Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.10.2008 | 08:52
Betra seint en aldrei
Betra seint en aldrei fyrir ESB/EES að sýna "hinu siðferðilegu félagslegu samkennd"; inntak boðskapar sambandanna til að byggja upp sameldni ríkjanna. Skyldi þó aldrei vera að tilboð Rússa um lán hafi vakið eftirtekt leiðtoganna í "erfiðleikum smáþjóðar" enda ekki vænlegt að fá Rússana inn á Norður -Atlandsshaf?
![]() |
ESB-leiðtogar styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 07:57
"Græddur er geymdur eyrir"- einstæð móðir tapar sparnaði af litlum launum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook
16.10.2008 | 00:21
Morgunbæn:
15.10.2008 | 10:18
"Enginn má undan líta"
Áríðandi vandamálum í efnahagsstjórnun er Sjálfstæðisflokknaum ætlað að leysa en eftir stendur Samfylkingin í nýju fötum keisarans eins og ekkert sé. Ástæða fyrir Geir Haarde að vera vel á verði enginn má undan líta; Samfylkingin getur ekki litið undan á ábyrgðarstundu og látið samstarfsflokkinn um erfiðleikana.
Nánast útilokað er að núverandi stjórn sitji út kjörtímabilið ef heldur áfram sem horfir vegna þess að Samfylkingin virðist ætlar að skjóta sér undan merkjum og koma syndlaus til næstu kosninga.
Eins og undirrituð hefur áður nefnt þá yrði stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna farsælust við erfiðar aðstæður í endurreisn rétt eins og Nýsköpunarstjórnin um miðjan áratug síðustu aldar er kom togaraútgerð og atvinnusköpun á stað fyrir alvöru hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook
15.10.2008 | 04:39
Sólveig Árnadóttir: Bæn íslenskrar móður
Ykkar móðir.
Nú renni ég augunum upp til þín,
og andvarpa í hljóði.
Ég bið þig fyrir börnin mín,
blessaður Jesús góði.
Sólveig Árnadóttir 1957
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook
15.10.2008 | 02:13
"Lófalestur og galdrabrennur"
Vonandi hefjast ekki ásakanir eða "galdrarennur" í ríkjandi ástandi; mikilvægast að stjórnmálaflokkar og stofnanir standi saman að finna bestu lausnina. Allir eru felmtri slegnir erfitt að taka mikilvægar ákvarðanir. Fyrir mér hafa hagfræðingar /sérfræðingar komið fram með misvísandi upplýsingar um hvað fór úrskeiðið eða hver eru úrræðin - nema setja Davíð Oddson seðlabankastjóra á "galdrabálið".
Samt sem áður alvarlegt mál ef sérfræðingar tilgreindra stofnana hafa setið þennan fund með Landsbankanum en ekki tilgreint stofnunum sínum þessa válegu skýrslu - líkast "lófalestri" fremur en kaldri staðreynd er þurfti að ígrunda vel.
![]() |
Bankaskýrsla undir stól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 20:06
EES fordyr - ESB = sæluríkið?
Samkvæmt lögum EESsvæðisins gátu íslensku bankarnir flutt út sparifé landsmanna.l Allt fjármagn og vinnuafl í frjálsu flæði í nafni jafnréttis og bræðralags innan EES, fordyr áður en innganga verður í eilífðar sæluríki ESB. Íslensku bankarnir fitnuðu eins og púkinn á fjósbitanum, ekkert gat stöðvað þá; urðu 12sinnum stærri en þjóðarframleiðsla Íslands samt er þjóðin ábyrg fyrir innstæðum viðkomandi landa. Við bætist að bankarnir hafa ekki staðið í skilum í tryggingarsjóð innlána aðeins 13milljarðar eru í sjóðnum en ættu að vera 40milljarðar (Fréttablaðið 14.10)
Er ekki sæludraumurinn búinn, stærstu ríki ESB hafa samið sín í milli en Alþjóðgjaldeyrissjóðnum ætlað sjá um minni ríkin? Þau skipta ekki máli þegar alvara er á ferðinni aðeins stærstu ríkin sáust við samningaborðið þegar ESB samdi um efnahagsaðgerðir sambandsríkjanna.
Er draumurinn um eilífðar sæluríkið ESB orðinn að martröð? (Líkt eins og 1000ára ríkið forðum?).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook
14.10.2008 | 08:08
Forsetinn - sameiningartákn
Forsetinn hefur og á að hafa neitunarvald gagnvart alþingi ef til stóráfalla kemur í lífi þjóðarinnar. Reynt var með lögum að setja réttlátan lagarammra um eignarhald fjölmiðla kallaði ekki á afskipti forsetans. Umrædd lög voru sett til að dreifa eignarhald á fjölmiðlum til að vernda raunverulegt málfrelsi/ritfrelsi þjóðinni til hagsbóta.
Umrætt viðtal var tilraun forsetans til að bæta um og viðurkenna mistök sín og er það virðingarvert. Best viðurkennir hann mistök sín; að draga sig í hlé og annar forseti verði kosinn er gæti orðið óumdeildur, sameiningartákn þjóðarinnar.
![]() |
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook
13.10.2008 | 22:24
Kvöldbæn
Góði Guð, vak þú yfir mér á meðan ég sef. Vak yfir öllum, sem eru þreyttir, að hvíla sig. Gef öllum svöngum mönnum mat að borða. Hugga líka góði Guð, alla þá, sem eru sorgmæddir, einmana og sjúkir.
Amen
13.10.2008 | 01:31
Morgunblaðið - nýtt eignarhald
Alþingi um fjölmiðlalög. Sterkur áróður stjórnarandstöðu/Samfylkingar og neitum undirskriftar forsetans gerði út um áðurnefnd lög. Allt í nafni frelsir og frjálshyggju.

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook