Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.10.2008 | 00:38
Norrænn björgunarhringur?
Ljós í myrkrinu ef rétt reynist að fá lán hjá frændum okkar. Erfið og þung spor en engum er betur treystandi en Geir og Davíð. Góð baktrygging að hafa stjórnarandstöðuna? í bakspeglinum - alla vega Vinstri græna er hafa lýst yfir vilja til a axla ábyrgð
Vonandi verður ESB-aðild slegin úr af borðinu fyrst um sinn allra helst alveg enda einskis að vænta þaðan.
![]() |
Rætt við norræna seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 00:17
Drottningarviðtal við Bubba - hvar er trúbadorinn?
Skemmtiþáttur vetrarins hljóp af stokkunum í kvöld á Ríkissjónvarpinu með Bubba sem heiðursgest. Þátturinn var yfirkeyrður einhvern veginn með hjáróma glamri. Þáttastjórnandinn hló í sífellu "tannburstahlátri" allt eitthvað svo yfirborðslegt með ísköldu málmbjölluhljóði - en hinn raunverulegi Bubbi með gítarinn og vasaklútinn ekki mættur á svæðinu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook
4.10.2008 | 17:39
Stjórnvöld vonandi í góðu jafnvægi?
Þrautalending gæti orðið að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ekki ástæða til að taka ákvörðun nú um samninga við ESB er ekki hafa náð tökum á eigin vandamálum. Þjóðin er beðin að halda ró sinni ekki síður þurfa ráðamenn að vera í jafnvægi og taka réttar ákvarðanir; - ekki stinga höfðinu í sandinn og ákveða samninga við ESB. Engin rök til þess því efnahagslegt jafnægi er ekki í augsýn.
Það yrði álíka niðurlæging eins og þegar skrifað var undir konungseinveldið hér í Kópavogi árið 1662.
![]() |
Tekist á um ESB-tillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 16:02
Barnaleg ályktun jafnaðarmanna
Gott væri fyrir unga jafnaðarmenn að fá Ólaf Ragnar Grímsson forseta til að haldi fyrirlestur um fullveldisdag okkar 1. des til útskýringar á baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu;hann gæti farið yfir sviðið og kynnt fyrir þeim hvernig þjóðin reis úr sárafátækt til velmegunar nútímans er spratt af útgerð og stórvirkjunum.
Áframhaldandi velmegun verður ekki nema auðlindir verði nýttar áfram til þess kortir ekki hugvit eða menntun.
![]() |
Krefjast þess að Davíð víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook
4.10.2008 | 14:05
Eldskírn ESB
Nú reynir á styrk og samstarf ESB í eigin ranni eins og USA. Samkvæmt fréttum er undirmálslán USA fléttuð saman og "flutt út til Evrópu" síðan vafin samin í "hlutabréfavafninga" Evrópu (og víðar?)erfitt að fóta sig í þeirri flækju.
Eitthvað fyrir hagspekingana í Háskólanum að útskýra fyrir okkur almúgann!
Umræddir vafningar minna einna helst á netaflækjur á grásleppuvertíð eftir langa brælu. Nánast útilokað að greiða ekki skorið nema í ýtrustu neyð; þeir sem ekki gera það hafa alltof háan "netakostnað".
Er ekki skynsamlegt að bíða aðeins með samninga við ESB meðan þessi hyllega "hlutabréfaflækja " er greidd - sjá hvað þeir þurfa að "skera" niður í fjármálakerfinu?
![]() |
IMF: Evrópa verður að sýna viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 12:54
Samningar um efnahagsmál - ekki á hnjánum inn í ESB!
Hvers vegna þarf að blanda inngöngu ESB inn í efnahagsmálin á viðkvæmu stigi þegar helstu samtök sitja við samningaborðið að bjarga efnahag landsins? Er ástæða til að taka svo viðkvæmt mál á dagsskrá þegar nauðsyn er á samstöðu - ekki síst meðal þjóðarinnar sjálfrar.
Geir Haarde er ekki í stjórnakreppu getur myndað stjórn með Vinstri grænum ef Samfylkingin ætlar að skjóta sér undan merkjum drepa umræðu efnahagsvandans á dreif; nota sér erfiðar aðstæður og hefja samningaviðræður á hnjánum/ skríðandi til Brussel.
![]() |
Aðeins í örugga höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook
4.10.2008 | 00:37
Saman í göngutúr - saman í leik og starfi


![]() |
Taka undir tilmæli um hófstillta umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook
3.10.2008 | 15:31
Þorsteinn Már áfram formaður Glitnis?

![]() |
Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook
3.10.2008 | 15:07
"Hagfræðin grýttur vegur - röð misktaka"?


![]() |
Ummæli Gylfa Magnússonar óábyrg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook
3.10.2008 | 09:40
Stjórnarslit?

![]() |
Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook