14.4.2009 | 10:46
Ábyrgð stjórnmálaflokka - hér og nú!
Markviss stefna fjármálafyrirtækja hefur greinilega verið að hafa sem mest og best tengsl við stjórnmálaflokkana þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti styrkþeginn. Var það ef til vill lán í óláni að efnahagskerfið hér á landi hrundi áður en búið var að komast yfir og veðsetja allar auðlindir og múlbinda stjórnmálmenn - og menntastofnanir?
Allir voru þátttakendur: Háskólarnir fengu ótæpilega styrki, ríkisútvarpið fékk styrk frá Björgúlfi, bankastjóra, Baugur rekur Stöð2, Sinfóníuhljómsveitin fékk styrk - og fleiri listir; allt á kostnað almennings þegar upp er staðið.
Hvaðan skildu styrkir til Háskólans í Bifröst hafa komið, fékk hann ekki fimmhundruð milljónir frá þáverandi Glitni til að geta haldið áfram rekstri, hvað hefur hann fengið háa styrki frá Evrópusambandinu a.m.k. til að styrkja ''Evrópufræðín''?
Bankarnir í samvinnu við stjórnvöld ætluðu að deila og drottna í samfélaginu þar sem gagnrýni var óþekkt fyrirbæri; þar bera fjölmiðlar mikla ábyrgð er virðast ekki hafa haft nægilega fjölmenntaða starfsmenn til að gagnrýna ástandið. Framangreind dæmi eru þau sem oftast hafa verið í fréttum en er eflaust fleiri?
Við erum örþjóð með land þar sem miklar auðlindir eru til lands og sjávar. Erlendar þjóðir og sterkir erlendir fjármagnseigendur munu reyna áfram að ná hér tangarhaldi. Við þurfum óspillta stjórnmálamenn/stjórnvöld að gæta þess vel, að missa ekki það sem eftir er þótt við verðum í samvinnu við erlenda aðila um nýtingu auðlinda okkar.
Ef til vill var rétt hjá Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra er hann sagði: ''Við borgum ekki skuldir óreiðumanna''. Við hljótum að semja um skuldir okkar á þeim nótum en ekki láta frá okkur auðlindir og þar með efnahagslegt sjálfstæði.
Samfylkingin á stóran þátt í hvernig komið er í efnahagsmálum; Ingibjörg Sólrún varði bankakerfið erlendis og hérlendis meðan hún var utanríkisráðherra, skaut flokknum undan þeirri ábyrgð að viðurkenna sök sína.
Kjósum ekki Samfylkinguna ef við viljum ábyrga stjórn er stendur vörð um land og þjóð er sér enga aðra útleið en koma þjóðinni undir erlent vald sem allra fyrst; fara bónbjargarleið til Brussel; - sækja um inngöngu í Evrópusambandið, ekki trúverðugur flokkur til samninga.
Kjósum ekki Samfylkinguna í komandi kosningum!
![]() |
Skulduðu hálfan milljarð í lok 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook
13.4.2009 | 18:11
Sjálfstæðisflokkurinn -traust stjórnmálaafl?
Gera má ráð fyrir að stórfyrirtæki er styrktu Sjálfstæðisflokkinn um tugi milljóna hafi með því viljað velvild stjórnmálamanna flokksins. Komið hefur fram af hálfu forsvarsmanna fyrirtækjanna hafi Guðlaugur beðið þá um aðstoð í fjáröflunarskyni. Eðli málsins samkvæmt og vegna Sjálfstæðisflokksins ætti Guðlaugur Þór að draga sig í hlé til að halda sjálfsvirðingu; - og virðingu flokksins/fylgi út á við.
Sorglegt að formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hafa lýst yfir stuðningi sínum við Guðlaug. Er það virkilega vilji sjálfstæðismanna þar; að vilja ekki haldi reisn og trausti sem stærsta stjórnmálaaflið hingað til?
Guðlaugur Þór er annar oddvitinn á lista flokksins í Reykjavík og hlýtur að axla þá ábyrgð að flokkurinn hafi sæmilega siðferðilega sýn í bráð og lengd; þess vegna verður hann að segja af sér bæði flokksins vegna og til viðvörunar öðrum stjórnmámönnum í öllum flokkum.
Hins vega var framkoma Gunnar Helga Kristinssonar ámælisverð að saka Sjálfstæðisflokkinn um mútuþægni í ríkisfjölmiðli; greinilega ''pólitísk'' árás fremur en hlutlaust álit sett fram af launuðum háskólamanni/fræðimanni?
![]() |
Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2009 | 07:31
Gleðilega páskahátíð
Heilaga María Guðsmóðir bið þú Drottinn vorn að senda geisla páskasólarinnar inn í hjörtu allra að verma fræ trúar, vonar og kærleika; að þau megi vaxa og dafna; verða að nýrri þjóðarsál þar sem friður og réttlæti ríkir í samfélaginu; upp grói nýtt þjóðfélag þar sem við getum búið í sátt hvert við annað; við landið og auðlindir þess til lands og sjávar að við umgöngumst það af ást og virðingu; skilað því áfram til komandi kynslóða.
Gleðilega páska
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook
11.4.2009 | 12:20
Ný siðferðisgildi í stjórnmálum
Þrátt fyrir titring hjá Sjálfstæðisflokknum og ef til vill fylgistap í bili er það vel að taka nú þegar á málinu með nýjum formanni; Hinir flokkarnir verða að gera slíkt hið sama til að halda áliti. Þeir sem stóðu að tug milljóna styrkjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn verða að stíga fram í dagsljósið; axla ábyrgð, - og fara úr ábyrgðarstöðum í stjórnmálum ef þeir eru þannig staðsettir.
Ef til vill tekst nýja formanninum Bjarna Benediktssyni að hreinsa til og skapa betra siðferði í stjórnmálum; þá á hann bjarta framtíð í stjórnmálum.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook
10.4.2009 | 09:34
En hinir stjórnmálaflokkarnir?
Mbl hlýtur að upplýsa lesendur sína um frekara styrki til hinna flokkanna, útilokað annað en þangað hafi ratað ''styrkir'' en hverjir? Hefur Samfylkingin fengið styrki frá Evrópubandalaginu? Hvaðan koma fjárstyrkir til Vinstri grænna?
![]() |
Landsbankinn veitti 2 styrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook
9.4.2009 | 15:39
''Fjársöfnun til styrktar''?
Undur og stórmerki ; Guðlaugur Þór ''hvatti einstaklinga að aðstoða við fjársöfnun'' handa vesalings fjárvana Sjálfstæðisflokknum; ''ekki undarlegt að þurfa styrk frá neyðarlínunni''.
'' Penni minn er lamaður af undrun svo ekki sé meira sagt''
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 15:17
''Gægst undan pilsum formannsins''
Fylgi Samfylkingar er vegna trúar almennings á staðfestu Jóhönnu Sigurðardóttur að hjálpa þeim er minna mega sín og vilja hennar til að skerða ekki velferðarkerfið.
Því miður þrátt fyrir stefnu Jóhönnu er stendur á gömlum gildum jafnaðarstefnu verður það hálmstrá er ekki mun skila þjóðinni styrkri stjórn nú um stundir.
Sundurleitir hópar Samfylkingar verður ekki haldreipi til framtíðar.
![]() |
Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 10:31
Fjármálin upp á borðið - Guðlaugur Þór ætti að segja af sér
Allt verður að komast upp á borðið í fjármálum flokkanna samkvæmt forystugrein Mbl í dag fékk Samfylkingin 45milljónir á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn. Ef stjórnmálamenn ætla að endurvinna traust almennings verða þeir allir að sýna bókhald flokkanna annað er ekki í boði siðferðis almennings í landinu.
Guðlaugur Þór ætti að draga sig í hlé ef hann vill leggja flokknum lið í áframhaldandi uppbyggingu og endurnýjuðu siðferði í stjórnmálum. Enginn getur tæplega sætt sig við annað en þingmenn með hreint borð.
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Erfitt mál fyrir fokkinn dugar ekki þótt Geir H: Haarde vilji taka alla sök á sig; gott mál ef allir aðrir flokkar ætla að birta bókhald sitt aftur í tímann; gæti kennt ýmissa grasa?
Engu að síður er versti kostur að kjósa Samylkinguna allt annað betra fyrir þjóðina; hún þarf ekki flokk sem ekki er heill innlendri framleiðslu svo sem sjávarútvegi og landbúnaði; allt bjargræði felst í inngðngu ESB; kjósum ekki Samfylkinguna!
![]() |
Styrkir endurgreiddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2009 kl. 08:43 | Slóð | Facebook
8.4.2009 | 12:57
Skinney SF 20 - vinna og velferð í Hornafirði
Óska eigendum og íbúum Hornafjarðar til hamingju með glæsilegt skip er mun auka atvinnu þar bæði á sjó og í landi. Skinney er ein af styrkustu stoðum atvinnulífs í Hornafirði en þar er lítið sem ekkert atvinnuleysi þrátt fyrir banka- og efnahagskreppu.
Vinna og velferð er að skapa atvinnu fyrir fólk í framleiðslustörfum til hagsbóta fyrir þjóðina. Of mikið er af velmenntuðu fólki í þjónustustörfum eins og t.d. í bankakerfinu. Þessu verðmæta vinnuafli þarf að beina meira í framleiðslustörf/framkvæmdir; til að skapa arðbæra vinnu - og velferð.
Skinney SF er til fyrirmyndar þrátt fyrir erfitt efnahagsástand hefur fyrirtækinu tekist að endurnýja skip sitt og er það vel.
Enn og aftur til hamingju Hornfirðingar.
![]() |
Skinney SF-20 til heimahafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook
8.4.2009 | 11:00
Samfylking - ekki málsvari vinnu og velferðar?
Eflaust hefur hugur fylgt máli hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra í elhúsdagsumræðum , að vinna og velferð ætti að vera í forgrunni; yrðu laun þeirra ekki skert er minnst hafa, slegin skjaldborg um velferðarkerfið. Innan samfylkingar eru margir hagsmunahópar er virðast fyrst og fremst hafa eigin hagsmunamál í fyrirrúmi.
Skemmst er að minnast er Steinunn Valdís Óskarsdóttir þáverandi borgarstjóri ákvað hækkun launa þeirra starfsmanna er minnst höfðu í borginni; Steinunn Valdís varð ekki og er ekki hátt skrifuð í valdapíramída Samfylkingarinnar - en ekki tókst þó að koma henni frá.
Nú finnst þessum sömu hagsmunahópum gott að halda í pilsfald Jóhönnu forsætisráðherra einungis til að halda fylgi og breiða yfir ábyrgð flokksins á bankahruninu; og eigin hagsmunum
Þá er erfiðasta ráðuneytið, viðskiptaráðuneytið skipað embættismanni til að fela enn betur mistök fyrrverandi viðskiptaráðherra Samfylkingar.
Eina fasta stefna Samfylkingar viðist vera að ganga í ESB; að geta komið sínum fulltrúm í skrifræðið; til Brussel að ''stjórna lýðnum''með Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins í eftirdragi?
Samfylkingin mun tæplega axla ábyrgð í fortíð, nútíð eða framtíð.
Kjósum ekki Samfylkinguna í komandi kosningum!
6.4.2009 | 17:35
Kjósum ekki Samfylkinguna!
Betri samningar en í tíð síðustu ríkisstjórnar;hvar var Össur utanríkisráðherra í síðustu ríkisstjórn?Utanríkisráðherrann virðist fara með lýðskrum í tilefni komandi kosninga, stingur ennþá einu sinni höfðinu í sandinn til að fela ábyrgð Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn, hvernig er hægt að bjóða nokkrum heilvita mann upp á annan eins málflutning?
Fyrrverandi formaður Samfylkingar hafði ekki fyrir því að biðjast afsökunar í hlutdeild flokksins á bankahruni við völd síðustu ríkisstjórnar; það hefði Ingibjörg Sólrún getað þó hún væri veik; eins og Geir H. Haarde. Samfylkingin ætlar að sigla lygnan sjó í komandi kosningum en kemst flokkurinn upp með svo ábyrgðarlausan málflutning?
Kjósum ekki Samfylkinguna!, flokkurinn á skilið ærlega ráðningu fyrir ábyrgðarlausan málflutning í samstarfi síðustu ríkisstjórnar og mun halda lýðskruminu áfram.
![]() |
Össur: Samningaviðræður í góðum farvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook
28.3.2009 | 18:01
Pilsfaldur Jóhönnu - skammgóður vermir
Dagur orðinn varaformaður þeir báðir hann og Árni Páll komnir undir pilsfald Jóhönnu Sigurðardóttur með sigurbros á vör. Ákvörðun um umsókn ESB til Brussel þegar tekin; bjarga heimilum og fjölskyldum látin lönd og leið - og atvinnulífið aukaatriði.
Engar forsendur eru fyrir umsókn næsta kjörtímabil meðan ekki er lagað til í fjármálum/hagkerfinu það vita allir. Hverjum ætlar varaformaðurinn að bjarga eru það "bestu vinir" Samfylkingarinnar, Baugsveldið; "rjóminn" úr útrásarvíkingunum?".
Pilsfaldur Jóhönnu verður skammgóður vermir en er á meðan er?
![]() |
Dagur nýr varaformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2009 | 13:03
"Opinn lýðræðislegur - Sjálfstæðisflokkur"
Opna flokkinn, hvernig á að opna sjálfstæðisflokkinn að hann verði flokkur breiðrar samstöðu?; lýðræðislegur þar sem allir geta komið skoðunum á framfæri, hljómar vel á prenti - og í eyrum. Kosning formanns og varaformanns mun sýna hvort hugur fylgi máli.
Ef formaður og varaformaður koma úr sama kjördæmi er tónninn sleginn;- engin breyting. Það er lýðræðisleg krafa og undurstrikun raunverulegrar stefnubreytingar að annar hvor komi utan Reykjavíkursvæðisins. Framagreind rök eru sterkari þótt bæði embættin verði skipuð körlum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook
26.2.2009 | 21:41
Forsetinn undirritaði "eigin afsögn"?
Eftirsjá af Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum hann gerði allt er hægt var þegar í óefni var komið;sýndi hugrekki lét verkin tala; dótakassi Glitnis (gamla) var tæplega veðhæfur.
Davíð hefur orðið fyrir hatursáróðri flestra fjölmiðla. Glöggt mátti sjá það í síðasta viðtali Kastljóssins á RUV. þar virtist fyrst og fremst óvild vera markmið Sigmars fréttamanns til að valta yfir seðlabankastjórann; málefnin oft aukaatriði en hvers vegna?
Davíð varðist, hann á sterk ítök í þjóðinni þrátt fyrir hatursáróðinn er í sumum tilfellum hefur orðið "krónísk fóbía" eins og á Útvarpi Sögu bæði hjá útvarpsstjóra og samtölum Sigurðar Tómassonar og Guðmundar hagfræðings en hvers vegna? Leiða má líkur að umræddur hatursáróður hafi löngu snúist upp í meðbyr með Seðlabankastjóranum?
Forsetinn hefur nú undirritað "uppsagnarbréfið" tæplega þurft að þurrka af sér tárin við þá athöfn. Davíð sagði í umræddu viðtali að það versta væri að þjóðin ætti engan leiðtoga er gæti talið kjark í þjóðina; hann hefur rétt fyrir sér.
Hefði staðið forsetanum næst að gegna því hlutverki en hann hefur brugðist þjóð sinni með því að vera ókrýndur foringi og "klappstýra" útrásargarkanna; orð hans yrðu aðeins til að hella olíu á eld og valda enn meiri reiði og sundrung meðal þjóðarinnar.
Með því hefur forsetinn óbeint undirritað eigin afsögn; og ætti að stíga til hliðar sem allra fyrst.
![]() |
Búinn að staðfesta lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2009 kl. 11:35 | Slóð | Facebook
25.2.2009 | 12:22
Fjármálabrask í skjóli Jóhönnu?
Frumvarpið er á góðri leið með að verða aukaatriði í seðlabankamálinu nema til a reka Davíð Oddsson. Hafi hann varað fyrrverandi ríkisstjórn við bankahruninu 30. sept. s.l. og horft hefur verið framhjá undarlegum lánum til einkahlutafélaga í rannsókn bankamálanna; kemur það vonandi upp á yfirborðið fyrir kosningar.
Erfitt verður fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að bjóða sig fram sem formaður Samfylkingarinnar eftir upplýsingar Davíðs í Kastljósi. Hefur Jóhanna Sigurðardóttir látið nota sig í krafti vinælda sinna til að leiða þessa aumu ríkisstjórn og horfa framhjá fjármálabraski?; hún sat í fyrrverandi ríkisstjórn og ber ábyrgð er hún verður að axla.
![]() |
Fundur boðaður í viðskiptanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 23:08
"Stóra og litla Skessa"
Árásirnar á Davíð Oddsson, seðlabankastjóra minna um margt á söguna um bóndasoninn er fór að leita að Búkollu er var fjársjóður heimilisins. Bóndasonurinn lenti í miklum hremmingum þeirra er vildu ná Búkollu og tortíma henni; sóttu að honum skessur tvær en alltaf komst hann undan við illan leik og heim með Búkollu.
Hvað verður um Davíð og Seðlabankann skal ósagt látið vonandi kemst þjóðin og Davíð lífs af úr þeim hremmingum er yfir ganga. Stjórnin er nú situr er ekkert gagn að gera - tvær skessur (Jóhanna og Steingrímur(litla skessa )) sitja í minnihlutastjórn aðallega að fylgja eftir hatrinu á seðlabankastjóranum?; viðskiptaráðherrann talar skynsamlega en enginn tími að hlusta á hann?
![]() |
Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 20:36
Betra seint en aldrei
![]() |
Davíð í Kastljósviðtali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook
15.2.2009 | 10:43
Sjávarútvegsráðherra sviptir þjóðarbúið gjaldeyristekjum?
Hvers vegna er ekki gefið út veiðileyfi til loðnuveiða er það vegna þröngra sjónarmiða náttúrverndarsinna Vinstri grænna; er skilja ekki að nýting náttúrunnar sér til framfæris er oft vernd í sjálfu sér? Hér er engin áhætta þar sem ákvörðun um veiðar er eitt ár í einu.
Hafrannsóknarstofnun býr ekki yfir svo víðtækri þekkingu á lífkeðju sjávarins, að það sé verjandi að gefa ekki út veiðileyfi þar sem loðnan drepst eftir hrygningu; loðnan er þegar komin nógu langt upp á landgrunnið þar sem veiðar ná ekki til; sem er vörn náttúrunnar til viðhalds loðnunni.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra á tvímælalaust að leyfa loðnuveiðar nú þegar; annars er hann að svipta þjóðarbúið mikilvægum gjaldeyristekjum.
![]() |
Vilja hefja loðnuveiðar strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 19:29
Lýðskrum Jón Baldvins
Útspekúlerað lýðskrum en mun ekki virka vegna þess að þjóðin er búin að fá nóg í bili af ótrúverðugum stjórnmálamönnum. Minnir að Jón Baldvin hafi ýtt út Kjartani Jóhannssyni og Benedikt Gröndal sem formönnum Alþýðuflokksins. Ekki var Jóhanna Sigurðardóttir ánægð þegar hún sagði sig úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóþvaka; enda er það hún sem alltaf hefur haft traust og fylgi í grasrót flokksins; miklu meira en Jón Baldvin sem virðist á góðri leið með að lifa sjálfan sig í stjórnmálum.
Undirrituð gæti aldrei kosið flokk sem ekki hefur þann fyrirvara á inngöngu ESB að stjórn fiskimiða verði ekki flutt til Brussel eins og er stefna Samfylkingar.
Halldór Ásgrímsson Framsókn sagði alltaf þótt hann væri hlynntur inngöngu ESB; að hann myndi aldrei samþykkja erlend yfirráð yfir fiskimiðunum; tel að sá vilji sé enn sá sami í Framsókn.
Vonandi verður ofdekur á inngöngu ESB Samfylkingunni og Jóni Baldvini endanlega að falli.
![]() |
Jón vill að Ingibjörg víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.2.2009 kl. 01:44 | Slóð | Facebook