Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.10.2008 | 20:54
Kvöldbæn á sunnudegi


(Þjóðkirkjan)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook
12.10.2008 | 17:49
Davíð Oddsson yrði góður forseti
Góðra gjalda vert að vilja hughreysta þjóðina allir hafa rétt á að taka sinnaskiptum. Herra forsetinn er sá maður sem þjóðina tekur mark á. En ekki verður litið framhjá að hvert mannsbarn veit að forsetinn var stuðningsmaður "útrásarinnar", studdi Baug "leynt og ljóst".Afnam fjölmiðlalögin í nafni frelsis og frjálshyggju. Allt skyldi verða frjálst en varð um leið hömlulaust með hörmulegri afleiðingu fyrir þjóðina um langa framtíð.
Getur tæplega verið frambærilegt fyrir þjóðhöfðingja að koma svo fram til að hugga lýðinn - ekki trúverðugt frekar en þegar Aron smíðaðið gullkálfinn forðum - hann varð að víkja.
Forsetinn ætti að draga sig í hlé við fyrst tækifæri; best væri að Davíð Oddsson tæki við og yrði forseti.
Biblían:
Postulasaga : 30- 43
30Að fjörutíu árum liðnum birtist honum engill í eyðimörk Sínaífjalls í logandi þyrnirunna. 31Móse undraðist sýnina, gekk nær og vildi hyggja að. Þá hljómaði rödd Drottins: 32Ég er Guð forfeðra þinna, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs. En Móse skelfdist og þorði ekki að hyggja frekar að. 33En Drottinn sagði við hann: Leys af þér skó þína því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð. 34Ég hef séð áþján fólks míns á Egyptalandi og heyrt andvörp þess og er ofan kominn að frelsa það. Kom nú. Ég sendi þig til Egyptalands.
35Þennan Móse, sem Ísraelsmenn höfnuðu með því að segja: Hver skipaði þig höfðingja og dómara? hann sendi Guð sem höfðingja og lausnara með fulltingi engilsins er honum birtist í þyrnirunnanum. 36Það var Móse sem leiddi þá út úr Egyptalandi og gerði undur og tákn á Egyptalandi, í Rauðahafinu og á eyðimörkinni í fjörutíu ár, 37þessi sami Móse sem sagði við Ísraelsmenn: Spámann eins og mig mun Guð láta koma fram úr hópi ættmenna ykkar. 38Það var hann sem var í söfnuðinum í eyðimörkinni, ásamt englinum sem talaði við hann á Sínaífjalli, og með feðrum vorum. Hann tók á móti lifandi orðum að gefa okkur. 39Eigi vildu forfeður vorir hlýðnast honum heldur hrundu honum frá sér og þráðu í hjörtum sínum Egyptaland. 40Þeir sögðu við Aron: Ger okkur guði sem geta farið fyrir okkur því að ekki vitum við hvað orðið er af Móse þeim sem leiddi okkur brott af Egyptalandi. 41Og á þeim dögum smíðuðu þeir kálf, færðu skurðgoðinu fórn og glöddust yfir verki handa sinna. 42En Guð sneri sér frá þeim og lét þeim eftir að dýrka her himinsins eins og ritað er í spámannabókinni:
Ekki færðuð þér mér sláturdýr og fórnir
árin fjörutíu í eyðimörkinni, Ísraelsmenn.
43Nei, þér báruð tjaldbúð Móloks
og stjörnu guðsins Refans, myndirnar sem þér smíðuðuð til þess að tilbiðja þær.
Ég mun herleiða yður austur fyrir Babýlon.
![]() |
Forsetinn hvetur til samstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook
12.10.2008 | 15:41
"Baugsleiksviðið - gamblað með ævisparnað fólks"?
Yfirtaka GLITNIS kom öllu þessu af stað síðan er alheimskreppa við vorum ekki gjaldþrota sagði Jón Ásgeir Jóhannesson eigandi Baugs í Silfri Egils í dag; en hvað með veðin sem Baugur kom með til að fá lán hjá ríkinu þegar ekki var hægt að standa í skilum?: Bílalán, viðskiptavild (óefnisleg verðmæti) eignir sem ekki var hægt að veðsetja o.fl. Hvers vegna má almenningur ekki vita hvað var í veðpokanum sem seðlabankanum var boðið
Hver trúir því að Jón Ásgeir sé kominn hingað til að bjarga atvinnu fólks? Einhver Green miljónamæringur kominn í spilið enn ein "svikamillan" á leiksviði Baugs Groub. Tek undir með Agli í Silfrinu að betra væri að láta Breta hafa GLITNI og eignir Baugs upp í skuldir handa sparifjáreigendum í Bretlandi.
.Allt fjármagn úr bankanum sogað til að kaupa og gambla með fyrirtæki. Hvað með peningasjóð Glitnis?, fólki talið trú um að þar væri best að ávaxta sparnaðinn þar. Fólk tók út peningana sína af öruggum innlánsreikningum. Síðan "keypti" Baugur hlutbréf í peningasjóðnum með pappírspeningum til að fjármagna útrásina. Dæmi: Jón Jónsson og frú eiga fimm milljónir á innlánsreikningi (ævisparnað) Glitnis, leggja þær inn í peningasjóðinn. Á móti eru sett pappírshlutabréf og flutt út í útrásina miklu Baugsfyrirtækin geta ekki staðið í skilum missa bankann sinn, það sem verra er að Jón Jónsson og frú misst ævisparnaðinn sinn.
Framangreind hugleiðing er upplifun mín úr fréttum af fjárhagserfiðleikum og gjaldþroti á Litla leiksviði Baugs og "stóra leiksviði heimsins".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook
12.10.2008 | 08:01
Hallgrímur Pétursson: Morgunbæn
Morguæn Hallgríms Péturssonar:
Í náðarnafni þínu
nú vil ég klæðast, Jesús.
Vík ég að verki mínu
vertu hjá mér, Jesús.
Hjarta, hug og sinni
hef ég til þín, Jesús.
Svali sálu minni
sæta nafnið Jesús
ég svo yfirvinni
alla mæðu, Jesús,
bæði úti og inni
umfaðmi mig Jesús.
Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook
11.10.2008 | 22:06
Stöð2 - óvandaður fréttaflutningur
Ekki góður fréttaflutningur Á Stöð2 í kvöld bendir til að ríki ójafnvægi eftir fall efnahagskerfisins. Sama má segja um hagspekinginn Jón Daníelsson tæplega alveg hlutlægur. Undirritaðri tókst ekki að skilja rök og samhengi hans að vilja reka Davíð Oddsson seðlabankastjóra enda var hagspekingurinn ekki í umræðu þar sem fleiri hliðar á málinu væru dregnar fram;máflutningurinn líktist frekar "æsifréttastíl" ekki samboðið virðingu háskólamenntaðs manns, Hann virtist ekki gera sér grein fyrir að til þess að lækka vexti þarf samkomulag við launafólk (ein hlið af fleiri)að stilla launakröfum í hóf. Undirrituð veit ekki hvað gerist á bak við tjöldin en álíta má að reynt sé að ná samræmdum aðgerðum með stjórnvöldum og stjórnarandstöðu.
![]() |
Ekki gagnrýni á Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.10.2008 kl. 02:50 | Slóð | Facebook
11.10.2008 | 10:35
Siðlaus aðför Breta

![]() |
Viðræður við sendinefnd Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 08:21
"Egill Helgason í hlutverki Gróu frá Leiti"?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook
11.10.2008 | 01:17
Ísland "stórasta kreppulandið"
Alþjóðlegt krísuástand segir Katsu aðstoðarforstóri Alþjóðabankann gæti haft róandi áhrif ef Íslandi verði komið til hjálpar. Smáþjóð hefur áhrif á allan heiminn með falli bankanna jafnframt einskonar "píslavottur" fyrir ríki heims? Vonandi verður IMF bakland okkar er skásti kosturinn. Bretar verða að svara fyrir harkalegar aðgerðir gagnvart bönkunum hér á landi.
![]() |
Rússar og IMF sameinist um lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook
10.10.2008 | 23:32
Bæn Dietrich Bonhoeffers um styrk í þrengingum
Dietrich Bonhoffer þýskur guðfræðingur var tekinn af lífi í síðari heimsstyrjöld af nasistum. Hann skrifaði dagbók í fangabúðunum sem urðu vakning fyrir lifandi guðfræði þar sem Guð var ekki hátt upp hafin heldur mitt á meðal okkar í sorg og í gleði. Okkar fjármálakreppa er léttvæg miðað við þjáningar Bonhoffers í fangabúðum nasista:
Drottinn, Guð, mikil raun hefur komið yfir mig, áhyggjur eru að yfirbuga mig, ég veit ekki, hvert ég á að snúa mér. Guð, ver mér náðugur og hjálpa mér. Gef mér styrk til að standast þá erfiðleika, sem þú leiðir mig í, og lát ekki óttann ná tökum á mér. Annast þá, sem mér eru kærir, eins og faðir annst börn sín. Miskunnsami faðir, fyrirgef mér allar mínar syndir gegn þér og gegn mönnunum. Ég treysti á náð þína og fel líf mitt í hendur þér. Gjör við mig, hvað sem þú vilt og það, sem er gott fyrir mig. Hvort sem ég lifi eða dey, þá er ég hjá þér og þú hjá mér, Guð minn. Drottinn, ég vænti komu ríkis þíns og frelsunar þinnar.
Amen. Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook
10.10.2008 | 15:05
Konur bankastjórar í fyrsta sinn

![]() |
Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook