstöðvarinnar á Egilsstöðum er vegið að landbúnaði sem atvinnugrein í heilum landsfjórðungi. Stjórn BsA lýsir undrun sinni á að fyrirtæki í eigu bænda um allt land skuli ætla að stíga fyrsta skrefið til þess. Stjórnin hvetur fulltrúaráð og stjórnendur MS til að skoða málið frá fleiri sjónarhornum, því þó hagræðing geti verið nauðsynleg, þá getur komið að því að hún fari að valda óhagræði fyrir það fólk sem byggir landið".
Tæplega trúverðug að fyrirtæki eins og mjólkursamsamsalan, sem hefur allt að því einokun á mjólkuriðnaði haldi fram hagræðingu til að að leggja niður mjólkuriðnað í heilum landshluta án þess að greint sé frá forsendum.
Mjólka hið nýja fyrirtæki ætti að hafa alla burði til að sýna fram á hagkvæman rekstur á Austurlandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook
19.9.2007 | 07:30
Háskólann að Bifröst - til Húsavíkur - til Ísafjarðar - til Egilsstaða
Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri eru menntastofnanir sem bera uppi þá hákskólamenntun sem geta verið samkeppnisfærar á alþjóðlegum grunni. Ekki virðist þörf á uppbyggingu fleiri slíkra háskóla. Væri fjármunum betur varið til frekari uppbyggingar háskóla/ háskólasetra úti á landi sem yrðu í tengslum við stóru háskólana.
Að flytja háskólann að Bifröst með markvissri skipulagningu til Húsavíkur, til Ísafjarðar, til Egilsstaða gæti verið skynsamleg aðgerð og myndi verða vítamínsprauta til uppbyggingar háskólamenntun og fjölbreyttu atvinnulífi úti á landi. Byggðirnar fengju með háskólasetri vel menntað metnaðarfullt fólk sem yrði styrkur til betri lífskjara og framfara á öllum sviðum.
Færi vel á því að félagsfræði og hagfræði (- Hriflusetur -) yrðu kennd á Húsavík, mætti bæta við samvinnufræðum og viðskiptalögfræði. Þar nyrðra var áður fyrr sett á stofn samvinnuverslun með framtaki og hæfilegri félagshyggju sjálfmenntaðra manna; sem þá var nauðsynleg til að fá raunverulegt verslunarfrelsi. Má reikna með góðum jarðvegi þar til að þróa áfram framtak, frelsi og félagsgreinar í þágu landsbyggðarinnar og þjóðarinnar sem heild til að halda jafnvægi í byggðum landsins.
Landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra skrifar í grein sinni í Fréttablaðinu (18.sept.) Í þágu unga fólksins og byggðanna: Ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verður sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt að mörkum sambærileg kjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér völl og við verðum einfaldlega undir.
Með stjórnvaldsaðgerð hafa kjör sjávarbyggða verið skert verulega. Sjómenn hafa misst sem svarar mánaðartekjum vegna styttri sjósóknar aðrir misst atvinnuna alveg. Slík skerðing verður ekki leyst með- námskeiðum - hér og námskeiðum - þar þegar horft er til framtíðar. Markviss þróun háskólamenntunar úti á landsbyggðinni tryggir best framtíð unga fólksins. Til þess þarf stjórnvaldsaðgerð til breytinga á háskólamenntun og færa hana markvisst út á land í tengslum við háskólana á Reykjavíkursvæðinu og Akureyri.
Háskólinn að Bifröst þjónar ekki kröfum nýs tíma vegna staðsetningar sinnar. Áður fyrr meðan hann var og hét Samvinnuskóli þjónaði hann markmiðum samvinnuverslunar og uppbyggingu hennar en er liðin tíð. Starfsemin sem nú fer fram í Bifröst er tæplega í takt við þá þróun í menntun til framfara, sem þarf að verða með skjótum hætti úti landsbyggðinni.
Bifröst sem háskólasetur fyrir háskólann í Reykjavík gæti veið hugmynd sem vert væri að ígrunda? Ekki óraunhæft að framangreindar hugmyndir um háskóamenntun úti á landi gæti orðið að veruleika á fimm árum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.9.2007 kl. 17:46 | Slóð | Facebook