Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samfélag - nýtt gildismat - kristileg gildi

Þá hefur böndum verið komið á fjármálkerfi/skrímsli þjóðarinnar. Skrímslið  hefur gegnsýrt samfélagið á flestum sviðum undanafarinár - þótt sárt sé að sjá eftir Landsbankanum  Allt hefur verið gert til að hvetja landann til að kaupa sem mest. Eyða og spenna er það sem allt hefur snúist um; hundrað% lán, kaupa bíla og aftur meiri bíla, eiga flottasta bílinn, rífa húsin af grunni byggja ný; til að vera meiri og betri þjóðfélagsþegn og tekinn gildur í samfélagi græðginnar og frjálshyggjunnar.
 
Afurð þessa nýja græðgis/neyslu þjóðfélags lætur ekki á sér standa. Kaupæði, slagsmál og fyllerí eru mikilvægustu gildin er rífa niður samfélagið innan frá og ógna  siðferðilegum gildum er allt mannlíf byggist á ; eftir stendur óreiða/anomy í öllu mannlífi er ógna heimili og fjölskyldu, hornsteini þjóðfélagsins. Listin er að einhverju leiti snúin upp í andhverfu sína eftir fréttum um erfiðleika Sinfónýjuhljómsveitarinnar er notið hefur styrkja frá Stoðum er rekin á peningum sem ekki er innstæða fyrir.
 
En aldrei er öll von úti. Upp úr rústunum mun rísa nýtt samfélag þar sem gildin verði á verðmæti sem mölur og ryð fær ekki grandað, samfélag þar sem fjölskyldan/stórfjölskyldan verður í fyrirrúmi. Þá er mikilvægt að hafa kristin gildi að leiðarljósi þar sem kærleikur og umburðarlyndi verða kirkjan okkar óháð steinsteypu og glamúr.

mbl.is „Allt gengur sinn vanagang“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir þarf ekki upplýsingafulltrúa - góður eins og hann er

Cool Geir H. Haarde forsætisráðherra, þú þarft ekki upplýsingafulltrúa þótt þú sért ógreiddur og illa fyrir kallaður eins og fram kemur hér í blogginu. Þá er bara verið að dylja vandann ef einhver sléttgreiddur snáði með gullstrípur í hárinu kemur til þess gylla fyrir  okkur aðstæður- minnir á snáðana á Stöd2 í markaðsfréttum er hafa komið fram með miklum leikaratilburðum að tala upp pappírspeninga langt umfram það sem nokkurt fyrirtæki gæti borið; hvað þá þjóðarbúið!Sideways

ESB í vandræðum

W00t Sjálft ESB þróaða ríkjasambandið er  "spannar alla félagslega og fjármálalega þætti undir kontróll" innan sinna vébanda veit ekki sitt rjúkandi ráð eins og myndin af Micolas Sarkozy Frakklandsforseta ber með sér. Aðallega stærstu ríki ESB eru í sviðsljósinu: Frakkland, Ítalía, Þýskaland ráða ferðinni: engin smáríki koma þar upp á borðið með tillögur um aðgerðir. Hverju halda menn að litla Ísland myndi ráða ef það væri aðili að ESB? 

 

Svar: Engu: Við erum auðvitað velkominn inn með okkar ríkiulegu auðlindir til lands og sjávar; auðlindir Evrópu eru ekki miklar miðað við fólksfjölda  gott að auka við þær með aðild Íslands.

- Þá er skárra að fara í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Police


mbl.is Neyðarfundur boðaður í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður forsætisráðherra

Sleeping Nú á Geir H. Haarde skilið góða hvíld eftir erfiða törn til að bjarga því sem bjargað varð.    Vonandi verða ESB-sinnar ekki látnir vaða uppi með bænahróp til Brussel er gæti  sundrað þjóðinni þegar mikilvægt er á samstöðu; til hvers ESB reynir að bjarga eigin skinni virðist ganga verr en hér á landi?

Geir hefur nú sterka stöðu sem forsætisráðherra þótt óábyrgir spunameistarar reyni að sverta hann í augum almennings.  Happy


mbl.is Höfum meira andrými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nú er kominn tími Jóhönnu Sigurðrardóttur félagmálaráðherra"

Gulltryggja verður lífeyrissjóðina af ríkinu Þá verði gerðar ráðstafanir til að frysta íbúðarlán (ekki bílalán); gera íbúðarlánasjóði kleift að yfirtaka lánin. Nú er mikilvægasti tími Jóhönnu Sigurðarsóttur félagsmálaráðherra kominn hún þarf að taka forystuna í húsnæðismálum.
mbl.is Verða að fallast á skilyrði sjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíti höfuðið af skömminni.- ábyrgir gjörða sinna.

Afar mikilvægt að fá formlega yfirlýsingu um að innstæður sparifjáreigenda eru tryggðar; og að bankarnir verða nú að axla ábyrgð og minnka starfsemi sína erlendis. Hefði verið mikil skömm ef ríkið gæti ekki tryggt innstæður. Mikið verk er ennþá óunnið að koma á heilbrigðu fjármálakerfi bæði hérlendis og erlendis. Vonandi verða stjórnendur bankanna að lækka seglin og þeim verði ekki tryggð ofurlaun. Að laun þerra verði tengd ábyrgð  af þeim afleiðinum er yfirgangur þeirra um allan heim hefur leitt til stórvandræða. Þeir verði sjálfir að bíta höfuðið af skömminni af gjörðum sínum.

mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurvekja klaustur kirkjunnar á nútíma forsendum

Halo Hans heilagleiki páfinn vill það besta en hvað er til ráða? Það vantar guðfræði, guðfræði sem færir allan almenning nær guði í daglegu lífi. Til þess þarf trúarlegt uppeldi með  enn meiri náungakærleika að leiðarljósi.

Allir kristnir menn ættu að sameinast undir merki hans heilagleika páfans og endurvekja stofnanir á kristilegum grundvelli: Klaustur þar sem væru skólar og kyrrðarstundir fyrir fjölskyldur börn og fullorðna, stofnanir fyrir fíkefnaneytendur og sálsjúka og eldri borgara. 

Telja má líklegt að fyrirtæki og einstaklingar myndu styrkja framangreinda starfsemi en kirkjan verður að gefa tóninn.Smile


mbl.is Páfi hefur áhyggjur af trúleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir töpuðu í Glitni?

Almenningi er meiri vorkunn en kónginum að tapa 160 þús. pr. mann. Vonandi hefur forseti vor ekki átt inni hjá "vinum sínum Baugsmönnum" í GLITNI? Almenningi á Íslandi kemur víst ekkert við hverjir töpuðu þar eða ekki má segja frá? Stöð2 gæti reynt  að upplýsa hverjir töpuðu í þættinum Mannamáli eða 60mínútum nú á þjóðin bankann??

mbl.is Svíakóngur tapar á fjármálakreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Útiloka fjárhættuspil - og spilafíkla í bankakerfinu"!

AngryNú er komið að því að Baugur axli ábyrgð ásamt  krossxkrossxkrosseignatengslunum/Stoðir/Exista/Kaupþings og o.fl. geti ekki endalaust spilað "póker" rétt eins og þeir séu haldnir spilafíkn. Stjórnvöld verða að setja öll spil upp á borðið í björgunaraðgerðum. Ef Kaupþing er í vanda þá verði þeim settur stóllinn fyrir dyrnar  selji eignir sínar erlendis til bjargar bankanum hér á landi - eða að um hann verði stofnað almenningshlutfélag?

Skárra er að leita til Alþjóðgjaldeyrisvarasjóðsins þar er Ísland aðili en ætla að fara að flytja heim lífeyrissjóð landsmanna sem á ekki að vera í áhætturekstri heldur að vernda lífeyrir eigenda sinna.

Ekki nægilegt að útvega fjármagn til bjargar hagkerfinu. Útiloka verður brask með "hlutabréfavafninga" og innstæður  sem virðis vera að gera þjóðina gjaldþrot án þess og nokkur þurfi að axla ábyrgð.


mbl.is Vill ekki tryggja viðskiptaskuldir fyrirtækja Baugs við birgja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn Glitnis biðjist afsökunar

FootinMouth Hagfræðingur  ( Jón Daníelsson) í Bretlandi sagði  á  Bylgjunni í morgun að viðbrögð stjórnar GLITNIS hefði skaðað traust á Íslands samkvæmt breskum fjölmiðlum. Stjórn bankans ætti  að biðjast afsökunar að hafa siglt bankanum í strand.
 
Ennfremur sagði Jón að bankar á Norðurlöndum yrðu ekki ánægðir ef Seðlabankar þeirra lánuð ísl. bönkum sökum þess þeir væru í samkeppni við þá og í svipuðum erfiðleikum. Jón Daníelsson taldi að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri ekki slæmur kostur í þeirri stöðu er nú er uppi. Hann taldi einnig að yfirlýsing með inngöngu í ESB hefði  ekki nokkra þýðingu á þessari stundu. Fram kom í umræðunni (Bylgjan) að yfirlýsing um inngöngu í ESB yrði aðeins til að sundra þjóðinni á ögurstundu.að. Tvímælalaust ætti að auka veiðiheimildir þar sem nóg væri að fiski og meira mætti veiða bæði í ýsu og þorski.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband