8.2.2007 | 15:30
"Ekki benda á mig."
Ekki verður undan því vikist fyrir félgasmálaráðherra að taka á málinu, fá aðra ráðherra eða alla ríkistjórnina til ákvarðanatöku. Dugir ekki lengur að segja: Ekki benda á mig."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook
7.2.2007 | 11:58
Þjóðfáninn er ekki gardína!
Frumvarp liggur fyrir Aþingi um að setja þjóðfánann inn í sal hins háa Alþingis, að fyrir því væri meirihluti. Guðmundur Hallvarðsson er einn af flutningsmönnum. Greindi hann frá því að Halldór Blöndal væri á móti og hefði greint frá því í béfi að hann vildi ekki að þjóðfáninn yrði "gardína" á Alþingi.
Fyrrverandi forseti sýnir mikinn hroka í afstöðu sinni. Þótt forseti Alþingis standi fyrir virðulegt embætti er eðlilegt að fáninn verði settur fyrir ofan forsetastólinn. Til að minna forsetann og þingmenn á með táknrænum hætti að lýræðið stendur ofar öllum embættum.
Þverpóltísk samstaða er á Alþingi um frumvarpið auk meirihluta.
Mörður Árnason kom einnig í ræðustól, lýsti yfir stuðningu sínum. Varð eiginlega fyrir vonbrigðum með málflutning hans, örstutt yfirlýsing ekkert meira. Það er mikil breyting stundum er hann svo óþolandi langorður á Alþingi að ekki tekur nokkru tali.
Mörður hefði getað talað svo sem í tíu mínútur og tekið á málinu með afgerandi hætti og skörungsskap. Ekki vantar hann mælskuna og orðaflauminn ef hann vill við hafa.
Þjóðfáninn er í hátíðasölum sumra skóla sem er til mikillar fyrirmyndar. Gott fyrir unga fólkið að sjá fánann meðhöndlaðan á táknrænan hátt. Undirrituð hefur séð þjóðfánann í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík og finnst það góður staður. Sýnir táknrænt þjóðfánann sem sameiningartákn fyrir þjóðina og að lýðræðið er rakið til kristinna gilda(krossinn). Ekki hefur orðið vart við annað en kirkjþing hafi látið sér vel líka að starfa með fánann innanborðs, sem þar hefur verið haldið í nokkur ár.
Óviðeigandi er að fyrrverandi forseti Alþingis leyfi sér að tala um þjóðfánann sem gardínu.
Áfram með smjörið Mörður Árnason!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook
6.2.2007 | 09:39
Kærleikur Krists - mannúðar stefna í uppeldi/umönnun.
Fagleg sjónarmið virðast eiga að að leysa allan vanda. Nóg er til af vel menntuðu fólki í ummönnun/uppeldi bæði á hjúkrunarsviði, félagslega og sálfræðisviði sem vinnur af bestu samvisku.
En markmið stofnana eru líka af öðrum toga svo sem skipulagningu frjámála um rekstur/vinnusparnaður, sem skal vera sem ódýrastur. Góður rekstur er góðra gjalda verður en má ekki hafa svo sterk markmið, að umönnun verði ekki aðalatriði. Heldur snúist um sameiningu og sparnað þar sem mannúðarstefnan fyrir náunganum er fyrir borð borinLúkasarguðspjall greinir frá lögvitringi nokkrum sem spurði Krist hvernig hann gæti öðlast eilíft líf.
Kristur svaraði honum á þá leið að hann skyldi elska náunga sinn. Lögvitringurinn spurði: Hver er þá náungi minn? Til skýringar sagði Kristur honum dæmisöguna um miskunnsama samverjann. Maður var á ferð. Á leið sinni féll hann í hendur ræningjum. Börðu þeir hann og skyldu eftir dauðvona. Þeir sem famhjá gengu sveigðu af leið nema samverji nokkur sem kenndi í brjósti um manninn, batt um sár hans og fór með hann til gisthúss á leið sinni. Hann fékk gestgjafanum slasaða manninn greiddi honum peninga og sagði: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til skal ég borga þér þegar ég kem aftur."
Ef sagan er í sett í samhengi við aðstæður í samfélaginu í dag þá er Kristur að boða kærleikann í verki þar sem náungakærleikurinn er grundvöllurinn.
Stofnanir hversu góðar sem þær eru geta aldrei komið í stað miskunnsama samverjans hversu vel sem þær eru skipulagðar. Hvernig ætli gistihúsaeigandanum hafi gengið að hjúkra hinum illa leikna manni sem fallið hafði í hendur ræningja? Sagan greinir ekki frá því. Hér er boskapur Krists að elska náungann eins og sjálfan sig. Kærleikurinn eigi að vera í hjarta hvers manns hér og nú!
Kristin trú er vel fallnin til að veita náunganum kærleika og umhyggju áháð því hverrar trúar fólk er.
Kirkjan þarf að rækta þetta hlutverk sitt með því að senda djákna/ presta út á akurinn í stofnanir í miklu meira mæli en nú er. Til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda umhyggju og kærleika á forsendum boðskaps Krists. Fylgja hinum sjúka eftir eins og í dæmisögunni um miskunnsama samverjann með mannúðarstefnu Krists að leiðarljósi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook
6.2.2007 | 00:36
Passíusálmalestur á hjá RUV.
Nú í kvöld í upphafi lönguföstu hófst passíusálmalestur hjá RUV(22:15). Löngu er orðin hefð fyrir lestrinum. Gunnar Stefánsson kunnur útvarpsmaður les snjallt og hljómfallega. Undirrituð var svo heppinn að eiga Ömmu sem lét hana lesa með sér passísálmana á hverju kvöldi. Lengi býr að fyrstu gerð og síðan er reynt að fylgjast með eftir því sem hægt er vegna vinnu.
Nú er hægt að hlusta síðar á netinu hjá RUV ef eitthvað fellur úr. Hallgrímur Pétursson er eitt af stóru nöfnum þjóðarinnar sem skáld. Passíusálmarnir eru mesta skáldverk hans. Sálmarnir eru virkilega þess virði, að setjast niður og hlusta í tíu mínútur fimmtíu sinnum fram að páskum.
Ragnheiður Brynjólfsdóttir, biskupsdóttir í Skálholti fékk fyrsta eintakið af Passíusálmunum. Sr.Hallgrímur orti eins og flestir vita sálminn "Allt eins og blómstirð eina," sem sungin er við gröf kristinna manna. Sálmurinn var fyrst sungin við gröf Ragnheiðar. Hún lést í blóma lífsins líklega úr tæringu og ástarsorg.
Sr Hallgrimur skrifar formála fyrir Passíusálmana og segir:
..." En þess er ég af guðhræddum mönnum óskandi, að eigi úr lagi færi né mínum orðum breyti, hver þeir sjá orði drottins og kristilegri meiningu eigi á móti. Þeir, sem betur kunna, munu betur gjöra. Herrann Jesús elski þá alla, sem hans heilögu kvöl og píni guðrækilega elska og iðka hennar minning.
"Vale, pie lector." Hallgrímu Pétursson p."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook
5.2.2007 | 18:17
Dómsvald - lögfærileg álitamál orka tvímælis?!
Vinnan hjá stjórnarskrá nefnd gengur hægt því ekkert heyrist frá henni. Er ekki komin tími á að okkar virtustu lagaprófessora setjist niður og nái samkomulagi í stjórnaskrármálinu. Gefa póltíkusum frá frá málinu? Hlýtur að verð áríðandi að stjórnarskráin sé afgerandi leiðandi plagg svo t.d. forsetinn og embættismannavaldið viti hvar hin lögfræðilegu mörk eru í embættisverkum og stjórnsýslu.
Ekki má gleyma þjóðlendumálinu, nú eiga bændur ekki þinglýstar eignirsínar. Minntist á það í blogginu um daginn hver ætti eiginlega Ísland. Voru ekki írskir munkar hér áður en landnámsmenn komu hingað? Nú er bara að veita fé í fornleifagröft og fá úr þessi skorið. Ef til vill eiga Írar Íslandið okkar eftir allt saman? Bjánaleg lögræði séð úr grasrótinni.Næst er hæstaréttardsómurinn sem hefur fengið hörð viðbrögð vegna þess hvað hann var mildur.Hvernig ætlar að framkvæmdvaldð og löggjafarvaldið að halda virðingu sinni gagnvart almenningi ef heldur áfram sem horfir? Ef ekki er hægt að setja lög, sem eru svo skýr að ekki sé hægt að túlka þau á skjön við anda þeirra. Missi almenningur trú á dómstólum og framkvæmdavaldinu gæti það veikt siðferðisvitund þjóðarinnar og landslög ekki virt sem skyldi!!!Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2007 kl. 14:30 | Slóð | Facebook
5.2.2007 | 10:53
Skóflustunga fyrir kirkju í Salahverfi/Uppsölum.
Varð litið út um eldhúsgluggann í Salahverfinu í gær, sá hóp fólks og stóra gröfu. Vissi ekki hvað á mig stóð veðrið, ekki gat verið jarðarför á sunnudegi. Þá komu fleiri frá safnaðaheimilinu að Uppsölum, þekkti biskupinn okkar í hópnum, varð þá ljóst að mikið stæði til. Sá síðan fréttina í Mbl í morgun.
Ekki hefði það nú kostað stórfé að senda okkur lítinn bréfsnepil og láta söfnuðinn vita. Smáa letrið fer stundum framhjá í lesningu dagsins. Þarna gat ég horft á einn stærsta viðburðinn hjá söfnuðinum alveg óvart auk þess að vera "boðflennan". En vegir Guðs eru órannsakanegir, hefði ekki viljað missa af athöfninni.
Alltaf hefur Guðni minn Ágústsson rétt fyrir sér. Gat staðið á í eldhúsinu mínu "á bak við eldavélina" og horft á herlegheitin. Heppinn, vonandi verð ég svona heppinn þegar kirkjan verður vígð!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook
3.2.2007 | 15:51
Jón Siguðrsson, ráðherra á þing!
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun (í gær) fær Framsókn sex þingmenn í stað tólf áður. Trúi að vísu ekki á skoðanakannanir en allavega er niðurstaðan svört skýrsla. Það fylgdi fréttinni að Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra komist ekki á þing í Reykjavík norður.
Tek sárt til þessa ágæta kennara míns frá Bifröst, sem ég á góðar minningar um.
Jón tók við Framsókn í ómögulegri stöðu en hefur staðið af sér ölduna og svarað með mikilli festu og rökum í öllum málum. Verið til fyrirmyndar sem ráðherra og formaður. Tíminn mun vinna með honum eftir því sem hann verður þekktari í gegnum fjölmiðla má ætla að hann vinni sér vinsældir almennings.
Ef ég man rétt þá er Sæunn Stefánsdóttir í þriðja sæti og það gerir framboðið veikara en ella.Mér hefur fundist hún koma fram með miklum skörungsskap þennan stutta tíma sem hún var á þingi. Alveg er það bránauðsynlegt að hún verði mjög áberandi í kosningabaráttunni ásamt Jóni til að ná upp fylginu.
Það voru mikil mistök að setja tvo karlmenn í efstu sætin á listanum. Konur horfa til þess í Framsókn að kjósa konur. Ekki verður undan því vikist að taka tillit til þess. Ekki langt síðan að konur í flokknum mótmæltu kröftuglega þegar Sif Friðleifsdótti vék úr ráðherrastóli.
Með allri virðingu fyrir Guðjóni Ólafssyni sem er í öðru sæti þá veikir hann listinn af því að hann er karlmaður. Auk þess man ég ekki betur en hann lenti upp á kant við konur í Framsókn um jafnréttismál innan flokksins.
Prófkjörin fyrir þessar kosningar hafa oftar en ekki komið illa út fyrir fleiri flokka en framsókn.
Besti leikurinn í stöðunni fyrir lista Framsóknar í Reykjavík norður væri að Guðjón gæfi eftir annað sætið handa Sæunni Stefánsdóttur. Þá er nokkur von um aukið fylgi flokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook
3.2.2007 | 15:02
Að eflast við hverja raun - til hamingju strákar!
Þá er heimsmeistaramótinu lokið og strákarnir okkar í 8. sæti sem er góður árangur. Strákarnir okkar settu markið hátt og gerðu sitt besta. Árangurinn er að stærstum hluta að þakka góðu samspili þeirra. Þegar horft er á íþróttir á heimsmælikvarða þá verður samanburðurinn augljós hvað varðar getu og styrk liðanna. Samspil strákanna okkar er frábært annars hefðu þeir ekki náð árangri. Það sem íslenska liðið vantar eru stórir markaskorarar sem hafa framtak og þor til að taka af skarið þegar færi gefst. Flest liðin sem strákarnir spiluðu við hafa slíka markaskorara.
Vonbrigði strákanna voru mikil að tapa fyrir danska liðinu (okkar líka). Má segja að þeir hafi ekki náð sér á strik eftir það. Mér fannst strákarnir vera meira andlega þreyttir en líkamlega í síðasta leiknum við Spánverja. Það virðist þurfa að efla sálræna þáttinn betur til að þeir eflist við hverja raun og komi sterkari til leiks ef þeir tapa. Þjóðverjar hafa þennan sálræna eiginleika í öllum leikjum og eflast í hvert skipti sem þeir eru að verða undir í leik. Það sem væri gaman að sjá á næsta stórmóti er, að þeir eflist við hverja raun þá geta þeir náð enn lengra.
![]() |
Ísland í 8. sætinu eftir tap gegn Spánverjum, 40:36 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook
2.2.2007 | 08:30
Forseti Íslands - sameiningartákn eða "pólitískt embætti?"
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2007 kl. 16:46 | Slóð | Facebook
1.2.2007 | 10:09
Einkarekum mötuneyti grunn- og leikskóla!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook
31.1.2007 | 23:43
Frábær þáttur frá tónlistarverðlaunum hjá RÚV - kærar þakkir!!!
Sjónavarpið á þakkir skildar fyrir frábæran þátt frá tónlistarverðlaununum. Hafði engar væntingar til þessa þáttar Hélt endilega að hann yrði leiðinlegur, veit ekki af hverju. Það var öðru nær. Held bara að þetta sé þáttur ársins hjá Rúv. Þátturinn enduspeglaði svo sannarlega flestar tegundir tónlistar. Efst er mér í huga hljómplata ársins, Þorlákstíðir og söngkonan Lay Low. Gaman þegar svona framúrskarandi list nær til allra þjóðarinnar. Þessir ævafornu sálmar Þorlákstíðir, sem hafa fundist í gömlum handritum hafa slegið aftur í gegn eftir margar aldir, svo vel fluttir af frábærum listamönnum. Hins vegar Lay Low sem sló í gegn og varð stjarna á einu augnabliki, frábært! Hún var svo einlæg og syngur líka með hjartanu.Ólafur Gaukur átti líka skilið að fá viðurkenninguna fyrir að hafa staðið vaktina svona lengi í dægurtónlistinni.
Erfitt að nefna fleiri sérstaklega vegna þess að öll tónlistin var svo góð og vel flutt. Líka þeir sem ekki fengu verðlaun en voru tilnefndir t.d flautuleikarinn, sú tónlist ómar ennþá í huga mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook
31.1.2007 | 18:30
Vantar siðferðilegan standard í stjórnmál og verkalýðsbaráttu?
Stéttaskipting er orðin miklu meiri en áður var. Hver stétt berst fyrir sínu og fær ágæta athygli fjölmiðla t.d. allar heibrigðisstéttir þ.m.t. læknar. Þeir ófaglærðu verða verst úti þegar bitist er um launahækkun.Minna ber á baráttu þeirra í fjölmiðlum, sem vinna við uppeldisstörf, umönnunarstörf og önnur þjónustutörf. Að ekki sé nú minnst á eldri borgara,sem ekki mega vinna sér inn nokkrar krónur án þess að ríkið steli því aftur löglega. Sama ástand er meðal öryrkja. Þeir sem gætu unnið með örorku sinni vantar meiri félagslegan stuðning og menntun.Verður ekki sama ástand áfram þótt ný ríkisstjórn taki við völdum? Er siðferði okkar almennings á svo lágu stig að okkur sé sama? Þar er skemmst að minnast ákvörðunar Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra þegar hún tók þá ákvörðun að hækka laun þeirra lægst launuðu í borginni. Má segja að hún hafi gengið framfyrir skjöldu og sýnt gott fordæmi sem borgarstjóri. Ekki varð nein sérstök ánægja meðal Samfylkingarfólks (jafnaðarmanna!) í Reykjavík. Það sýndi slakur árangur Steinunnar Valdísar ótvírætt í prófkjörnin til alþingiskosninga.
Að framansögðu hljóta pólitísku flokkarnir allir, að þurfa að leggja miklu meiri áherslu á umrædd málefni þeirra sem minna mega sín. Með því er ef til vill hægt að hækka siðferðilegan standard hvað varðar þá sem minna mega sín. Ekki dugir lengur að vísa hver á annan.
Þarf að verða pólitískt mál allra flokkanna ef það á að hafa áhrif. Með því móti er ef til vill hægt að snúa við þeim mikla mismun á kjörum þeirra lægst launuðu og annarra þjóðfélgsstétta.Upphrópanir verkalýðsforingja og lýðskrumara í pólitískum flokkum er löngu orðnar hjáróma. Þess vegna hafa þeir sem minna mega sín risið upp og heimtað rétt sinn til að eiga fulltrúa á Alþingi. Þær raddir verða ekki þaggaðar niður í framtíðinni.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook
30.1.2007 | 09:40
Frjálslyndi flokkurinn trúverðugur - Margrét pólitískur píslarvottur?
Þessi mikla umfjöllun í fjölmiðlun um rifrildi frjálslynda fer senn að verða leiðigjörn. Fólk hættir að leggja við eyrun. Þá er hætt við að flokkurinn og Margrét verði að pólitískum nátttröllum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2007 kl. 19:13 | Slóð | Facebook
29.1.2007 | 22:05
Frjálslyndi flokkurinn - stefna í innflytjendamálum
Virðist eins og sé verið að fela málefnalega umræðu með lákúrlegri umræðu eins og átt hefur sér stað undanfarið. Það er nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnarmeirihluta að sýna fram á bætta aðstöðu í búsetu innflytjenda fyrir kosningar og setja sér framtíðarmarkmið.
Í Kanada var það stefna stjórnvalda að fjölga þjóðinni með innflutningi á fólki. Hér á landi hefur komið hingað fólk í ófaglærð störf vegna skorts á vinnuafli. Innflytjendur hafa skapað hér hagvöxt og greiða u.þ.b. sjö milljarða í skatta á ári. Svo til ekkert atvinnuleysi er meðal innflytjenda hér á landi. Má segja að meðan svo er þá sé fjölgun erlends vinnuafls ekki vandamál. En það gefur að skilja að hér geti skapast vandamál meðal innflytjenda þegar fleiri þúsund manns koma hingað á stuttum tíma. Við getum lært af öðrum þjóðum til að koma í veg fyrir vandamál.Í Frakklandi komu innflytjendur í störf þeirra sem fyrir voru og skapaði það mikla spennu.Upp hefur komið sá vandi hér að húsnæði hefur verið ófullnægjandi fyrir innflytjendur því stjórnvöld voru ekki undir búin svo hraða þróun sem orðið hefur. Huga þarf að heilbrigðismálum og félagsþjónusu fyrir fólkið. Þá þarf að auka íslenskukennslu mikið til að fólkið geti aðlagast okkur og orðið íslenskir ríkisborgarar ef það svo kýs. Hér er þegar vandi á höndum sem verður að taka á, til að innflytjendur einangrist ekki í samfélaginu og verð andfélagslegur hópur gegn okkur eins og gerst hefur víða erlendis.Um 45% af erlendu fólki hefur fengið ríkisborgararétt hér á landi af því fólki sem kom hinga á tíunda áratugnum en það tekur sjö ár að fá hann. Meðal þessa fólks er hámenntað fólk sem þarf að virkja í atvinnulífinu. Það gerist ekki heldur nema að íslenskukennsla verði stórefld . Fram hefur komið í umræðunni bæði á Alþingi og hér í blogginu að Frjálslyndi flokkurinn væri fyrirmyndi flokka frá nágrannalöndum okkar þar sem gert er út á hatur og fordóma til fólks af lituðum og framandi kynþáttum. Að framasögðu er gert út á lægstu hvati mannsins til að fá fylgi.Undirrituð kynnti sér áherslur í stefnu frjálslyndra í ræðu Guðjóns A. formanns flokksins um helgina og tók þær upp orðrétt. Ekki virðist hér vera um kynþáttahatur að ræða heldur koma fram lík sjónarmið sem Berglind Ásgeisdóttir greindi frá í viðtali sínu í kvöld. Undirrituð er ekki í frjálslynda flokknum en henn finnst umræðan beinast of mikið af sjónarmiðum Frjálslynda flokksins sem kynþáttahatara og jafnvel gera þeim upp skoðanir:Nokkrar áherslur (stefnræða formanns síðustu helgi)Eftirfarandi þarf að hafa að leiðarljósi við þá vinnu sem nú er framundan í þessum málum:
- Brugðist verði sérstaklega við áhrifum frjáls flæðis erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn sem leitt getur til lækkunar launa.
- Fylgjast þarf með fjölgun starfsmanna á vegum starfsmannaleiga.
- Stéttarfélög fái heimildir til að fara í fyrirtæki og krefjast þess að fá að sjá launaseðla, vinnuskýrslur og önnur gögn sem varða erlenda starfsmenn svo unnt sé að fylgjast með því að ekki sé brotinn á þeim réttur. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur ekki verið tilkynntur til Vinnumálastofnunar, eins og lög gera þó ráð fyrir. Herða verður eftirlit með atvinnurekendum og óskráðum starfsmönnum, kjörum þeirra og búsetu.
- Unnið verði að því að staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra í næstu framtíð varðandi hugsanlega framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig verður unnt að spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og öðrum þáttum er varða aðlögun o.fl. til framtíðar að talsverðu leyti.
- Við teljum brýnt að kannað verði hvort þeir, sem vilja setjast hér að um lengri eða skemmri tíma, hafi hugsanlega sakaferla.
- Meta verður menntun innflytjenda, bæði hvað varðar iðnmenntun og æðri menntun.
- Heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera á varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla.
- Mikilvægt er að virkja innlent vinnuafl frekar en nú er gert, og þannig nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það mætti gera með breytingum á skattakerfi, þar sem tekið yrði tillit til skerðingarreglna sem bitna nú harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem og því hvernig skattbyrði hefur þróast gagnvart lágtekjufólki.
Er verið að fela réttindamál varðandi innflytjendur með ómálefnalegri umræðu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook
27.1.2007 | 21:59
Góð niðurstaða
Góð niðurstaða hefur náðst á Suðurlandi með Helgu Sigúnu í þriðja sæti. Þegar um svona stórt kjördæmi er að ræða er nauðsynlegt að líta til hagsmuna heildarinnar. Það virðist hafa tekist og allir farið nokkuð sáttir frá borði. Eygló Harðardóttir má einnig vel við una og vonandi hefur hún styrk til að taka þessum úrslitum. Þó má segja að sveigjanlegar reglur fyrir prófkjörum verði framtíðin, svo að auðveldara verði að ná samstöðu þegar einhver í viðkomandi prófkjöri dregur sig til baka.
Undirrituð óskar framsóknarmönnum í Suðurlandskjördæmi til hamingju og spáir þeim a.m.k. þremur þingönnum ef framagreindur listi gengur eftir. Hvað varðar konur á listanum þá fá þær nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og snúa vörn í sókn fyrir sitt kjördæmi.
![]() |
Helga Sigrún Harðardóttir í 3. sæti hjá Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.1.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook
22.1.2007 | 22:55
Meirihluti Alþingis - eða forsetavald?
Það fór um mig ónotahrollur að hlusta á Sigurjón Þórðarson (Frjálsl.) á Alþingi í morgun þegar hann hóf umræðuna um RUV- frumvarpið. Hann minntist á fjölmiðlalögin "sællar minningar", ófarir stjórnarinnar þar sem fjölmiðlalögin voru dregið til baka eftir kosningar. Hugsaði, að nú styttist í að bænaskrá til forsetans yrði samin og send til Bessastaða.
Næst kom Mörður Árnason, alþingismaður með stutta yfirlýsingu um að umræðum stjórnarandsstöðunnar væri lokið. Sjaldan hef ég orðið meira undrandi en varð að viðurkenna að stjórnarandstaðan gerði það sem rétt var. Ekki var annað í stöðunni en að virða stjórnskipun og meirihluta Alþingis. Virðing mín á stjórnarandstöðnni óx til muna þar sem mér hefur þótt hún afar slök málefnalega bæði fyrir og eftir síðustu kosningar.Ekki þar fyrir að stjórnarandstaðan sé ekki í fullum rétti til að gera tillögur um breytingar á umræddum lögum. Það hefði verið farsælla að heyra í fjölmiðlum málefnalegar tillögur frá stjórnarandstöðunni um það sem betur hefði mátt fara. Þær umræður sem ég hlýddi á gáfu mjög takmarkaða mynd hverju stjórnarandstaðan vildi breyta. Svona málþóf gefur almenningi ekki réttar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa að geta skýrt í stuttu máli helstu efnisatriði fyrir fólki til að fá málefnalegt sjónarhorn. Ef næsti stjórnarmeirihluti vill breyta umræddum RÚV- lögum þá gerir hann það væntanlega með samþykki meirihluta Alþingis. Framkvæmd umræðna stjórnarandstöðunnar um umrædd fjölmiðlalög ("sællar minningar") var ekki til fyrirmyndar til að ná fram beytingum. Málefnið var ekki aðalatriðið heldur að koma stjórninni frá með tilheyrandi æsifréttamennsku. Þaðan af síður, að það verði hefð að forseti lýðveldisins grípi þar inn í með neitun undirskriftar á lögum frá Alþingi. Þá hlýtur að verða stjórnskipunarkreppa í íslensku stjórnkerfi/lýðræði. Skilaboðin til okkar í grasrótinni misvísandi. Almenningur sem kýs hið háa Alþingi á rétt á því að meirihluti Alþingis sé virtur.22.1.2007 | 14:12
Hjálmar Árnason - sigurvegari Framsóknar.
Undirrituð hefur alltaf haft mikið álit á Hjálmari Árnasyni, þingmanni fyrir málefnalega umfjöllun á Alþingi. Ákvörðun hans að hætta á þingi eftir að lenda í þriðja sæti er hárrétt; málefnaleg og drengileg. Áhersla hans nú er að Petrína Baldursdóttir Grindavík taki þriðja sætið, sem er sterkur leikur í stöðunni og kann að hafa úrslitaáhrif hvað Framsókn fær marga þingmenn á Suðurlandi.
Ef svo verður hefur Framsókn á Suðurlandi tryggt sér góða stöðu í öllu kjördæminu hvað varðar staðsetningu frambjóðenda, sem skiptir miklu máli í komandi kosningum. Þá verður auðveldara að ná samstöðu og yfirsýn yfir málefni kjördæmisins í heild. Hjálmar Árnason hefur sýnt og sannað að hann setur málefni og samtöðu ofar persónulegum hagsmunum og skilur kjördæmið eftir sterkara en ella fyrir sinn flokk ef tillögur hans ganga eftir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook
19.1.2007 | 22:06
Vinstri grænir skutu yfir markið á Alþingi í dag
Málefni Byrgisins voru rædd á Alþingi í dag m.a. af þingmönum sem ekki virtust hafa inngrip eða breitt sjónarhorn um mál vímuefnasjúklinga. Einn af þeim var Steingrímur J. Sigfússon VG. Taldi hann aðalvandann vera að málefni Byrgisins hefðu farið til annars trúfélags, en ekki til SÁÁ.Samhjálp er kristið trúfélag sem líkist á engan hátt Byrginu, sem frekar er sértrúarsöfnuður með enga faglega tengingu. Getur varla hentað sem skjól fyrir sjúklinga. Hlaðgerðarkot er byggt á kristlegum grunni með faglega tengingu bæði guðfræðilega og á sviði heilbrigðisþónustu. Auk þess með margra ára reynslu í meðferð vímuefnasjúklinga. Með allri virðingu fyrir SÁÁ þá má telja Hlaðgerðarkot hentugra eins og ástandið er nú til að bæta úr brýnustu þörf.
Það er óviðunandi framkoma af þingmönnum að fara að ræða þessi mál á póltískum grunni á skjön við málefnið án þess að hafa aflað sér viðunandi þekkingu. Formaður vinstri grænna/stjórnarandstaðan bæta ekki úr þessu hörmulega ástandi vímuefnaneytenda með umræðum á pólitískum forsendum. Að ekki sé nú minnst á að reyna að afla sér fylgis með þeim hætti. Jón Sigurðsson, ráðherra komst vel frá þessari umræðu og sýndi ótvíræðan vilja til að taka málið föstum tökum á faglegan hátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook
15.1.2007 | 11:54
Engin framsókn á Austurlandi?
Umrætt prófkjör Framsóknar slær öll met þar sem Austurland fær engann þingmann. Ekki getur svona útkoma verið viðunandi lausn fyrir heilan landshluta, að missa sína tvo þingmenn. Hins vegar verður útkoman sennilega til þess að vænlegra verður að kjósa aðra flokka. Þar kemur Sjálfstæðisflokkurinn sterkt út og gæti auðveldlega fengið fjóra þingmenn. Það yrði mátlulegt á félagshyggjuflokkinn Framsókn sem ekki gerði neina tilraun til að gera hlut Austulands viðunandi heldur klippti þá hreinlega út úr flokknum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook
12.1.2007 | 13:38
Borgarleikhúsið: "Footloose algjörlega frábært, æðislegt"
Footloose, algjörlega frábært, æðislegt,sögðu unglingabarnabörnin mín eftir sýninguna í gærkveldi. Er sammála, sýningin er vel leikin og sungin auk þess að vera með góðan boðskap. Sýningin fjallar um boð og bönn, hvað siðvitund og réttlæti geta verið áhrifarík þegar valdið fer yfir mörkin í mannlegu samfélagi.
Frábært að sjá hvernig unga fókið og fullorðna fólkið náði vel saman í sýningunni. Alltaf einhvers konar samhljómur í leikatriðunum bæði í sorg og gleði. Gott dæmi um hvað góð list getur skilað góðum boðskap út í samfélagið.
Leyfi mér að nefna sérstaklega Jóhann Sigurðarson, unga parið sem léku aðalhlutverkin, að ógleymdu skemmtilega Mikkaparinu. Öll sungu þau og léku með mikilli innlifun sem gerði sýninguna ógleymanlega. Tilvalin sýning fyrir stórfjölskylduna að fara á saman.
Takk fyrir ágæta söngfólk og leikarar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook