Að kaupa sér þingsæti á Akureyri - ekki mútur!?

Heyrði ekki betur í fréttum í morgun en framsóknarmaður á Akureyri ætlaði að bjóða sig falan fyrir tvær milljónir, fyrir öruggt sæti hjá Framsókn um helgina. “Ekki mútur,”sagði hann, “er að berjast fyrir heildina,” þ.e. á Akureyri. Hér er sleginn nýr tónn í kosningabaráttuna, að bjóða sig til sölu ef viðkonandi fær öruggt sæti.  

Er ekki nóg fyrir Akureyri að hafa Valgerði efsta fyrir norðan? Hefur sýnt sig hjá prófkjörum annarra flokka að fjölmennustu kjarnarnir hafa fengið öruggu sætin.

 Norðausturkjördæmi er stórt kjördæmi. Vonandi verður þetta sölutilboð/mútur til þess að aðrir hlutar kjördæmisins taki sig saman og kjósi öruggt fólk fyrir dreifbýlið. “Sölutilboðið” verður án efa vatn á myllu andstæðinganna  í komandi kosningum ef svona “mútustarfsemi” fær að þrífast í prófkjöri Framsóknar í Norðaustukjördæmi. 

Erfitt er að hugsa sér að umrætt sölutilboð verði til að auka fylgið þegar á heildina er litið. 

Á flokkurinn ekki nógu erfitt uppdráttar hvað varðar fylgi?


Spilakassar reknir samkvæmt lögum - en ekki samkvæmt orðanna hljóðan í reynd?

Mikill þrýstingur er að hálfu talsmanna “spilakassavítanna” að  ná fram leyfi til að reka spilavíti í Mjóddinni. Fostjóri Happdrættis HÍ kom fram á Stöd 2 í gærkveldi þar sem hann sagðist ekki bera ábyrgð á staðsetningu kassanna. Spyrillinn spurði hann þá hvort stjórn háskólans veitti ekki leyfi samkvæmt lögum. Framkæmdastjórinn viðurkenndi  að háskólinn bæri ábyrgð samkvæmt orðanna hljóðan í lögum en ekki í reynd; þvoði hendur sínar fyrir framan alþjóð.

Erfitt fyrir ólögfróðann að skilja. Virðist í umræddu tilfelli vera sitthvað lög og réttlæti; að ekki sé nú minnst á siðferðileg sjónarmið. Í fréttaskýringu Mbl. í dag kemur m.a. fram að Reykjavíkurborg hafi orðið að greiða viðkomandi aðilum “spilakassavítanna” umtalsverðar upphæðir vegna úrskurðar kærunefndar skipulags- og byggingarmála Reykjavíkurborgar vegna synjunar um spilakassa.

Borgarstjórinn virðist standa illa að vígi samkvæmt framangreindu, sem að mati undirritaðrar er að reyna að verja rétt  íbúa borgarinnar til að ákveða hvort þeir vilja spilakassa, sem teljast má til almannaheilla. Virðist þurfa skýrari lög til að fylgja eftir samþykkt borgarstjórnar til að borgin þurfi ekki að greiða umræddum aðilum stórfé í skaðabætur fyrir að hafa bannað spilakassana auk þessa að verða að gefa umrætt leyfi.  

Þá kemur einning fram í Mbl að spilafíkn er vaxandi vandamál. Eru engin lög sem kveða á um að ekki megi hafa fé út úr fólki með vafasömum hætti? Ekki mega læknar gefa lyf sem valda fólki skaða eða dauða.  Undirritaðri er ekki kunnugt um að það sér viðvörun í spilavítunum þar sem greint er frá að spilakassar geti valdið spilafíkn og jafnvel sjálfsvígum. Nú er rétti tíminn til að setja mörkin um fjölda spilakassa; ekki sé siðferðilega rétt  að ganga framhjá vilja almennings í svo alvarlegum vanda sem spilavítin valda.


Borgarstjórinn í Reykjavík - með góðan stjórnunarstíl.

Fróðlegt var að hlusta á minnihluta borgarstjórnar í Silfri Egils finna að stjórnunarstíl núverandi borgarstjóra. Valdið væri svo ólýðræðislegt, borgarstjórinn væri með alla þræði í höndum sér og lýðræðið takmarkað.

Ekki vantaði nú umræðurnar hjá R-listanum sáluga. Dagur B. Eggertsson var alltaf í umræðum og málin í skoðun. Fékk mikið rúm í fjömiðlum með sískoðun á borgarmálunum. Það má nefna flugvallarmálið, ýmis skipulagsmál o.s.frv. Alltaf voru málin í "lýðræðislegum farvegi," aldrei kom neitt út úr skoðuninni, skógurinn sást ekki fyrir trjánum.

Auðvitað þurfa borgarmál að fá umfjöllun frá sem flestum sjónarhornum þannig fæst oft besta úrlausnin. Það er samt óhjákvæmilegt að taka ákvörðun og hún verður sjaldan þannig að allir séu alveg sammála.

Undirritaðri finnnst það góður stjórnunarstíll hjá núverandi borgarstjóra að vilja hafa yfirsýn yfir borgamálin. Þá getur hann frekar tekið betri ákvörðun sem flestir geta sætt sig við.

Versta niðurstaðan er engin niðurstaða eins og alloft átti sér stað hjá R-listanum.

 


Utanríkisráðherra: "Evran ekki ESB"

Utanríkisráðherra ræddi um stöðu Íslands  gagnvart   ESB í morgun hjá RUV  og benti réttilega á að ekki væri nein samstaða hér á landi um inngöngu. Aftur á móti taldi hún að Ísland gæti hugsanlega staðið utan bandalagsins en tekið upp evruna, taldi það ekki fullreynt.

Það kveður við annan tón hjá Valgerði en fyrirennara hennar Halldóri, sem lýsti því yfir svona í kveðjuskyni fyrir skömmu að við ættum engan annan kost en að ganga í ESB. Undarleg yfirlýsing af hálfu Halldórs í ljósi þess sem Valgerður hafði að segja.

Helstu valdamenn Framsókanr  hafa alltaf viljað ganga í ESB og Halldór verið talsmaður þeirra. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er undantekning enda verið ýtt við honum, fékk ekki einu sinni að taka formannsstöðuna meðan beðið var eftir kosningu formanns eins og kunnugt er.

Innganga í ESB er þverpólitískt mál hér á landi þótt bæði Halldór Ásgrímsson og  Ingibjörg Sólrún  hafi inngöngu  að markmiðum sínum fyrir hönd sinna flokka. Hvað Halldór varðar þá er hann hættur en stefan hans í Evrópumálunum hefur áreiðanlega valdið minnkandi fylgi Framsóknar. Virðist vera að þeir sem ekki fylgja ESB á þeim bæ megi fara sína leið.

Fróðlegt verður að sjá hvernig Jón Sigurðsson spilar úr stöðunni. Enn sem komið er hefur hann verið varfærinn í umræðunni um ESB. Hvað varðar formann Samfylgingarinnar þá er flokkur hennar ekki á neinni stórsiglingu. Að mati undirritaðrar er þó sama staðan hjá Samfylgingunni og Framsókn að Ísland skal í ESB hvað sem það kostar.


- Betri kjör eldri borgara eftir kosningar!

Það var vel til fundið að Stöd 2 veitti eldri borgurum sviðsljósið  með sérframboð sitt í gærkveldi. Kröfur eldri borgar verða sífellt hærri og verður ekki fram hjá þeim litið í framtíðinni. Undirrituð þekkti konu fyrir nokkrum árum sem fékk kr. 12.000 pr. mánuð í lífeyrisjóðsgreiðslur eftir skatta. Þegar hún lenti á sjúkrahúsi ætlaði viðkomandi stofnun að taka þessar krónur af henni auk ellilífeyris en fékk mótstöðu og af því varð ekki. Getur ríkisvaldið sýnt meiri lítilsviðringu sjúkri konu sem lagt hafði sitt af mörkum til þjófélagsins?

Margir eldri borgarar hafa ágæt kjör og verður vandratað meðalhófið ef kjörin verða bætt frekar. Kjarabætrurnar snúast um þá sem sjúkir eru, búa einir eða hafa litlar sem engar lífeyrissjóðsgreiðslur. Þá er það nánast mannréttindabrot að skerða svo laun vinnufærra eldri borgara að þeir geta ekki unnið þótt þeir gætu eða vildu. 

Þjóðfélagið hefur vel efni á að bæta kjör þeirra sem verst eru settir; ef það ætlar að standa undir því að vera velferðarþjóðfélag fyrir alla.Kröfur eldri borgara nú eru aðeins toppurinn á ísjakanum á því sem koma skal í framtíðinni. Eldri borgar verða sífellt heilslubetri og meðvitaðri um kjör sín.Núverandi ríkisstjórn hefur bætt kjör eldri borgar nú fyrir kosningar en ekki nægilega. Þótt undirrituð telji sérframboð ekki vænlegt fyrir aldraða er það engu að síður neyðarúrræði þegar annað þrýtur. Enginn flokkur hefur betri aðstæður  að lofa betri kjörum fyrir kosningar til  þeirra sem verst hafa kjörin og  standa við þau eftir kosningar en Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er er stærsti flokkurinn og telur undirrituð sterkar líkur til að hann muni leiða næstu ríkisstjórn eftir kosningar.

Landsbjörg - meiri hugsjónir og eldmóður -

Fram hefur komið gagnrýni bæði hér í blogginu og fjölmiðlum að flugeldsala eigi  að vera eingöngu á vegum Landsbjargar vegna þess hún sé hjálparsamtök. Undirrituð þekkti vel starfsemi Slysavarnafélags Íslands (sáluga) á dögum Hannesar Hafstein þáverandi framkvæmdastjóra. Hann ferðaðist óþreytandi um landið af eldmóði til eflingar og fræðslu slysavaranafélaginu. Var svo lánsöm að sitja hjá honum námskeið um meðferð brunasára og bjargaði  það syni hennar frá því að hljóta varanlegana skaða af bruna.

Ekki skal dregið úr fjárþörf eða eigingjörnu starfi í þágu björgunarstarfa. Þó er ekki ástæði til að Landsbjörg fengi einkarétt á flugeldasölu. Að flugeldasalan verði fastar tekjur fyrir hana.Meðan Landsbjörg byggir starfsemina á frjálsu framlagi frá  einstaklingum og fyrirtækjum geta hún ekki krafist einkaréttar á flugeldasölu frekar en annarri sölu. Það er á skjön við hugsjónina og getur dregið almennt úr framtaki og áhuga til að gefa og vinna fyrir Landsbjörgu eins og til var stofnað í upphafi.Nú er öldin önnur í slysavörnum, félagið komið með nýtt nafn, nýtt merki; ekkert mátti standa eftir um það sem eldri kynslóðir höfðu skapað og  lagt í sölurnar. Veit að mörgum sárnaði umrædd  rótarslit, sem voru óþörf að mati undirritaðrar þótt sameining væri af hinu góða. Hugsjónir og eldmóður eiga nú sem fyrr að vera drifkraftur í björgunarstarfsemi og fjáröflun Landsbjargar. Að mati undirritaðar hefur núverandi stjórn Landsbjargar fjarlægst of mikið þessi markmið.

Takk fyrir Stöð 2, - Björgvin, synfónían og söngfólk !

Frábærir tónleikar í kvöld hjá Stöð 2, fór saman  klassík hljómsveit, íslensk dægurlagamenning og léttir strengir  sem hæfa nýárskveldi. Það létti lundina og undirrituð tók aftur gleði sína eftir hræðilega skaupið hjá RUV í gærkveldi. Er samt mjög hlynnt ríkisútvarpinu og telur að það eigi tilverurétt innan þeirra marka að vera ekki hafið yfir gagrýni.Ríkisútvarpið hefur frá upphafi slegið á þjóðlegar nótur um áramót. Fyrrverandi útvarpsstjóri var t.d með  þjóðlegt prógramm bæði í fyrra og hittifyrra. Þar sem farið var út á landsbyggðina og listafólk þaðan kom fram í sinni heimabyggð. Hefði mátt halda áfram á þeim nótum. Alltaf hefur útvarpsstjóri haldið ávarp um áramót, nokkur vel valin orð sem falla að áramótum. Nú bregður svo við að ríkisútvarpið hendir fyrir borð öllum hefðum, aðeins lítilfjörleg kveðja frá útvarpsstjóra þar sem hann þakkar fólki fyrir vinsældir samkvæmt skoðanakönnun. Ekki fylgdi sögunni hvers konar skoðanakönnun. Voru allir aldurshópar  spurðir,  hvað tóku margir þátt, voru margir sem ekki vildu svara?Með allri virðingu fyrir Frostrósum þá hefði þeir tónleikar átt betur heima í annan tíma.

Íþróttamaður ársins 2006

Undirrituð horfði með mikilli athygli á þáttinn, íþróttamann ársins í gærkvöldi. Myndbandið sem kynnti tíu efsta afreksfólkið sýndi afrekin í hnotskurn á skemmtilega hátt. Taldi þá að Sif Pálsdóttir, fimleikakona yrði fyrir valinu.

Fannst það mesta afrekið en hafði bara þessa viðmiðun frá áðurnefndu myndbandi af afreksfólkinu.

Veit  ekki eftir hvaða reglum íþróttfréttaritarar fara. Guðjón Valur er frábær og óskar undirrituð honun til hamingju með titilinn. Samt fannst undirritaðri þetta afrek Sifjar vera afrekið á árinu samkæmt sinni upplifun.

Sif var ekki einu sinni ein af þremur efstu.

 "Pældu í því" eins og unga fólkið segir stundum."


Spilakassar um allan bæ/landið ekki vænlegur kostur.

Norðmenn eiga nýlegar rannsóknir um fjárhættuspil, sem geta verið vegvísir fyrir okkur hér á landi.

Þegar áróður fyrir frelsi í peningaspili hefst, er útgangspunkturinn og sterkustu rökin – “peningaspil er góð aðferð til söfnunar fyrir góðgerðarstarfsemi.” 

Norðmenn hafa leyft of mikið frelsi spilakassa í búðum og verslunamiðstöðvum, sem hafa þróast í “lítil spilavíti.”  Frá árunum 1990 til 1999 jókst umfang spilakassa í Noregi um 4600 prósent, umfangið varð 47-falt.

Síðustu ár hafa Norðmenn leyft Norsk tipping, Rikstoto og privat selskap peningaspil á internetinu.

Nýjasta frelsi Norðmanna er fjárhættuspil í farsíma. Eftir hringingu úr farsíma fyrir kr.20n. kemur útdrátturinn eftir 20 sekúndur. Hægt er að tapa kr.4000n.,ca.45 þús.kr.ísl pr.klst.Enginn lokunartími – netið og síminn alltaf opin. Nógir lánardrottnar til staðar með “góða handrukkara." Umfang spilakassa í Noregi er 38% af peningaspili. Þar af hafa 85% orðið spilafíklar. Hestaveðhlaup,Oddesen og fotbaltipping eru  21% af peningaspili. Þar af hafa  45% orðið  spilafíkn að bráð.

 

Í USA virðist frelsi í “spilaiðnaðinum” fara dvínandi. Aðal lögmaður þeirra hefur gefið út aðvaranir. Annars muni yfirvöld banna  spilabransann.  Lærum af sögunni og reynslu annarra þjóða, leyfum ekki spilakassa – og áfengi í verslunarmiðstöðvum og sjoppum.

 

Fjáhættuspil þrífst á mannlegum veikleika, tekur oftast meira frá þeim fátæku, hið opinbera verður fyrir auknum útgjöldum vegna meðferðar og félagslegrar aðstoðar spilafíkla og fjölskyldna þeirra. 

Vegna þagnargildis er ekki er sagt frá fjölskylduharmleikjum og sjálfsmorðum spilafíkla.

 

Ekki gott að lenda í svipuðum aðstæðum og norðmenn með spilakassana. Góðra gjalda vert að háskólinn afli sér tekna. Spilakassar um allan bæ/landið eru ekki vænlegur kostur fyrir samfélagið. Háskólinn hefur nú þegar nægilegar tekjur af happdrætti.

- Hér er vandratað meðalhófið -


Ísland og Evrópubandalagið - örþjóð langt norður í hafi -

  Innganga  Íslands í Evrópubandalgið felur í sér atriði sem vert er að íhuga: Viljum við hverfa í “glóbalþjóðarhafið,” láta öðrum þjóðum eftir auðlindir okkar og menninu? Eða  viljum við varðveita þjóðareinkennin okkar, vera  þjóð í þessu landi, varðveita landbúnað, sjávarútveg og aðrar auðlindir þótt það kosti fórnir?

Í þúsund ár hefur þjóðin þraukað af hungur og náttúruhamfarir í þessu kalda landi,  lifði á því sem landið gat gefið, varð að ganga á landgæðin til þess að lifa af sem þjóð. Nú erum við þess megnug að skila landinu aftur eyðingu þess, þakka uppfóstrið með  uppgræðslu,  að varðveita auðlindir þess handa komandi kynslóðum. Varðveita það með því að vera áfram þjóð í þessu landi.

Sagan  greinir frá útrás manna frá Íslandi sér til menntunar og þroska sem  þeir færðu  þjóðinni aftur heim til framfara. Menningararfur okkar skilaði einnig merkum arfi til baka; áttum sagnaritara og skáld á heimsmælikvarða þeirra tíma. Stórstígastar urðu framfarir þjóðarinna þegar útgerð kom til sögunnar. Nú býr velmenntuð kynslóð í landinu, útrás og tækniframfarir  aldrei verið meiri. Fjármálafyrirtæki, listamenn og íþróttafólk skipa sér í fremstu raðir í heiminum.

Nútíminn á velgegni sína  að þakka landinu og gjöfulum fiskimiðum, eljusemi liðinna kynslóða sem þraukaðu af alla erfiðleika. Kjölfesta okkar hlýtur enn að felast í landsins gæðum; sterkum landbúnaði og sjávarútvegi. Að fullnægja frumþörfum svo sem í mat og drykk verða ekki betur tryggð en að það sé framleitt í landinum sjálfu. Að fá nauðþurftir sínar af smjörfjallinu í Evrópu er ekki trygging til framtíðar. Ekkert sem bendir til að það yrði ódýrara þegar litið er til langs tíma.

Örþjóð norður í Atlanshafi hefur takmarkaða hagsmuni af inngöngu í Evrópubandalagið.  Hún yrði að að eftirláta skrifræðinu í Brussel fiskimiðin til yfirráða, landbúnaður yrði rústaður til frambúðar.Ekki virðist samstaða meðal núverandi þjóða ESB í raun. Skrifræðið í Brussel telur sig ekki þurfa stuðning almennings heldur vill koma á samstöðu með “handafli” m.a evruna sem sameiginlega mynt.

Að lokum vill undirrituð gera orð Illuga Gunnarssonar í Fréttablaðinu 26. nóv.s.l að lokaorðum:

“En vandinn er sá að þjóðir Evrópu eru ólíkar innbyrðis og það virðist sem svo að almenningur í Evrópu líti fyrst á sig sem Frakka, Ítali, Þjóðverja, Englendinga o.s.frv. löngu áður en kemur að einhvers konar sameiginlegri evrópskri sjálfsmynd. Þetta kom skýrt fram nú á dögunum þegar Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrárhugmyndir ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum. En sameiginleg evrópsk sjálfsmynd er forsenda þess að hægt sé að tala um evrópskt lýðræði sem væri grunnur þess að færa aukið vald til Brussel. Sameiginleg evrópsk sjálfsmynd þýðir meðal annars að það sé eitthvert bindiefni sem gerir íbúum Evrópu mögulegt að ræða saman út fyrir eigin landamæri, gerir þeim kleift að komast að sameiginlegri niðurstöðu í kosningum sem taka til allra þegna álfunnar.

Það virðist sem svo að þetta bindiefni sé til staðar hjá stórum hópi evrópskra stjórnmálamanna en því miður fyrir samrunahugmyndir þeirra þá virðist það bindiefni ekki ná til almennings. Aukið valdaframsal til Brussel án þess að til þess séu lýðræðislegar forsendur mun aldrei ganga upp. Þessi staðreynd stangast augljóslega á við þarfir evrunnar.”

   

Í ljósi þess að EES samningurinn þjónar hagsmunum okkar vel er ástæða fyrir okkur Íslendinga að bíða rólegir og sjá hver þróun mála verður í ESB á næsta áratug eða svo.”

                     
                   

Góðar jólamessur.

Útvarpssmessan í Brautarholti hjá sr. Gunnari Kristjánssyni í dag  var  falleg og látlaus, hægt að heyra sönginn fyrir orgelinu. Sama má segja um sjónvarpið. Góð messa hjá herra Karli í gærkveldi.  Fallegast var lagið sem kórinn söng án undirleiks. Orgelið yfirgnæfði samt aldrei sönginn eins og stundum er með pípuorgel.

Að mínu mati er messusöngur fallegastur án hljóðfæris. Hef aldrei þorað að setja þá skoðun mína á prent en hvers vegna ekki? 

 Fór fyrir nokkrum árum  til jólamessu, að hlusta á aldinn prédikara sem er mér hjartfólginn. Tók ömmustúlkuna mína með til að hún gæti líkað kynnst þessum góða prédikara, varð hún þar með fjórða kynslóðin sem átti þess kost að kynnast honum.Prédikarinn brást ekki en söngurinn heyrðist ekki fyrir pípuorgelinu. Mér fannst eins og höfuðið ætlaði að springa, tónarnir voru svo sterkir. Hugsaði með mér að tóneyra mitt væri bara svona lélegt, skammaðist mín óskaplega.

Bragð er að þá barnið finnur. Á heimleiðinni sagði barnið: “Amma,  ég heyrði ekki sönginn það var svo mikill hávaði í orgelinu, mér líður bara illa.” Mér finnst gaman af orgeltónlist, pípuorgelið á vel  við á tónleikum og svoleiðis. Hentar ekki eins vel í messu þar sem tilbeiðsla og lofgjörð nýtur sín best í mannsröddinni þegar sungið er af innlifun og tilbeiðslu.


Gleðilega jólahátíð ágætu bloggarar - jólin eru ljósið í myrkrinu -

Nú styttist í hátíðina senn verður heilagt kl. sex eins sagt er. Allt hljóðnar og kyrrð færist yfir. Þá koma minningar upp í hugann hjá mörgum.  Mér verður hugsað til bernskujóla minna í sveit. Er svo heppinn að eiga minningar sem gott  er að hverfa til. Mín fyrstu bernskujól sem ég man eftir eru aftur í þann tíma þegar ekki var rafmagn Þeim tíma fylgdi oft myrkfælni, sem ég fór ekki varhluta af. Þorði ekki um hús að ganga eftir að myrkva tók nema hafa ljós í hendi.

Eitt kvöld var undantekning. Það var aðfangadagskvöld, þá var ég örugg, fannst að ekkert illt gæti verið á sveimi meðan Jesúbarnið væri gestur.  

Jólaundirbúningur fór fram á heimilinu, allur bakstur og hreingerning, sem alltaf fylgdi mikil stemming. Allt varð að vera  hreint og fágað. Mitt hlutverk var að fægja lampana og þótti mikið vandaverk. Á mannmörgu heimili var ekki gefið að allri ættu til skiptanna í rúmið. Það kom ekki að sök því hinn svokallaði fátækraþerrir eins og það var kallað kom alltaf á Þorláksmessu til að þurrka þvottin. Heilaxs heilagur Þorlákur þótti ekki bregðast.Undirbúningi lauk þegar hangiketið var soðið á Þorláksmessu. 

Kl. sex á aðfangadagskvöld settust allir hreinir og prúðbúnir að jólaborðinu þar sem bæði rjúpur og hangiket voru á boðstólanum. Ekki voru jólagjafir margbrotnar, kerti og spil fastir liðir, ein bók á mann ef hægt var og þótti mikil stógjöf. Tilhlökkun jólanna  samt engu minni en nú. Við áttum sannarlega gleðileg jól.


Þorláksmessa á vetur - skötuveisla hefur samfélagslegt gildi.

Þorláksmessa á vetur  er í dag, dánardegi  Þorláks helga  Þórhallssonars Skálholtsbiskups. Þá var hangiketið soðið til jólanna á Þorláksmessu og smakkað lítillega. Almennara var að neyta fismetis,  borða skötu eða harðfisk. Kann að hafa verið hversdagsmatur í þá daga fyrir jólahátíðina, verið leifar af af katólskri jólaföstu  eða sérstakri Þorláksmessuföstu, segir Árni Björnsson í Sögu Daganna.  

 Vestfirðinar héldu tryggð við kæsta skötu og hefur sá siður breiðst út í landinu einkum á höfuðborgarsvæðinu.  Má segja að skötuátið núorðið hafi samfélagslegt gildi, fjölskyldur og fyrirtæki stofna til skötuveislu á Þorláksmessu. 

Þorlákur helgi biskuð var vinsæll af alþýðu manna. Taldi Eysteinn erkibiskup á víglsudegi Þorláks, hann hafa alla mannkosti er prýða átti biskup  samkvæmt Páli postula: “ ... mildur og máldjarfur, ástsamur viður alþýðu en ávítasamur við órækna,” og má það sjá að það er heilags manns að vera með þeim hætti. Spá Eysteins erkibiskups rættist. Þorlákur biskup varð helgur maður (Biskupasögur). 

Skálholt var höfuðstaður í þá daga, kirkjan aðal stjórnkerfið og samfélagshjálpin.  Þorlákur  biskup góðgjarn við  þurfandi enda  ástsæll af alþýðu manna þótt hann væri stjórnsamur og strangur um siðsemi ekki síst við höfðingja á þeim tíma.

Þóttu áheit til  Þorláks helga,  að honum látnum, lækna bæði menn og skepnur og alla óáran. Varð hann helgur maður eftir dauða sinn.  Kemur ef til vill nútímanum ókunnlega fyrir sjónir.

Víst er um það að minning Þorláks helga lifir  með þjóðinni í skötuveislum hennar og vísar til ástsemi hans  við alþýðu manna eins og áður var nefnt.

Stjórnmálamenn og stjórnendur mættu vel taka Þolák helga sér til fyrirmyndar í velferðarmálum nútímans.

Gleðileg jól


Hlýhugur og vinsemd eru besta jólagjöfin.

Nú er jólasöfnun handa þeim sem minna mega sín að ná hámarki, við keppumst við að greiða gíróseðla og pakka niður fötum handa fátækum erlendis. Oftar en ekki er um fólk að ræða sem hefur varla vatn að drekka eða fæði og klæði til næsta dags, fársjúkt og húsnæðislaust.

Það að hjálpa þeim sem minna mega sín, hálpa náunga sínum vegna þess að okkur langar til að gefa er hið rétta hugarfar aðventunnar. Þannig undirbúum við komu Frelsarans og verðum betri  samfélagsþegnar.

Mörg okkar eiga vini og vandamenn sem eru sorgmæddir vegna ástvinamissis, þurfa uppörvun og samúð. Við getum gefið þeim styrk með því að láta þau finna, að við berum umhyggju fyrir þeim, hugsum hlýtt til þeirra, það er besta gjöfin.

Að sýna öðrum hlýhug og vinsemd færir frið  og kærleika inn í hug okkar,  á heimili okkar og vinnustað. Börnin eru næm fyrir hugarástandi okkar. Ef þau finna kærleiksþel okkar líður þeim  vel og hin sanna helgi jólnna  umvefur þau, verður þeim minnistæðri jólaminning en gjafirnar  síðar á lífsleiðinni.

Jólagjafir eru góðra gjalda verðar en að vera saman, eiga samfélg hvert við annað í kærleika og vinsemd, færir okkur sönnustu gleðina. Vísar okku réttu leiðina áfram til lífsins í samfélaginu þótt jólin sér liðin.


Umfjöllun fjölmiðla - og fjölskyldur þeirra sem verða fyrir gagnrýni.

Fram kom í sjónvarpinu í kvöld þar sem haft var eftir Óskari Bergssyni varðandi setu hans báðu megin við borðið hjá borginni, að fjölskylda hans hefði hlotið skaða af umfjöllun fjölmiðla. Það sama kom fram í  sambandi við Guðmund Jónsson í Byrginu í gær. Hvað varðar Kompás þá var rækilega auglýst að þátturinn væri ekki fyrir viðkvæma eða börn. Nánasta fjölskylda okkar er auðvitað persónlega mjög viðkvæm fyrir ef við verðum fyrir gagnrýni. Engu að síður er það óhjákvæmilegt, að þeir sem gegna opinberum störfum, verði fyrir gagnrýni í fjölmiðlum.  

Með fjömiðlatækninni bæði í myndum og máli er gagnrýnin enn sterkari en áður var  og vandasamara að koma henni til skila með siðgæði og réttlæti að leiðarljósi.

  Það liggur við að réttlætið skarist stundum. Fjölskyldum þeirra sem hugsanlega  verða fyrir gagnrýni þarf að upplýsa vel, þegar þeirra nánasti er í þeirri stöðu að verða fyrir gagrýni, sem  getur verið særandi  eða jafnvel  ósönn. Þar gætu skólar komið að miklu liði þegar slikt mál kemur upp.   Umræddur vandi fjölmiðla þegar svona vandasöm mál koma upp er mikill. Samt eiga þeir að fjalla á gagnrýnin hátt um menn og málefni. Augljóslega þarf að setja reglur um svona aðstæður á  Alþingi í sambandi við væntanleg fjölmiðlalög.  Siðferilega hliðin verður ekki sett með lögum. Dómur götunnar hefur fellt sinn dóm í máli mannsins fyrir vestan, sem sakaður var um kynferðisbrot og  tók líf sitt. Um það mál var fjallað í æsifréttastíl. Viðkomandi blað varð að leggja  upp laupana eins og kunnugt er. Vandi fjölmiðla er að  rata gullna meðalveginn; aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Byrgið í vondum málum- vantar allt innra og ytra eftirlit-

 

Það eru hörmulegar fréttir frá  Byrginu, sem margir hafa haldið að væri  fyrirmynd í meðferð og umhyggju fyrir vímuefnaneytendum. Virðist vera einna  líkast sértrúarsöfnuðum í Bandaríkjunum, sem birtast þar í ýmsum myndum. Stundum eru þessir söfnuðir með Guðsorð á vörum, sem þeir misnota á hryllilegan hátt og á ekki skylt við orð  Krists að neinu leyti.

Með því að beita sálfræðilegri aðferð er t.d hægt að innprenta fólki ekki síst ungu fólki  og eiturlyfjaneytendum (öllum mönnum) ýmsar ranghugmyndir. Undirmeðvitund okkar er afar viðkvæm og hefur oft verið misnotuð á ýmsan hátt með innrætingu í gegnum tíðina.

Byrgið viðist ekki hafa þurft að gera grein fyrir rekstri sínum. Hvað er eiginlega í gangi er eftirlit með rekstri þeirra stofnana sem þiggja af ríkinu ábótavant yfirleitt?

Það sem verra er, að lítið eða ekkert innra eftirlit viðist vera með meðferðinni, fyrrverandi landlæknir hefur þó haft umsjón með stofnuninn.

 Hér er risastór pottur brotinn í starfseminni. Það vantar alla faglega ráðgjöf, einn maður hefur greinilega haft  starfsemina í hendi ef rétt reynist. Ef til vill vantar svona starfsemi betri lagaramma til að fara eftir.

Undirritið kynnti sér starfsemi í Hlaðgerðarkoti (meðferðastofnun Samhjálpar) fyrir nokkrum árum. Þar var trúarleg leiðsögn byggð á kristinni trú þar sem bæn til Jesú Krists var grunnatriði. Þangað kom fólk af spítala sem hafði  fengið meðferðarúrræði og vildi styrkja sig með trúarlegri leiðsögn, að eigin vali. Samstarf  er á milli allra fagaðila og þeirra sem eru trúarleiðtogar.

Undirrituð telur þessa stofnun til fyrirmyndar,vera á trúarlegum grunni, sem útilokar ekki faglega ráðfjöf lækna og  sálfræðinga. Það sem undirritaðri fannst vera erfitt í Hlaðgerðarkoti var bágur fjárhagur sem var stofnuninni fjötur um fót.

Tæplega er hægt að ásaka Kompás fyrir sína umfjöllun. Hvernig á eiginlega að upplýsa svona mál, þegar allt eftirlit með Byrginu virðist vera ábótavant? Vonandi kemur stjórn byrgisins í leitirnar?

Auðvitað eiga fjölskyldur þeirra manna, sem verða fyrir alvarlegum ákærum  um sárt að binda. Án efa erfitt sorgarferli framundan hjá þeim fjölskyldum sem nú eiga hlut að máli, sem vonandi verður hugað að í framhaldinu. Undirritaðri finnst að Kompás eiga að hafa forgöngu um að svo verði gert.

 


Framsókanarflokkurinn níutíu ára - stjórnmálaskýring úr grasrótinni.

 

Vegna níutíu ára afmælis Framsóknar ætlar undirrituð að leitast við að senda flokknum stjórnmálaskýringu úr grasrótinni. Ef það mætti verða til honum hjálpar í baráttunni fyrir lífi sínu í stjórnmálum. Svo undarlega vill til að undirrituð hefur þann feril að hafa tekið ötullega þátt í stuðningi tveggja merkra framsóknarmanna, Halldórs E. Sigurðsonar í Borgarnesi og Halldórs Ásgrímssonar á Austurlandi. Var í forystusveit framsóknar á sínu svæði á Hvanneyri um árabil. Halldór E. Sigurðsson vann mjög vel að málefnum þáverandi bændaskóla til eflingar íslennskri bændastétt og átti mikinn stuðning okkar sem þá vorum á Hvanneyri. 

Síðan lá leiðin í heimabyggð á Fljótsdalshéraði. Þar var þá að hefja feril sinn ungur og duglegur maður sem þingmannsefni Framsókanrflokksins. Þar vann undirrituð ötullega að framboði Halldórs. Fjölskylda undirritaðrar er ekki af “framsóknarætt” en okkur fannst að þarna kæmi maður sem væri öðruvísi og betri. Með frjálslega og nýja sýn á menn og málefni.

 Síðnan skyldu leiðir og undirrituð hefur ekki starfað í flokknum í mörg ár. Nú gerðust  þau stórtíðindi að Halldór hættir afskiptum af stjórnmálum.Í tilefni þessara breytinga hélt hann kveðjufundi víða um land m.a. í fyrrverandi kjördæmi sínu og bauð til fundar útvöldum framsóknarmönnum. Hefur undirrituð sannfrétt að margir sem studdu hann þar voru ekki boðnir og sátu sárir eftir. Ekki voru nærri allir stuðningsmenn Halldórs skráðir flokksmenn, hann hafði mikið persónufylgi, sem honum hlaut að vera kunnugt um. Hefði Halldór ekki  bara átt að hafi opinn kveðjufund? 

Enginn flokkur hefur orðið fyrir eins miklu tapi og Framsóknarflokkurinn vegna fólksflutninga hingað á höfuðborgarsvæðið. Framsóknarflokkurinn hafði sínar rætur fyrst og fremst í bændasamfélaginu, sem nú er orðið fámennt miðað við það sem áður var. Framsóknarflokkurinn hefur treyst of mikið á, að ná til kjósenda sinna í gegnum fjölmiðla og gleymt gömlu aðferðinni, að hitta menn að máli, sem hefði verið nauðsynlegt þegar fylgi hans hefur horfið  í stórum hópum aðallega hingað á höfuðborgasvæðið síðustu áratugi  

Sterkasti fulltrúi bænda/dreifbýlisins nú er Guðni Ágústsson. Það verður víst  sótt hart að honum samkvæmt nýjustu fréttum. Guðni er afar vinsæll sem þingmaður og langt út fyrir flokkinn. Nái hann ekki kosningu styttist í andlátið hjá Framsókn.

 Kynni undirritaðarar af framsókn næst  urðu síðan hér í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi í vor. Forystumenn flokksins komu á vinnustaðinn og gáfu undirritaðri blöðru, með XB og báðu um stuðning. Undirritaðri varð á að spyrja hvaða stefnumál  þeir hefðu á oddinum en þeir höfðu þau ekki meðferðis, varð fátt um  kveðjur.

 Undirrituð hafði aftur móti fengið senda stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins þar sem velferðarmálin voru á oddinum og bréf frá Gunnari bæjarstjóra að auki.Var síðan boðin í grillveislu og gefin grænn fórbolti í kveðjuskyni. Það gefur að skilja að bæjarstjórinn fékk atkvæði undirritaðrar, enda var  græni fótboltinn svo undur fallegur.

Þótt framsókn hafi misst foringja sinn í Kópvogi á kjörtímabilinu er það er ekki nægileg skýring á tapi flokksins í bæjarstjórnakosningunum.  

Að framsögðu óskar undirrituð sínum gamla kennara í Samvinnuskólanum, Jóni Sigurðssyni velfarnaðar, til hamingju með formanninnn og níutíu ára afmælið. Ráðleggur honum eindregið að halda opnar afmælisveislur þegar hann fer um landið svo allir velunnarar flokksins geti komið óháð flokksskírteini. Þegar allt kemur til alls er það grasrótin sem ræður því hvaða fylgi kemur upp úr kjörkössunum í vor. 

 


Framboð eldri borgara eða sanngjarnar úrlausnir?

Trúverðug skrif Torbens Friðrikssonar eru athyglisverð um tilfærslur  í gegnum skattakerfið frá lífeyrissjóði gegnum TR, lífeyrisþegum til hagsbóta, fyrir eldri borgara er athyglisverð. Það viðrist vera reiknistokkur þarna í TR sem vill nota sjóðinn eitthvað annað? Þótt þurfi að ávaxta sjóðina svo þeir rýrni ekki þá eiga eldri borgar rétt á sínu.Kröfru eldri borgara um rétt sinn til mannsæmandi lífeyris verða sífellt hærri og  ekki þaggaðar niður. Eðlileg getur þó talist að greiddir séu skattar af mótfframlagi í lífeyrisjóðina þar sem það á við en ekki krónu meira. Ef núverandi stjórnarflokkar geta bætt betur þar úr, er ekki eftir neinu að bíða. Eldri borgarar í Reykjavík íhuga að vinna (styrkja)  framboð, svo hart finnst þeim vegið að rétti sínum. Eldri borgarar utan Reykjavíkur munu án efa fylgjast vel með framvindunni.Spái því að ef ekki verðar gerðar frekari leiðréttingar fyrir eldri borgara þá muni afstaða þeirra eiga enn eftir að harðna í framtíðinni.Eldri borgarar láta ekki auveldlega slá ryki í augu sín og þess vegna  ætti að láta reyna á hugmyndir Torbens.

Forsetafrú á heimili sínu í London.

 

Að sjálfsögðu óskar undirrituð forsetafrúnni til haminju með titilinn, konu ársins.  Hef bara séð myndir af henni á heimili sínu í London. Sá myndirnar á stöð2. Engar aðrar myndir voru sýndar. Hvað með myndirnar af henni með börnum sem eiga um sárt að binda og hún lagði mikla áhersu á, eru þær ekki nógu merkilegar fyrir konu ársins? Eða myndir þar sem hún hefur sannarlega lagt sig fram um að vera íslendingur.

Efast um að forsetafrúnni sé greiði gerður með svona lélegri umfjöllum. Hún er þó að  mati undirritarar betri helmingurinn forsetans.


- Að velta sér upp úr fátækt.- tilgangurinn helgar ekki meðalið -

Mikil umræða hefur verið um fátækt í þjóðfélaginu undanfarna daga þar sem fátæk börn hafa verið í sviðsljósinu og er það vel.  Umræðan hefur samt of oft einkennst af því að verið  sé að velta sér upp úr fátækt frekar en að fram komi raunverulegar lausnir á vandanum. Rannsóknir hafa komið fram sem sýna fram á vandann félagsega.

 Með allri virðingu fyrir fræðilegri umfjöllun og ágætri niðurstöðu er nánast aldrei minnst á hvað er til ráða.Séhæfingin er svo mikil og ekki samstarf virðist vera með þeim sem hafa reiknikunnáttuna. 

Undantekning er Stefán Ólafsson, prófessor sem hefur sýnt fram á vandann bæði frá félagslegri hlið og haft góðan reiknistokk hvað varðar peningalegu hliðina.

Reiknistokkar stjórnvalda reyna yfirleitt að leysa vandann með því að reikna burt tekjur frá eldri borgurum og öryrkjum til að stoppa í görtn í kerfinu, hækka þar og lækka hér. 

Hvers vegna ekki að reikna út úrbætur og taka þær þar sem peningarnir eru?

Erfitt er að skilja, að ef eldri borgurum og öryrkjum tekst að ná í aukatekjur, þá sé þeim næstum öllum "lölega" stolið af þeim aftur. Greinilega góðir reiknistokkar í gangi. Umræddir aðilar sitja ekki einu sinni við sama borð og almennir skattgreiðendur. Gæti það ekki aukið hagvöxtinn ef umræddir aðilar ættu eitthvað meira heldur en fyrir saltinu í grautinn?Umræðan virðist oft blossa upp á kosningaárum og helst til að fella þá ríkistjórn sem er við völd. Tilgangurinn helgar ekki meðalið.

Fjölmiðlamaður  sagði um daginn: " Er ekki hluti af vanda fátækra barna vegna áfengissýki, spilafíknar og eiturlyfjafíknar, en ég þori nú varla að nefna það." Ekki var farið djúpt ofan í málið í það skiptið.

Undirrituð vill bæta við neyslufíkn sem á rót sína að rekja til banka og fyrirtækja. Bílasölur auglýsa bíla með "engri útborgun". Símafyritækin með símtölum sem kosta 0 kr. Bankarnir auglýsa lán sem nánast kosta ekki neitt, sem erfitt er að skilja við hvað er átt.

Svo lendir fólk í greiðsluerfiðleikum, á ekki fyrir lífsnauðsynjum.

Er það ekki lögbrot að villa um fyrir viðskiptavinum sínum?Núverandi stjórn hefur bætt kjör öryrkja og eldri borgara en ekki nægilega.Til þess að svo megi verða þá þarf mjög sterka pólitíska stjórn og að fjömiðlar taki undir alla viðleitni til að auka kjör fátækra barna, öryrkja og eldri borgara óháð hver er við völd.Stekustu einkenni samfélagsins í dag er græðgi, sem verður að reyna að hefta með lögum ef ekki vill betur til.     

 Ekki má setja neinar hömlur á efni í fjölmiðlum eða hvor réttar forsendur séu að baki því sem verið er að auglýsa.

Eins og menn muna stöðvaði forseti Ísland fjölmiðlalögin og sér ekki fyrir endann á afleiðingunum enn þann dag í dag.

Vonandi stöðvar hann ekki væntanleg fjölmiðlalög.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband