Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tvílemba verður hvítabjörn?

Eftir að hafa skoða myndina í Fréttablaðinu í dag af hvítabirninum er átti að vera nálægt Bjarnarvötnum  gæti það verið tvílemba á beit með lömbin við hlið sér þannig að þau renni saman í "hvítabjörn" álengdar séð. Ekki samt vísindalega skoðað en miðað við þá leit sem hefur farið fram þá getur tæplega verið um bangsa að ræða í þetta sinn.

 

 

 

 


Jónsmessa - alsnaktir undir berum himni

 Aðfaranótt Jónsmessu er í nótt,  gott að muna eftir að velta sér upp úr Jónsmessudögginni alsnakin.  Gott er að láta döggina þorna að sjálfu sér á líkamanum. Þá er tækifæri að leita náttúrsteina og töfragrasa er ekki fást annan tíma ársins   “ Jónsmessa , messa Jóhannesar skírara er er á morgun. Hún leysti af hólmi forna sólhvarfahátíð í Róm og virðist einnig á Norðurlöndum hafa komið í stað slíkrar veislu. Suður í Evrópu var Jónsmessa talin miðsumarnótt og var mikil alþýðuhátíð með brennum, dansi og svo kölluðum nornamessum. Hérlendis var hátíðahald mun minna en í nágrannlöndunum. Kann að hafa ráðið nokkru að þjóðveldisöld lenti dagurinn á miðjum alþingisþingtímanum. Á fyrri hluta 20.aldar byrjuðu nokkur félög  að halda útihátíð á Jónsmessu en nánd við þjóðhátíðardaginn 17.júní hefur dregið úr slíku tilstandi eftir 1944. Jónsmessunótt, aðfaranótt 24.júní, er þó ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins, og fylgir ýmis þjóðatrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Þessa nótt á einnig að vera gott að leita töfragrasa og náttúrusteina, og Jónsmessudöggin þykir heilnæm til lækninga ef menn velta sér í henni alsberir.”   

Lyfjagras kallaðist líka Jónsmessugras. Af öðrum má nefna hornblöðku við kvefi, maríustakk við graftarkýlum, korndún af víði á sár milli tánna, brennisóley við húðkvillum og fjanda fælu. 

Mjaðurt má með góðu lagi nýta til að vita hver hefur stolið frá manni. Segir svo í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: 

“Tak mjaðurt sjálfa Jónsmessunótt um miðnættið, lát í laug (þ.e munnlaug) við hreint vatn, legg urtina í vatnið. fljóti hún, þá er það kvenmaður; sökkvi hún, þá er það drengur. Skugginn sýnir þér hver maðurinn er. Það við skal hafa þennan formála: “ Þjófur ég stefni þér heim aftur með þennan stuld sem þú stalst frá mér með svo sterkri stefnu sem Guð sjálfur stefndi djöflinum í paradís í helvíti.” 

Heimild: SAGA DAGANNA ( 2000 3. útg.),  Árni Björnsson bls. 160 og 168.

“Göngum varlega um gleðinnar dyr”

 Hægt er að missa jafnvægið þótt vín sé ekki haft um hönd meðan þessi frábæra  fótboltakeppni stendur yfir. Þurfti að fá mér díselolíu á bílinn minn,  var orðin sein fyrir að komast heim, að horfa á leik Hollendinga og Rússa. Flýtti mér of mikið, dældi óvart bensíni á bílinn er kostaði mig kr. 15.000. Eftir allt saman þá töpuðu Hollendingar og var það  ennþá verra en að tapa kr. 15.000.  
mbl.is Milljón bjórar kláraðir og 50 stuðningsmenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

“Gullkorn úr minningargreinum”

Jens Guð (jensgud.blog.is) hefur setningar úr minningargreinum í flimtingum í þeirri von að enginn kannist við skrif sín þar sem nöfnum hafi verið breytt. Setningarnar eru innan gæsalappa og eru greinilega teknar úr ákveðnum minningargreinum. Nokkuð langt gengið að  draga dár að syrgjandi fólki þótt það ráði ekki við “skáldlegt form,” sem er álit Jens Guðs.    

 

 Minningargreinar eru skrifaðar af syrgjandi fólki sem vill heiðara minningu ástvina sinna. Tilfinningalífið er afar viðkvæmt þegar menn kveðja ástvini sína  hinstu kveðju. Að skrifa um hinn látna verður oft um leið huggun fyrir alla  aðstandendur sem er óendanlega mikilvægt. Undirrituð kannast ekki við neinar af framagreindum “háðsglósum” Jens Guðs. En ef einhver kannast við þær geta þeir valdið miklum sárindum. Veit ekki hvort það  varðar við lög að taka  upp úr skrifum annarra í skjóli nafnleyndar höfunda  og  hafi í flimtingum;  alla vega má telja það siðlaust athæfi.   

 


Dauði hvítabjarnarins - umhverfisspjöll?

Samkvæmt upplýsingum Mbl  (í dag) frá Kanada og Nýfundnalandi virðist tæplega afsökun fyrir aftöku  hvítabjarnar nr.2? Að aka í bíl á eftir birninum og skjóta hann eftir frækið sund, þreyttan og svangan er óviðunandi gjörningur af stjórnvöldum. Virðist hafa gripið um sig hræðsla og þar af leiðandi mislukkuð tilraun. Hefði mátt vakta björninn með alvæpni í bjartri sumarnóttinni, ekki hægt að vorkenna neinum það með góðum klæðnaði og stórum byssum. Refaskyttur liggja við dögum saman á greni.

Umhverfisráðherra lýsti því yfir að framangreindar aðfarir í stöðunni hefðu verið óhjákvæmilegar. En  átt að lýsa yfir  jafnframt að reynsluleysi og skortur á upplýsingum hefðu valdið umræddu drápi á hvítabirninum. Þá hefði ráðherrann  sýnt hugrekki og drengsskap. En í stað þess virðist ráðherrann meðvirkur í misheppnaðri aðför að birninum?

 

Óskiljanlegt að umhverfisráðherra hafi bannað myndavélar  eftir að hættuástandi var aflýst ef rétt reynist. Var ráðherran hræddur um að birtust óþægilegar myndir? Skipa þyrfti sérstakan verkefnisstjóra sem er alltaf til staðar líkt og í náttúruhamförum við framagreindar aðstæður. Hann taki  ákvörðun en ekki viðkomandi umhverfisráðherra umkringdur fólki sem ekki virðist hafa mikla hugmynd um hvernig á að bregðast við í umræddum aðstæðum. Ef breyta þarf lögum þá er það nauðsynlegt eins fljótt og við verður komið.

 

Dráp bjarnarins er að líkindum umhverfisspjöll í náttúrunni sem skrifast hjá umhverfisráðherra er ber ábyrgð á ákvarðanatökunni.

 

 

Garðsláttumenning

 Grein Sigurðar Helga Guðjónssonar (24 stundir í dag) um garðslátt í þéttbýli eru orð í tíma skrifuð. Allt sumarið  dunar í eyrum garðsláttuvélavein, grasið slegið einu sinni í viku niður í rót, ekki má sjást “sóley eða fífill” í túni. Það þótti fagurt í minni sveit að sjá fífil í túni fyrst gulan síða hvítar breiður (biðukollur)með sóleyjum inn á milli en í borginni er litið á þessi blóm sem illgresi. Slátturinn heldur síðan áfram langt fram í september, grasaflatir og hólar eru sörguð langt  niður í rót fyrir veturinn sem auðveldar mosanum að gróa upp og kann að auðvelda kal í miklum frostum:.      

 

 Vélamenningin í kringum borgarsláttinn er viðamikill og veldur auðvitað loftmengun auk hljóðmengunar og eyðingu gróðurs að óþörfu. Allt er nú best i hófi. Góð  hugmynd hjá Sigurði að setja geitur í garða í stað sláttar Er oft á gangi uppi við Rauðavatn þar sem ræktað hefur verið skógarkjarr. Sárt er að sjá hvað jarðvegurinn hefur litla næringu (er næringarlaus) fyrir gróðurinn og þrífst  ekki nógu vel af þeim sökum. Þegar gróður er kominn vel af stað þar ætti að setja lambær hæfilega margar á réttum tíma á beit þá fengi gróðurinn smá saman áburð frá dýrunum og yrði ræktarlegri.

Hvítabirnirnir eru þrír á ferðalagi?

Páll Bergþórsson veðurfræðingur og vísindamaður sagði í viðtali að hvítabirnirnir kunni að vera þrír saman á ferð. Áhugavert  að fá frekari skýringar frá Páli hvers vegna hann heldur það. Páll er athugull - í flestu sem viðkemur veðri og hafís o.fl.


mbl.is Hálendisbjörn er hugsanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðun hvala/ fiskistofna orkar - tvímælis?

Vonandi fylgir hugur máli um náttúrvernd hjá þinginu í USA. Mótmæli frá Bandaríkjunum og víðar hafa oftar en ekki verið í skjóli hagsmunasamtaka t.d. þeirra sem vilja ekki fisk á markaðinn vegna þess  að þá verður minni sala á vörum í landbúnaði bæði kjöti og korni þar sem ekki þarf að gæta minni náttúruverndar en fiskveiðum yfirleitt þar með taldar hvalveiðar



Íslendingum hefur tekist betur upp með fiskveiðistjórnun sína en en í Ameríku - ekki betra hjá ESB þar sem stjórn fiskveiða hefur heldur ekki tekist sem skyldi. Verst hvað gagnrýni á fiskveiðistjórnun hér á landi er frekar niðurrifsstefna heldur en að hugur fylgi máli. Það sem þarf að laga í okkar fiskveiðistjórnun eru strandveiðarnar og setja strandlínu með lögum fyrir minni báta með vistvænum veiðarfærum sem fengju að veiða nógu mikið í smærri byggðarlögum er annars vegar stæði undir rekstrarkostnaði  og launum í smábátaútgerð hins vegar til viðhalds atvinnulífi í minni byggðum. Auk þess ætti  leggja niður byggðakvóta það myndi  flýta fyrir framangreindum endurbótum.

 

Sorglegt að Samband smábátaeigenda hefur ekki náð að vera nógu góður málsvari fyrir framagreindar úrbætur á kvótakerfinu.


mbl.is Bandaríkjaþing gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin umferðarljós eða gangbrautir?

FootinMouthAthyglisverð frétt í sjónvarpinu í gær frá  fjórtán þúsund manna bæ í Þýskalandi. Þar hafa öll umferðarmerki verið lögð niður – líka gangbrautir yfir götur. Þykir vel til takast enn sem komið er. Umferðarslysum hefur fækkað, umferðin hægt á sér, síðast ekki síst eru menn tillitssamri í umferðinni. 

Leiðir hugann að umferð hér á landi og  hvort ekki megi taka upp framagreinda tilraun  t.d. í Kópavogi eða Selfossi.  Hér í Kópavogi er mikið af hringtorgum en ennþá  virðist vanta  tilfinningu fyrir að virða rétt í innri hring. Ökumenn  eru með innbyggð “aðalbrautareinkenni” og svína þess vegna í veg fyrir bíl í innri akrein sem er á leið út úr hringnum. Er þetta mín reynsla oftar en ekki.  

Hér mætti bæta úr með góðum auglýsingum í sjónvarpi. Ef það er staðreynd að mikið sé um slíka árekstra þá munu tryggingafélögin leggja málinu lið. 

Dregið hefur úr hröðum akstri við sterkt eftirlit lögreglunnar . Ef til vill fylgir í kjölfarið umferð án götuljósa og gangbrauta  víðast hvar?

Með hægari akstri vinnst tvennt: Minni slysahætta og minni eldsneytisnotkun.


Lítil saga um "Birnu túrista"

Birna hafði fylgt ísnum um nokkra vikna skeið en uppgötvaði einn dag að hún var á rekís langt úti í íshafi. Einn morguninn þegar hún vaknaði fann hún þef af landi. Gleði hennar var mikil. Hún þefaði langan tíma til að fullvissa sig um land, lagðist síðan til sunds og náði landi þreytt og svöng. Hún sá að hér voru ekki heimslóðir hennar. Var komin á framandi slóðir. Fyrstu viðbrögð voru að leita sér ætis. Hún sá fuglager álengdar og fann þar egg sér  til matar. Birna hresstist og ákvað að fá sér svolítinn lúr eftir volkið. Hún vaknaði við hundgá, sá hund og  litla mannveru. Þefaði út í loftið,  fann að ekki var hætta á ferðum, enda var hún ekki vön að ánáða að óþörfu. Þannig leið dagurinn og Birna var  hin ánægðasta í nýja landinu sem hún hafði óvænt eignast. 

Allt í einu drifu að menn og undarlegt gljáandi skrímsli sem henni leist ekki á. Þefaði vandlega út í loftið og skynjaði hrædda  menn  ógnandi í fasi.  Birna var ekki vön  svona undarlegum skepnum.   ók skrímslið í átt til hennar með  urrandi hljóðum sem voru henni framandi og vöktu tortryggni hennar. Best að forða sér heim aftur. Birna tók á rás til sjávar. Allt í eiun heyrði hún undarlegan hvin og stingandi sársauka, sortnaði fyrir augum og féll til jarðar ; - féll nýjum löndum sínum til öryggis og almannaheilla?Frown  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband