23.4.2009 | 03:59
''Kosningabrella - eða bjánaháttur?''
Léleg kosningabrella til að ganga í augun á kjósendum með óraunhæfri umhverfisstefnu eða bjánaháttur, dæmi hver fyrir sig. Er það ekki mannvæn stefna að nota auðlindir landsins til að byggja upp gott mannlíf með atvinnu fyrir alla?
Að vilja ekki láta leita að olíu á Drekasvæðinu sýnir ekki umhyggju fyrir þjóðinni eða afkomu hennar ekki síst á síðustu og verstu dögum. Dæmigerð þröngsýni afturhaldssamra umhverfissinna er virðist fremur til staðar en ekki skynsamleg nýting auðlinda.
Umhverfisráðherra þyrfti betra starf við hæfi ef það finnst; þar sem þröngsýni eða ''bjánaháttur'' á vel við?
![]() |
VG ekki gegn olíuleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 15:27
Tilneydd að skila auðu utankjörstaðar - útstrikanir ekki í boði!
Kaus utankjörstaðar hér í Kópavogi í dag; en tilneydd að skila auðu,ekki í boði að fá að strika út og færa til á framboðslistum utankjörstaðar; vegna þess gat ég ekki hugsað mér að kjósa flokkinn nema að strika fyrst út; spillta frambjóðendur að mínu mati.
Eru ekki allir kjósendur jafnir fyrir lögum líka þeir sem kjósa á utankjörstaðaar eins og kjósendur er fá að strika út á kjördag; þarf sannarlega nýja stjórnaskrá er kveður á um jafnræði allra á kjörstað.
22.4.2009 | 12:30
Krónan er raunhæfur gjaldmiðill.
Hvers vegna þessi hatursáróður um krónuna; er hún ekki mælikvarði á verðmætasköpun þjóðarinnar ; er hún ekki hvati til frekari útflutnings? Fisveiðar eru frumundirstaða undir útflutningi; trygging fyrir fæðuöryggi.
Kosturinn við lágt skráð gengi krónunnar er; að útfutningsatvinnugreinarnar hafa betri samkeppnisstöðu þótt markaðsverð hafi lækkað vegna kreppu erlendis.
Hvernig voru aðstæður sjávarútvegs/útflutningsgreina á útrásartímabilinu?; krónan var allt of hátt skráð og greiddi um leið niður innflutning, olli óheyrilegum viðskiptahalla.
Miða þarf núverandi aðstæður við verðmæti útflutnings; innflutningur verður að miðast við gjaldeyrisöflun ekki ráðlegt að lifa umfram efni.
Samskipti okkar við erlendar þjóðir mun hægt og hægt komast í gott horf en við þurfum þolinmæði til að standast framangreinda erfiðleika. Fjárfestar eru tortryggnir vegna alheimskreppu en það verður ekki viðvarandi ástand síst gagnvart þjóð, auðugri af auðlindum; er fjárfestar munu horfa til.
Fyrst þegar næst eðlilegt viðskiptalegt jafnvægi má ef til vill huga að öðrum gjaldmiðli ef það er fyrir víst betri kostur; til að mæla verðmætasköpun þjóðarinnar.
Besta trygging framtíðar nú; er að búa að því sem fyrir er í landinu efla og nýta innlenda framleiðslu (landbúnað) til að spara gjaldeyri nú um stundir.
Hræðsluáróður um að þjóðin sé fyrirlitin og einskis metin má ekki skerða sjálfsmynd og framtak;
Vel menntað ungt fólk mun upp rísa og skapa verðmæti í framtíðinni; stofna fyrirtæki er verða byggð á nýsköpunarkrafti þeirra, undirstöðuna til að taka á skuldum þjóðarinnar og efla framfarir í landinu.
Þá mun upp rísa þjóð með nýtt siðlegt gildismat á íslenskum grunni, fyrirmynd annarra þjóða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook
21.4.2009 | 20:20
''Litla hryllingsbúðin - Ísland''
Sorglegt hvað ''krabbaklær'' valdagráðugra fjármálagarka hafa verið nálægt því að ná tökum á öllu stjórnkerfinu, stjórnmálamönnum, íþróttum og listum, öllu mannlífi í smáu og stóru; hafði nánast tekist að gera Ísland að ''raunverulegri hryllingsbúð''. Megum þakka fyrir að halda velli og komast út; vonandi nær þjóðin sér og kemur sterkari úr hremmingunum.
Þjóðin lifði af kulda og hungur fyrri alda, stóð af sér erlenda kúgara, nú eru betri skilyrð. Það er brýnt að náist þjóðarsátt; allir stjórnmálaflokkar taki höndum saman um að vinna landið út úr hremmingunum.
Pólitískar galdrabrennur fyrir komandi kosningar munu ekki skila neinu; heldur hitt að ná samstöðu og axla ábyrgð á gerðum sínum hér og nú!
![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook
21.4.2009 | 15:30
Hlutabréfakaup frekar en ríkisskuldabréf
Gott framtak hjá Helga en hverjir virðast hafa mest áhrif í lífeyrissjóðunum eru það ekki fyrirtækin sem hafa þar stjórnarmenn líka; alla vega hafa lífeyrissjóðirnir keypt ótæpilega hlutabréf í fyrirtækjumn fremur en að kaupa ríkisskuldabréf?
Spurning hvort ekki þarf að minnka áhrif fyrirtækja í stjórnun lífeyrissjóðanna?
![]() |
Hugsjónamaðurinn Helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 11:54
RUV: Mikil framför
Framboðsfundur RUV úr Suðurkjördæmi í gærkveldi var mun betri en fyrri fundir; vegna þess að fréttaskýringaþátturinn á undan var mjög góður og komu spurningar til frambjóðenda í tengslum við hann.
Sigríður Hagalín var afgerandi stjórnandinn er sá um að allt gekk ''smurt'' og sanngjart fyrir sig. Frambjóðendur urðu að svara málefnalega sem þeir gerðu yfirleitt í stuttu máli.
Nýi framsóknarmaðurinn (man ekki nafnið) kom vel fyrir og auglýsti sig málefnalega í stuttu máli einnig nýi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins (man ekki nafnið).
Áheyrilegur stjórnmálafundur RUV til mikils sóma.
21.4.2009 | 11:40
Sterk skilaboð um betri stjórnarhætti/embættismannavald.
Fylgi O-flokksins eru vantraust á stjórnmálum/stjórnkerfi hér á landi; sterk óbein skilaboð um að þörf sé á nýrri stjórnarskrá er innheldur skýra skorinorða texta; sem ekki er hægt að teygja og hártoga af lögspekingum, gera þá nánast merkingarlausa er almenningur ber ekki nokkra virðingu fyrir.
Til þess að svo megi verða þarf mjög blandaður þverskurður af þjóðinni að hafa bein áhrif á stjórnarskrárbreytingu. Það verða stjórnmálamenn að viðurkenna með því að ná sjálfir samstöðu um breytingu; breyting á stjórnarskrá getur ekki verið karp og lýðskrum stjórnmálamanna.
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 21:34
Sendiherrann - ekki með samningsumboð
Westerlund sendiherra mun ekki hafa úrslitaáhrif eða umboð um hvort samið verður við ESB um Evru; það voru tilmæli AGS að veita þjóðum í Austur-Evrópu hjálp með upptöku Evru þótt þau væru ekki meðlimir sambandsins; ekki óeðlilegt að Ísland sem er í EES fengi svipaða ívilnun.
Aðeins verið að hræða Íslendinga með því að senda þennan ''skósvein''; hann hefur ekkert með diplómatískar leiðir í samningum að gera eða tekur ákvarðanir á nokkurn hátt.
Ekki mun þrýstingur ESB minnka ef finnast einnig olíuauðlindir við Norðurland eins og fram kom í fréttum í dag. Jafnvel eru ekki öll kurl komin til grafar enn hvað varðar frekari auðlindir hér við land?
Hvers vegna kemur aldrei neitt frá ESB um hvaða skilyrði þeir setja við inngöngu? Vegna þess að ESB ætlar að semja af okkur auðlindirnar með flækjusamningum; nota sér neyð okkar í leiðinni.
![]() |
AGS getur ekki haft milligöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 17:15
Línudans Framsóknar
Stjórnmálamönnum er ekki trúandi til að stjórna vaxtastiginu í landinu hvað þá tvístígandi Framsóknarmönnum er ekki geta tekið ábyrgar ákvarðanir. Stefna þeirra að lækka skuldir allra um 20% er gott dæmi um óábyrga afstöðu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er tæplega búin að hlaupa af sér hornin á stjórnmálum ef til vill getur Framsókn það aldrei; var með og móti minnihlutastjórninni og segir nú, að uppi hafi verið áform um að styðja ekki minnihlutastjórnina. Hvernig ætlar Framsókn að ávinna sér traust á ný með svona línudansi þegar þjóðin er í alvarlegri kreppu?
![]() |
Stjórnmálamenn ákvarði vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 13:48
Framtíð ESB óviss?
Hvað liggur á inn í ESB?: Ef þjóðarframleiðsla Þýskalands dregst saman um 10 til 12% á árinu? Hvernig verður staða ESB-ríkja þá? Er að marka seðlabanka ESB er reynir að fegra ástandið? Er ekki Austurríki í vandræðum búið að veðsetja þjóðarframleiðsluna í Austur - Evrópuríkjum og bankahrun yfirvofandi?
Framangreint minnir óþægilega á bankahrunið hér á landi. Auglýsingadeild/Morgunkorn einkabankanna lýsti yfir með miklum ''glamúr'' að hér stæði bankakerfið traustum fótum, allt væri í lagi. ''Trúarsöfnuður hagspekinga'' við Háskóla Íslands varaði ekki við taldi allt í himnalagi? Þáverandi stjórn landsins tók í sama streng og forystumenn fóru sérferðir erlendis til að skerpa á góðri fjármálastjórn.
Davíð Oddson þáverandi seðlabankastjóri var sá eini er ''þorði'' að vara við þegar hann sá að hrun væri yfirvofandi.
Hver urðu viðbrögðin við afstöðu Davíð? Hatursáróður allra aðila: Fjölmiðla, hagspekinga og stjórnmálamanna sérstaklega SAMFYLKINGAR.
Nú ætlar Jóhann Sigurðardóttir, forsætisráðherra að ganga enn betur fram; virðist ætla að ''gefa auðmjúklega'' landið í til ESB? Engum dettur í hug að halda að ESB hafi áhuga á að bjarga okkur heldur að ná tangahaldi á auðlindum þjóðarinnar meðan við erum í fjárhagslegum erfiðleikum.
![]() |
ESB-viðræður í júní? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook
19.4.2009 | 17:32
''Agnes sá ekki skóginn fyrir trjánum''
Agnes Bragadóttir skrifar oft ágætar gagnrýnar blaðagreinar og hefur þjóðin staðið öndinni vegna afhjúpunar hennar í Mbl yfir styrkjamálum Sjálfstæðisflokksins. Undirrituð ætlar ekki að kjósa Ástþór Magnússon en grein Agnesar um hann og önnur ný stjórnmálasamtök er ekki lýðræðinu til framdráttar;- getur allt eins komið óorði á lýðræðið.
Hér var ekki að skrifa lítill bloggari heldur blaðamaður er ætlaði í krafti áhrifa sinna að ''berja niður'' sérframboðin einu sinni fyrir allt?
Sá Agnes ekki skóginn fyrir trjánum vegna þeirrar athygli og áhrifa er hún hefur hjá Morgunblaðinu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook
18.4.2009 | 17:44
''Auðlindir til Brussel - á silfurfati''
![]() |
Vilja upptöku evru í samvinnu við AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 10:54
Obama forseti - betra réttarríki í USA
Pyntingar hafa viðgengist svo lengi er vitað í mannkynssögunni og þóttu sjálfsagðar til að halda uppi réttarríki. Virðingarvert af Obama forseta, USA að upplýsa um pyntingar sinna manna. Er viðleitni til að uppræta þvílík níðingsverk, koma þeim upp í dagsjósið þar sem umræðan getur haft frekari áhrif. Spor í rétta átt í stærsta lýðræðisríki heims er hefur talið frelsi og réttlæti grundvöll sinn; - kemur greinilega fram í viðleitni Bandaríkjaforseta að auka réttindi fanga.
![]() |
Æfir vegna pyntinganna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook
17.4.2009 | 09:19
Alþingi í stjórnarkreppu?
Þingmenn bæði í stjórnarandstöðu og stjórnarliði hafa nú afhjúpað vanmátt sinn ekki getað náð saman í stjórnarskrármálinu; er hið háa Alþingi aðeins afgreiðslustofnum eða sérhagsmunahópar; skynja ekki hlutverk sitt að vinna að bættu lýðræði með nýrri stjórnarskrá um leið almannaheillum?
Var núverandi stjórn aðeins mynduð til þess eins að fá fylgi með lýðskrumi og sérhagsmunum einstakra hópa?; ríkistjórnin er skipuð tveimur óháðum embættismönnum til að taka erfðar ákvarðanir.
Þingið virðist lamað nú um stundir, stjórnarmeirihlutinn þorir ekki einu sinni að taka ákvarðanir með góðan meirihluta; fullreynt í bili stærstu flokkar á þingi hafa nú allir setið við völd.
Efnahagsástandið spilar inn í þessa pínlegu stöðu stjórnmálaflokka þeir ráða einfaldlega ekki við ástandið.
Þótt núverandi stjórnarmeirihluti fái meirihluta virðist hann ekki fær um að höndla erfitt efnagasástand.
Bendir til að óháð utanþingsstjórn verði þrautalendin á næsta kjörtímabili.
Ekki fuðra þó margir fari ráðvilltir inn í kjörklefana og skili auðu í komandi kosningum.
![]() |
Stjórnarskrá ekki breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook
16.4.2009 | 17:43
Aukning strandveiða - ''ekki sportidíóda''
Skynsamlegt að auka strandveiðar og leggja niður byggðakvótann en ekki ráðlegt að gera veiðarnar frjálsar: veiðar og markaður þurfa að vera í jafnvægi. Veiðarnar yrðu arðbærar með smábátum er geta aukið veiðar án lítils tilkostnaðar, fastakostnaður yrði nánast sá sami.
Frjálsar veiðar eins og Karl V. Mattíasson (og Ómar Ragnarsson) boða þar sem allir gætu keypt báta og hafið fiskveiðar mun ekki ekki efla strandbyggðir eða arðsemi í fiskveiðum.
Fiskveiðar hér við land geta ekki verið fyrir ''sportídíóda'' eða sportveiðimenn; yrði ekki lagfæring á kvótakerfinu sem þó er nauðsynleg.
Fiskveiðar hér við land hafa hingað til byggst á útsjónarsemi, framkvæmdavilja og dugnaði í byggðunum sjálfum; þjóðnýting er hættuleg vegna þess að þá munu framgreindir eiginleikar ekki njóta sín.
Fisveiðar eru viðkvæm atvinnugrein; eru alltaf háðar ytri aðstæðum svo sem hvað er til skiptanna og hverjar eru markaðsaðstæður.
Vinstri grænum mun ekki ganga vel að úfæra framangreindar hugmyndir sínar með Samfylkingunni. Sá flokkur vill þjóðnýta og skattleggja fiskveiðiauðlindina óhóflega, sem ekkert er annað en landsbyggðaskattur á strandveiði, alla útgerð í sjávarþorpum allt í kringum landið.
Er ekki búið að blóðmjólka landsbyggðina nægilega, flytja stóran hluta fjármagnsins þangað í tóm íbúðarhverfi á Reykjavíkursvæðinu?
Kjósum ekki Samfylkinguna í komandi kosningum!
![]() |
Strandveiðar í stað byggðakvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook
16.4.2009 | 11:04
Sjálfstæðisflokkurinn - þarf hvíld og endurnýjun?
Sigurður Kári Kristjánsson er greinilega að halda framboðsræður um skattamál á Alþingi; nú þarf ekki að ræða um stjórnarskrármálið eða stjórnlagaþing. Augljóst að opinberir starfsmenn þurfa að leggja sitt að mörkum, þeir í efstu þrepum launaflokka ættu að þola hóflegan launaskatt.
Stundum fer lítið fyrir að almannaheill sitji í fyrirrúmi hjá Sigurði Kára þingmanni. Skemmst er að minnast áfengisfrumvarpsins þar sem hann er fyrsti flutningsmaður; eitt allra fyrsta frumvarpið er sett var fram eftir áramótin.
Átti að hugga ''lýðinn'' eftir efnahagshrunið með auknu frelsi í áfengissölu í matvörubúðum og víðar?; en Sigurður Kári varð að láta undan síga vegna mótstöðu bæði utan þings og innan. Er Sigurður Kári ekki dæmigerður þingmaður fyrri sérhagsmunahópa fremur en almannaheill?
Nú hafa orðið kynslóðaskipti hjá Sjálfstæðisflokknum en er það nægilegt þar sem stefna flokksins virðist ekki vera lengur að reka arðbær fyrirtæki til hagsbóta fyrir almenning með hóflegum arði fyrir eigendur.
Ef til vill þarf flokkurinn frí frá ríkistjórn til að ná áttum um hlutverk sitt - og móta betri stefnu fyrir yngri þingmenn eins og Sigurð Kára Kristjánsson.
![]() |
Enn óvissa um þinglok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook
16.4.2009 | 10:43
Umhverfisstofnun; ''drepum hreindýrskálfinn''?
Frétt um hótun Umhverfistofnunar að láta skjóta hreindýrskálfinn er fannst nær dauða en lífi og var komið til hjúkrunar á Sléttu í Reyðarfirði getur verið gott dæmi um hrokafullt embættismannavald er rýnir í þröngan lagabókstaf; hefur aðeins eina lausn að Drepa til að ná fram lögum stofnunarinnar.
Eru þessi lög ekki dæmigerð um að ekki fari alltaf saman lagabókstafur og réttlæti; hvað þá siðferði og mannúð.
Ná lög Umhverfisstofnunar svo langt að ekki megi bjarga lífi villtra dýra; ef svo er þá þarf að breyta þeim lögum og um það sé rammi í stjórnarskrá?
![]() |
Hóta að aflífa hreindýrskálf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 08:28
Umhverfisstofnun: ''Skjótum hreindýrskálfinn''?
Frétt um hótun Umhverfistofnunar að láta skjóta hreindýrskálfinn er fannst nær dauða en lífi og var komið til hjúkrunar á Sléttu í Reyðarfirði getur verið gott dæmi um hrokafullt embættismannavald er rýnir í þröngan lagabókstaf; hefur aðeins eina lausn að Drepa til að ná fram lögum stofnunarinnar.
Eru þessi lög ekki dæmigerð um að ekki fari alltaf saman lagabókstafur og réttlæti; hvað þá siðferði og mannúð.
Ná lög Umhverfisstofnunar svo langt að ekki megi bjarga lífi villtra dýra; ef svo er þá þarf að breyta þeim lögum og um það sé rammi í stjórnarskrá?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook
15.4.2009 | 17:44
Nýja stjórnarskrá - betra embættismannakerfi!
Ef til vill var rétt að fresta stjórnarskrárfrumvarpinu fram yfir kosningar hins vegar er alveg nauðsynlegt að semja nýja stjórnarskrá þar sem almenningur getur haft áhrif. Alþingi virðist nánast vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið og embættismannavaldið. Ef að byggja skal upp siðlegt lýðræðislegt þjóðfélag upp úr rústum fyrrverandi hagkerfisog fjármálaspillingar; að hugsa upp á nýtt tengsl þings, ráðherra og embættismanna.
Sú reynsla sem undirrituð hefur af embættisvaldinu er á þann veg að mál eru afgreidd að því er virðist án þess að þau séu borin undir viðkomandi ráðherra þótt um það hafi verið beðið. Við þurfum nýtt fólk með lýðræðislegri hugsun í ráðuneytin og önnur stjórnkerfi vegna þess að sérfræðingaveldið er of mikið þar sem ekki virðist vera mikið samstarf á milli; málin afgreidd með þröngu sjónarhorni.
![]() |
Stjórnarskráin ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook
14.4.2009 | 18:07
Brask með auðlindir og styrki - hápólitískt mál!
Brask með auðlindir og styrkir til stjórnmála eru hápólitískt mál og þola ekki nokkra bið. Hvernig ætla stjórnmálamenn að ná virðingu og trausti hjá þjóðinni ef þau verða ekki til lykta leitt?
Þessi mál verða að skýrast fyrir kosningar; - ef kemur í ljós að núverandi frambjóðendur eru tengdir svo slæmum málum/siðferði einnig hvort þeir eru tengdir ''óeðlilegum lánum'' starfsmanna bankanna eða styrkjum frá þeim þá verður það að koma fram - og þeir víki af framboðslistum.
Þá fyrst er hægt að ræða raunhæft um pólitísk mál er varða framtíð þjóðarinnar.
![]() |
Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |