Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Betra seint en aldrei

Betra seint en aldrei fyrir ESB/EES að sýna "hinu siðferðilegu félagslegu samkennd";   inntak boðskapar sambandanna til að byggja upp sameldni ríkjanna. Skyldi þó aldrei vera að tilboð Rússa um lán hafi vakið eftirtekt leiðtoganna í "erfiðleikum smáþjóðar" enda ekki vænlegt að fá Rússana inn á Norður -Atlandsshaf?

 


mbl.is ESB-leiðtogar styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Græddur er geymdur eyrir"- einstæð móðir tapar sparnaði af litlum launum!

Einstæð forsjál móðir sparaði reglulega af litlum launum (Mbl í dag)átti um sjöhundruð þúsund inn  á peningasjóðnum í bankanum; hafði fengið fulla vissu um að sjóðurinn væri öruggur og með bestu vöxtum. Innstæða sem átti að grípa til á ögurstundu ef veikindi eða önnur áföll berðu að dyrum. Samkvæmt reglum útlána eru peningar einstæðu móðurinnar tapaðir án þess að henni væri sagt að þessum sjóði fylgdi áhætta.
 
Ekki ásættanleg niðurstaða að fara með sparnað fólks með svo siðlausri framkomu, að draga ekki fram við viðskiptavini hvaða reglur felast í innlánum. Að framansögðu er siðferðilega réttmætt að einstæða móðirin og þeir sem misst hafa ævisparnað sinn í peningsjóðum bankann verðu bættur skaðinn. 
 
Nauðsynlegt er að setja skýrar reglur um innlán svipað og í Noregi; þar varð banki að leggja inn starfsleyfi sitt vegna þess að sparifjáreigendur/hjón fengu ekki réttar upplýsingar þegar þau báðu um ráð  vegna hlutabréfa sem höfðu fallið í verði. Þjónustufulltrúinn ráðlagði þeim að kaupa meiri hlutabréf sem síðan féllu í verði og ekkert varð eftir að ævisparnaðnum.
 
 
 
 

Morgunbæn:

Í náðarnafni þínu
nú vil ég klæðast, Jesús.
Vík ég að verki mínu
vertu hjá mér, Jesús.
Hjarta, hug og sinni
hef ég til þín, Jesús.
Svali sálu minni
sæta nafnið Jesús
ég svo yfirvinni
alla mæðu, Jesús,
bæði úti og inni
umfaðmi mig Jesús.

 

 

 

Hallgrímur PéturssonHalo


"Enginn má undan líta"

Samfylkingin reynir allt hvað  hún getur að þvo hendur sínar í erfiðu efnahagsástandi þjóðarinnar. Fulltrúi þeirra í seðlabankastjórn sagði af sér í  glampandi sviðsljósi fjölmiðla. Skilaboðin voru; “við bárum enga ábyrgð allt hinum að kenna”. Síðna koma skilaboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns flokksins um að seðlabakastjórnin skuli víkja og innganga í ESB sem fyrst. Undirrituð varð fyrir mestum vonbrigðum með Jóhönnu Sigurðardóttur í drottningarviðtalinu” á Rúv, Lýsti hún yfir að  best væri að stjórn seðlabankans viki – sérstaklega Davíð Oddssoni. Engin svör við vandanum annað en það sem hún sagðist hafa gert og ætlaði að gera –rétt eins og hún væri ein í heiminum en ekki í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

 

Áríðandi vandamálum í efnahagsstjórnun er Sjálfstæðisflokknaum ætlað að leysa en eftir stendur Samfylkingin í “nýju fötum keisarans” eins og ekkert sé. Ástæða fyrir Geir Haarde að vera vel á verði enginn má undan líta;  Samfylkingin getur ekki litið undan á ábyrgðarstundu og látið samstarfsflokkinn um erfiðleikana.

 

Nánast útilokað er að núverandi stjórn sitji út kjörtímabilið ef heldur áfram sem horfir vegna þess að Samfylkingin virðist  ætlar að skjóta sér undan merkjum og koma “syndlaus” til næstu  kosninga.

 

Eins og undirrituð hefur áður nefnt þá yrði stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna farsælust við erfiðar aðstæður í endurreisn rétt eins og Nýsköpunarstjórnin um miðjan áratug síðustu aldar er kom togaraútgerð og atvinnusköpun á stað fyrir alvöru hér á landi.Woundering

 


Sólveig Árnadóttir: Bæn íslenskrar móður

Bæn til barnanna: Algóði himneski Faðir. Ég vona að þú heyrir mínar bænir í Jesú blessaða nafni. Amen. Ég bið þig að halda þinni heilögu hönd yfir öllum barnahópnum mínum sem þú gafst mér. Lífs og liðnum, tengdabörnum og barnabörnum. En fremur bið ég þig að leiða þau á lífsins braut, blessa öll þeirra störf og hjónabönd þeirra. En fremur bið ég þig minn hjartkæri Frelsari að vera í stafni á farartækjum þeim sem drengirnir mínir og tengdasynir stýra, bæði á sjó og landi. Láttu þín fögru ljósgeisla ljóma yfir heimilum þeirra. En fremur bið ég þig þegar þú burtkallar þau héðan að vera þeim nálægur, taka í hönd þeirra og leiða þau inn í Dýrðar ríki þitt. Ó Drottinn heyr bæn mína og Drottinn veit þú áheyrn veikum bænum mínum og vísa þeim að náðarfaðmi þínum. Almáttugur Guð hann styrki yður og varðveiti að eilífu.

Ykkar móðir.Happy

Nú renni ég augunum upp til þín,
og andvarpa í hljóði.
Ég bið þig fyrir börnin mín,
blessaður Jesús góði.

                            Sólveig Árnadóttir 1957

 

 


"Lófalestur og galdrabrennur"

Vonandi hefjast ekki ásakanir eða  "galdrarennur" í ríkjandi ástandi; mikilvægast að stjórnmálaflokkar og stofnanir standi saman að finna  bestu lausnina. Allir eru felmtri slegnir   erfitt að taka mikilvægar ákvarðanir. Fyrir mér  hafa hagfræðingar /sérfræðingar komið  fram  með  misvísandi upplýsingar um hvað  fór úrskeiðið  eða hver eru úrræðin - nema setja Davíð Oddson  seðlabankastjóra á "galdrabálið".

Samt sem áður  alvarlegt mál ef sérfræðingar tilgreindra stofnana hafa setið þennan fund með Landsbankanum en ekki tilgreint stofnunum sínum  þessa válegu skýrslu - líkast "lófalestri" fremur en kaldri staðreynd er þurfti að ígrunda vel.


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES fordyr - ESB = sæluríkið?

 


Forsetinn - sameiningartákn

Viðtal við forsetann Ólaf Ragnar Grímsson í Kastljósinu í gærkveldi kallar á hvaða ímynd forsetaembættið ætti að hafa í framtíðinni. “Pólitísk” afskipti forsetans af fjölmiðlafrumvarpinu urðu að líkindum til að þrjátíu þúsund manns skiluð auðu er hann var kjörinn annað sinn. Við bætist stuðningur forsetans með ráðum og dáð við útrásarvíkinganna svokölluðu; ferðaðist um heiminn með  einkaþotum þeirra til að dásama “efnahagasundrið”.

 

Forsetinn hefur og á að hafa neitunarvald gagnvart alþingi  ef til stóráfalla kemur í lífi þjóðarinnar. Reynt var með lögum að setja réttlátan lagarammra um eignarhald fjölmiðla kallaði ekki á afskipti forsetans. Umrædd lög voru sett til að dreifa eignarhald  á fjölmiðlum til að vernda raunverulegt  málfrelsi/ritfrelsi þjóðinni til hagsbóta.

 Umrætt viðtal var tilraun forsetans til að bæta um og viðurkenna mistök sín og er það virðingarvert. Best viðurkennir hann mistök sín; að draga sig í hlé og annar forseti verði kosinn  er gæti orðið óumdeildur,  sameiningartákn þjóðarinnar.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldbæn

Góði Guð, vak þú yfir mér á meðan ég sef. Vak yfir öllum, sem eru þreyttir, að hvíla sig. Gef öllum svöngum mönnum mat að borða. Hugga líka góði Guð, alla þá, sem eru sorgmæddir, einmana og sjúkir.

 

 

HaloAmen


Morgunblaðið - nýtt eignarhald

Tveir fyrrverandi eigendur gjaldþrota banka hafa nú keypt Morgunblaðið og hlýtur að vekja spurningar um trúverðugleika starfandi blaðamanna. Geta blaðamenn starfað óháðir gagnvart eigendum sínum? Eins og kunnugt er var samþykkt af fyrrverandi stjórnarmeirihluta frumvarp frá
Alþingi um fjölmiðlalög. Sterkur áróður stjórnarandstöðu/Samfylkingar og neitum undirskriftar forsetans gerði út um áðurnefnd lög. Allt í nafni frelsir og frjálshyggju.
 
Viðunandi lagarammi um eignarhald á fjölmiðlum er tæplega til staðar; gerir trúverðugleikann vafasaman. Undirrituð hefur ekki forsendur til að álíta ramman í kringum umrætt eignarhald ólöglegan en orkar tvímælis hvort það er siðferðilega rétt.
 
Eftir stendur blogg Morgunblaðsins, "dómstóll götunnar", getur tjáð skoðanir um menn og málefni á eigin ábyrgð. Hætt er við gagnrýnin blogg rati síður til birtingar á Mbl. Frekar  "froðublogg" er ekki  hafa  teljandi áhrif á lesendur blaðsins þegar fram í sækir. Huggun harmi gegn samkvæmt sögunni hefur ritfrelsi og málfrelsi ætíð fundið nýjan farveg; oftar en ekki kostað blóð og tár -  og á sér  enn stað hjá einræðisríkjum nútímans.Errm

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband