Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.6.2008 | 19:48
Birna skotin á flótta - særð á framfótum - horuð!?
Birna horuð, sennilega ekki þolað svæfingu!, Carsten hitti ekki!, dýrið hljóp til sjávar? Ekki nógu skýr fréttaflutningur. Hvers vegna var hættulegt að Birna hljóp til sjávar horuð og særð á fótum?
Virðist sem að hér hafa vantað afgerandi stjórn eða hræðsla gripið um sig???
![]() |
Ísbjörninn að Hrauni dauður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook
16.6.2008 | 23:53
Mattías Johannessen: Grænlenzkur túristi.
Tilhlýðilegt að lesa kvæði Mattíasar Johannessen, skálds um bangsa er féll fyrir skoti þegar hann var á ferð fyrir nokkrum dögum á sama stað og þessi bangsi.
Grænlenzkur túristi
Hann skimast um,það er þoka á fjöllum.
Hann er hvítur
eins og efsti skafl,hreinn
eins og regnþrunginn himinn.
Skimast um,
enginn selur í nánd,
aðeins manndýr með selsaugu.
Skimast um,
nálgast,
gamall hólkur,miðar.
Andar að sér ókunnu landi,
skot
Síðasta andartak bjarndýrs
í gróðurhúsinu
jörð.
Gleðilega þjóðhátíð
![]() |
Ísbjörninn rólegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.6.2008 kl. 12:55 | Slóð | Facebook
16.6.2008 | 14:52
Ísbjörninn verði velkominn túristi
![]() |
Ísbjörn í æðarvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2008 | 14:31
Tvinnbílar orka tvímælis?
Það sem gerir tvinnbíla (rafmagns -og eldneytisbílar) áhugaverða er að með þeim er þróuð tækni í áttina að enn vistvænni bílum, svo sem tengiltvinnbílum eða vetnisbílum. Hafa verður í huga að enn er ekki til staðar tækniþekking til að framleiða vetni er á að koma í staðin fyrir eldsneyti á bíla ekki fyrr en hægt verður að nýta sólarorkuna í þá veru.Hingað til hefur reynst erfitt að framleiða rafhlöður sem eru allt í senn ódýrar, endingargóðar og nógu fyrirferðarlitlar og léttar til þess að hagkvæmt sé að nota þær til að knýja tvinnbíla.
Bandarískir vísindamenn hafa m.a. komist að niðurstöðuu um, að bandarískur Jeep Wrangler með V8 vél, sé einn grænasti bíll sem til er. Þá þurfi Range Rove mun minni orku en tvinnbíll á borð við Toyota Prius.
Útdráttur frá heimasíðu FÍB: Wilfried Bockelmann þróunarstjóri Volkswagen segir í viðtali við tímaritið Automotive Engineering International, að tvinnbílar (bílar knúnir bæði bensín/dísilvél og rafmagnsmótor) séu blekking og væru ekki til nema vegna heimskulegra laga um útblástur bíla í Kaliforníuríki.
En við neyðumst víst til að vera með tvinnbíl til að geta yfirleitt selt bíla í Kaliforníu frá og með áramótunum 2008-2009, bætir hann við.
Bockelmann fjallar síðan um þá tvinnbíla sem nú eru í umferð og segir að í því samhengi að draga úr útblástursmengun séu þessir bílar tvinnbílar þýðingarlausir við flestar aðstæður nema ef vera skyldi í Tokyo og París þar sem umferð er mjög þétt og hæg. Í þéttbýlustu borgum Bandaríkjanna séu þeir til nokkurs gagns, - í stórborgum semLos Angeles og Detroit. Þar aka menn að meðaltali 30-40 mínútur til vinnu, þar af 5 til 10 mínútna akstur í mjög þéttri umferð. Á þjóðveginum er brunahreyfillinn hins vegar nánast stöðugt í gangi, enda þarf stöðuga orku til að knýja bílinn áfram, yfirvinna loftmótstöðuna Kostir tvinnbílanna vega ekki upp galla þeirra segir Bockelmann, tvinnbílarnir eru þyngri og mun dýrari í framleiðslu.
Vilji menn í alvöru draga úr eldsneytisbruna bíla er betri kostur.að leggja áherslu á nýjustu dísilvélarnar TDI dísilvélar Volkswagen sem eru mun eyðslugrennri en samsvarandi bensínvélar og háþróaðar. En í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, vegna mengunarlaga og regluverks í Kaliforníu og mörgum ríkjum Bandaríkjanna, er ekki gert ráð fyrir diselbílum.
Það er óvenjulegt og raunar talsvert mikil frétt að jafn háttsettur maður í bílaiðnaðinum og Bockelmann gefi umhverfis- og mengunarlöggjöf Kaliforníu opinberlega þá einkunn að hún sé heimskuleg. Nútíma tvinn- eða tvenndartækni í bílum hefur vissulega kosti og ókosti eins og tæknistjórinn bendir á. Kostirnir eru fyrst og fremst þeir að hemlunarorkan endurnýtist að stórum hluta sem straumur á rafgeyma bílanna. Í langkeyrslu fer hins vegar augljóslega minna fyrir þeim.kosti en í borgarumferð þar sem stöðugt er verið að taka af stað og hemla. Þegar bíllinn stöðvast eða rétt mjakast áfram í þéttri umferðinni er brunahreyfillinn minna í gangi geymarnir og rafmótorinn sjá um að mjaka bílnum áfram sem er margföld á við hæga borgarumferð.
Greinilega skiptar skoðanir um hvaða bílar eru umhverfisvænir og fer ekki hjá því að hagsmunir bílaframleiðenda blandast þar með. En í nánustu framtíð er ekki von á þeirri lausn að hægt sé að framleiða vetni í stórum stíl fyrr en tekst að nýta sólarorkuna sem orkugjafa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook
16.6.2008 | 07:17
ESB - álit almennings aukaatriði?

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook
15.6.2008 | 15:17
Ábyrgðarlaus umræða ESBsinna
Hvers vegna hefur innganga og upptaka Evrunnar ekki leyst vanda allra þeirra ríkja sem eru í ESB? Hvers vegna mældist verðbólga í Lettlandi 17,5% í april. Þótt Lettar hafi ekki tekið upp Evruna er gjaldmiðill þeirra tengdur henni og gilda þar gengissveiflur Evrunnar en hefur ekki komið í veg fyrir þessa miklu verðbólgu í Lettlandi.
Dæmigerð umræða Evrópusambandssinna þar sem innganga í ESB skal í gegn án þess að rökræn umræða um kosti og galla fari fram.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook
15.6.2008 | 09:59
Notkun eldneytis til orkuframleiðslu - staðreynd um langa framtíð
Verkefni liggur fyrir að framleiða vetni úr vatni með kolum og binda koltvísýring sem myndast við framleiðsluna með því að þrýsta honum niður í jarðlög þar sem hann gengur varanlega í efnasambönd í jarðlögum en sleppa ekki koltvísýring úr í andrúmsloftið við brennslu eldneytis. Notkun vetnis sem eldsneytis er enn vanþróuð tækni nema til staðbundinna raforkuframleiðslu með gashverflum. Enn er framleiðsla vetnis of fyrirferðarmikið til að geta verið lausn til almennra nota á litlum fólksbílum. Rannsóknir á lausnum vetnisframleiðslu og að binda koltvísýring er meginhluti framangreinds verkefnis.
Kolabirgðir í heiminum eru taldar endast í u.þ.b. tvö hundruð ár miðað við iðnvæðingu þróunarríkjanna. Hægt er að sundra vatnsgufu í frumefni sín, vetni og súrefni með því að hita hana í mjög hátt hitastig. Hitastigið má framleiða með því að safna sólargeislum saman í svokölluðum holspeglum. Þá er það sólarorkan er sundrar vatni í frumefi sín og er varanlegur orkugjafi - en ekki kolin.
Nauðsynleg tækni til notkunar sólarorku er ekki til staðar en gæti orðið veruleiki eftir tvö hundruð ár þegar kolin þrjóta. Sólarorkan er orkulind sem ekki þrýtur eins og kolin. Framgreindur útdráttur er tekin úr ágætri grein fyrrv. orkumálastjóra Jakobs Björnssonar, skrifuð í Mbl 14.06.08 bls. 30. Jakob endar grein sína eftrirfarndi: Bandaríkin hafa sætt ámæli fyrir að vilja ekki gerast aðili að Kyotobókuninni. Kannske rekur þetta tæknivæddasta samfélag veraldar af sér slyðruorðið með því að leggja grundvöllinn að vetnissamfélagi framtíðarinnar. Niðurstaða undirritaðrar eftir lestur greinarinnar: "Neyðin kennir naktri konu að spinna" einnig í hugviti og tæknirannsóknum.

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook
14.6.2008 | 15:46
Múffan í stað súlustaða
Heitasta frétt vikunnar er að líkindum frétt Fréttablaðsins (13.06.08 bls. 46) um hið nýja hjálpartæki ástalífsins fyrir karlmenn er Orðabókarmenn HÍ hafa gefið nafnið "Múffan". Tvær flugur eru án efa slegnar í höggi með þessu hjápartæki þar sem konur hafa geta keypt sér slík hjápartæki í verslunum. Hefur nú jafnrétti náðst á þessu sviði og er ástæða að óska karlmönnum til hamingju með áfangann.
Þá munu líklega súlustaðir með svokölluðum listdansmeyjum verða úr sögunni; nú munu rísa ódýrir "múffustaðir" þar sem karlmenn er það kjósa geta tekið forskot á ástarsæluna með "Múffunni" og hlustað á viðeigandi tónlist með litlum tilkostnaði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook
13.6.2008 | 18:13
Eyðing landsbyggðar - umhverfisspjöll.
Gott að heyra að skref eru tekin til álvers á Húsavík og vonandi verður ferlinu haldið áfram með festu og marvissum aðgerðum. Ekki eftir neinu að bíða. Norðausturland á undir högg að sækja í atvinnumálum, sem mun valda fólksfækkun og minnkandi þjónustu er ekki má dragast saman ef byggðir úti á landi eiga að halda velli í framtíðinni.
Sjónarmið náttúruverndarsinna mega ekki eingöngu ráða ferðinni með háværum fyrirgangi. Enda má segja, að það séu umhverfisspjöll þar sem mannsæmandi mannlíf getur ekki þróast eðlilega vegna atvinnuleysis. Náttúran er til þess að lifa af henni og verður engu um það breytt - hægt að marka raunhæfar aðgerðir i umhverfisvernd landsins þrátt fyrir að þjóðin nýti auðlindir landsins sér til framdráttar.
![]() |
Matsferli vegna álvers á Bakka hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2008 kl. 07:33 | Slóð | Facebook
13.6.2008 | 16:34
Eldklerkurinn minnir á sig
Skemmtileg frétt fyrst allt fór vel enda ekki við öðru að búast að eldklerkurinn sr. Jón Steingrímsson sé vel á verði. Ef eldklerkurinn hefði verið uppi í katólskum sið hér á landi hefði hann líkast til orðið dýrlingur fyrir frammistöðu sína til hjálpar fátæri þjóð sem missti nánast allt lífsviðurværi, þegar Skaftáreldar stóðu yfir. Hann gekk þar hugrakkur fram fyrir skjöldu - og var ákærður af yfirvöldum fyrir framganginn.
![]() |
Eldur í kapellu á Kirkjubæjarklaustri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2008 kl. 07:36 | Slóð | Facebook