Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sameiginlegt helgihald katólskra og lúterskra.

 

Sameiginlegur  fundur  Katólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar er gleðitíðindi. Eflaust báðum aðilum til farsæls samstarfs til framtíðar og er það vel. Hef sótt messu í Katólsku kirkjunni um skeið og fundist Guðs náð vera meiri nærvera þar en ég  hefur áður átt að venjas hjá Þjóðkirkjunni. Erfitt að setja slíka reynslu í orð en einhvern vegin þá  er allur umbúnaður helgihalds katólskra þannig að hann hjálpar til að stilla sig inn á einlæga bæn til Guðs.  Það skiptir óendanlega miklu máli í helgihaldi allra kirkna, að hið heilaga,  eitthvað ósnertanlegt  sem erfitt er að mynda orð um sé umgjörð; til að nálgast tilbeiðslu til Guðs af öllu hjarta.

 

Eflaust er er erfitt í sameiginlegu helgihaldi að hafa Máltíð Drottins um hönd vegna mismunandi guðfræðilegs skilnings  Eftir kynni mín af sakramenti katólsku kirkjunnar finnst mér það standa  miklu nær en ég hef kynnst samkvæm lúterskri trú. Verð að játa að ég fann ekki náð Guðs og fyrirgefningu í kirkju fyrr en við katólska messu.


mbl.is Samkomulag um afnot af kirkjum og helgihald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Leikhús borgarinnar"?

Vel má taka undir framangreind sjónarmið forystugreinar Mbl í dag að borgarfulltrúar Reykjavíkur hafi allt að því frá upphafi verið eitt allsherjar leikhús. En hverjar eru stjörnurnar í þessari endalausu “revíuseríu”? Að mati undirritaðrar hefur hundraðdagameirihlutinn algera yfirburði með stjórnartíð sinni. Algjört stjórnleysi þar sem málefnin voru ekki í sjónmáli nema þegar Dagur borgarstjóri birtist til að segja hvað hann ætlaði að gera en aldrei varð neinn veruleiki?

 Verkefni hundraðdagameirihlutans/minnihlutans nú er leiksýning, til að koma Ólafi frá, mun tíminn leiða í ljós hvernig tekst til? Ekki virðist standa á fjölmiðlum að gera sem mest úr árásunum á borgarstjórann og leiðir  Stöð2 ótvírætt þann hluta sýningarinnar?  

Síðasta stóra leikatriðið hundraðdagameirihlutans var þegar Ólafur F Magnússon tók við stjórninni. Þar mætti á áheyrandapalla, að því er virtist stuðningsmenn Dags, með skrílslátum sem lengi verður í minnum haft. Ólætin beindust fyrst og fremst að verðandi borgarstjórna en fráfarandi borgarstjóri hafði greinilega stuðninginn og hélt um stjórnataumana á “leiksviðinu” þar sem stærsta leikatriðið til þessa fór fram?

Nú er að bíða eftir lokaatriði borgarstjórnar Reykjavíkur en viðbrögðum borgarbúa er vart að vænta fyrr enn í næstu borgarstjórnarkosningum.

 

Hundraðdaga meirihlutinn skýtur yfir markið?

Undarlegt upphlaup út af ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar sem verkefnisstjóra miðborgar og heyrir beint undir borgarstjóra. Undirrituð man ekki betur en Guðmundur Steingrímsson hafi verið ráðinn til aðstoðar Degi B. Eggertssyni án þess að nokkurt upphlaup yrði út af því. Er ekki þessi ráðning ekki nokkurn vegin sambærileg?; og eðlilegt að borgarstjóri hafi einhvern sér við hlið sem hann getur treyst? Ekki virðist um svo auðugan garð að ræða innan hans eigin stuðningsmannahóps í borgarstjórn sem fylgir jafnvel ennþá núverandi minnihluta.

 Fyrrverandi 100daga meirihluti ætti að finna sér verðugra verkefni til að vekja athygli meðal almennings en framangreinda ráðningu.


mbl.is Óánægja vegna launakjara Jakobs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemin ræður ekki?!

Kolbrún Bergþórsdóttir fer mikinn í ritstjórnargrein 24stunda í dag til stuðnings  inngöngu í Evrópusambandið. Má segja að þar endurspeglist eyðsla og óhóf fjármálafyrirtækja/banka  og einstaklinga  sem tóku lána án þess að gera sér grein fyrir endurgreiðslu þeirra. Lausnina telur Kolbrún vera að ganga í Evrópusambandið þá sé öllu borgið. Þjóðin er fyrst og fremst  orðin leið á  framangreindri óstjórn; en verður  ekki leyst með því að ganga á mála hjá ESB. 

Engin rök styðja að framgreint ástsand verð leyst með inngöngu í ESB. Alltaf fylgi böggull skammrifi. Reikna má með fyrirsjáanlegu atvinnuleysi sem Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnarins virðast ekki hafa nokkrar áhyggjur af. Seðlabankinn í Brussel mundi ekki heldur hafa nokkrar  áhyggjur af hvort sjávarútvegur og fyrirtæki hér á landi gætu búið við svo sterkan gjaldmiðil og Evruna, þegar við verðum kominn í ESB. Atvinnuleysi mun verða sama vandamál eins og í öðrum ESB-löndum. Staða Evrunnar er sterk eins er,  en farin að valda aðildarríkjum erfiðleikum(Ítalíu, Írlandi, Spáni).

Innganga ESB er ekki lausn á vandamálum þjóðarinnar nú heldur verða bankar, fyrirtæki og einstaklingar að búa við aðhald og sparnað til að ná kjölfestu enda engin von um inngöngu í ESB við núverandi aðstæður.  Hvað varðar efnahagslögsögu landsins er hún víðs fjarri lögsögu ESB og fiskistofnar hér við land staðbundnir að mestu leyti. Sjávarútvegur er stærsta útflutningsgrein okkar og verður enn um langa framtíð, tryggir efnahagslega stöðu og um leið sjálfstæði  þjóðarinnar, sem aldrei má fórna fyrir stundarhagsmuni og óstjórn í efnahagsmálum. 

Verðlækkun á innfluttum vörum er ekki gefin við inngöngu í ESB. Ekki einu sinni landbúnaðarafurðum sökum hækkandi heimsmarkaðsverðs vegna skorts á nægilegri framleiðslu.
Það er ábyrgðarlaust hjal að ræða um inngöngu ESB við þær erfiðu aðstæður/óstjórn sem nú ríkir hér á landi, erfiðleika sem ekki eingöngu er hægt að heimfæra upp vandamál er nú ríkja í peningamálum  erlendis.    

 

  Undirrituð efast um hvort skynsemina ræður  í framangreindum skrifum Kolbrúnar Bergþórsdóttur?  

Guðni Ágústsson formaður - í kröppum dansi

Áhugavert viðtal við Guðna Ágústsson á Stöð2 í kvöld. Hann var fastur fyrir og málefnalegur, varðist vel þeirri ásökun að hann hefði tekið u-beygju í Evrópusambandsaðild. Ljóst er að hann á í erfiðleikum  með Valgerði Sverrisdóttur sér við hlið sem varaformann, harðsoðinn Evrópusinna hvað sem það kostar.

Halldór Ásgrímsson fyrrverandi formaður stóð alltaf fastur á því sjónarmiði að ekki kæmi til greina að ganga í ESB nema fiskimiðin yrðu algerlega undir íslenskri stjórn. Valgerður nefndi það ekki á nafn í sínum yfirlýsingum  bara að hefja umræðuna nú þegar - og sækja um aðild.

 ESB-sinnar hafa haft forystu í Framsókn um langan tíma. Líklega síðan Steingrímur Hermannsson var formaður svo Guðni mun eiga í erfiðleikum þótt hann kalli alla framsóknarmenn vina sína. Enginn er annars bróðir í leik og það veit Guðni sjálfsagt þótt hann beri sig vel. Vonandi nær hann að sigla beint áfram og sjá fyrir skerin í tæka tíð ef Framsókna ætlar að ná fram fyrri styrk sínum.

Viðvarandi drykkjuvenjur - í miðborg Reykjavíkur?

 Undirrituð leigði íbúð á Frakkastíg  part úr sumri fyrir u.þ.b. áratug. Hafði engin kynni haft af miðborgarlífi  Reykjavíkur áður. Lærði fljótt að hafa ekki opinn glugga sérstaklega þegar leið að helgi. Alltaf mátti búast við einhverju dóti inn um gluggann svo sem ölflöskum eða pappírsrusli með viðeigandi ókvæðisorðum.  

Samt flögraði ekki að undirritaðri að hér væri um almennan vanda að læra þegar fólk skemmti sér í miðbæ Reykjavíkur enda voru framangreind ólæti ekki í fréttum eins og nú. Hafði haldið að svona skrílslæti ættu sér aðeins stað á sumarhátíð eða um verslunarmannahelgi úti landi enda nógur fréttaflutningur af þ.h. ólátum. Það er ánægjulegt að núverandi lögreglustjóri hefur tekið fast á vandanum og fréttaflutningur af slíkum uppákomum í borginni ekki haldið til hlés.

Lögreglustjórinn er réttur maður á réttum stað og fær almennna borgara  til liðs við sig í viðleitni sinni til að halda uppi venjulegum umgengnisvenjum þótt fólk skemmti sér. 
mbl.is Líkamsárás, ölvun og ólæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maímánuður tileinkaður Maríu Guðsmóður

 Maímánuður er tileinkaður Maríu Guðsmóður samkvæmt katólskri trú, mánuðinum þegar allt vaknar til lífsins í náttúrunni og sumarið í nánd. Maríualtari kirkjunnar er skreytt með hvítum blómum. Litur sakleysis og meydóms sem er skýr vísbending til Maríu Guðsmóður. Konur leita meira til kirkjunnar en karlar og efnt er til bænastunda svokallaðrar Maríu-andaktar. 

María Guðsmóðir átti sterk ítök áður fyrr í katólskri trú hér landi  um það bera vott mikill fjöldi miðaldakvæða frá þessum tíma.

 

 

 

Eftirfarandi kvæði er eftir Jón Pálsson Maríuskáld er lést 1471:

 

Máría sárin

mætust bætir,

menn fá af hennar

magni fagnað.

Veitist sveitum

vildust mildi

móðir þjóða og margar bjargir.

  Skáld hafa ort kvæði Maríu Guðsmóður til dýrðar fram á okkar daga. Það sýnir að María Guðsmóðir hefur enn ítök sem eiga sér óslitnar rætur frá katólskri trú hér á landi.  Stefán frá Hvítadal (1887 – 1933) orti eftirfarandi kvæði:      

 

Varst þú eitt með vorri þjóð,   virtir hennar minjasjóð,   heimtist öld af himni rjóð   hneig að brjósti þínu.   Sálir bundust sínu. Heilaga móðir, heimt þú enn,   hlíf þú landi mínu.   

 

  Útdráttur úr KAÞÓLSKA KIRKJUBLAÐINU: Sr. Júrgen Jámin.  Góða helgiHappy

Aðlsteinn Jónsson útgerðarmaður - sjónarsviptir

 Það er sjónarsviptir að mönnum eins og Aðalsteini Jónssyni útgerðarmanni á Eskifirði, sem um langan aldur voru kjölfestan í atvinnulífi og framförum þjóðarinnar á síðustu öld. Aðlasteinn var glæsilegur fulltrúi þessara  framkvæmdamanna, sem með framtaksemi og dugnaði, byggði upp glæsilegt útgerðarfyrirtæki á Eskifirði ; var stærsti atvinnurekandi bæjarins um margra áratuga skeið.   

 

Íslenska þjóðin á mikið að þakka mönnum eins  Aðalsteini Jónssyni útgerðarmanni sem lögðu hornsteininn að íslenskum sjávarútvegi nútímans. Enn er íslenskur sjávarútvegur mikilvægasti þáttur í útfutningstekjum þjóðarinnar. Fer  verðmæti hans vaxandi vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar á heimsmarkaðasverði sem telja má viðvarandi til framtíðar.  Íslenskur sjávarútvegur verður vonandi enn um sinn ein sterkasta stoð í framförum til almannaheilla.

Til að svo megi verða mega fiskimiðin aldrei verða undir erlendri stjórn heldur að byggja áfram á dugnaði og framtaksemi framkvæmdamanna í landinu sjálfu.Woundering

Gleðilega hátíð 1. maí!Happy


Innganga í Evrópusambandið - íslensk þjóðarvitund.

Ritstjóri 24 stunda (26. apríl) telur álit Sturlu  Böðvarssonar forseta Alþingis um áhyggjur af þjóðarvitund og sjálfstæðis Íslands vegna hugsanlegra inngöngu Íslanda í Evrópusambandið óþarfar. En er það svo? Umræðan  hjá Evrópusinnum nú er í ljósi verðbólgu og slæms efnahafsástands. Þá verður umræðan virkari en tæplega raunhæfari; þegar skóinn skreppir að þjóðinni vegna versnandi lífskjara?

 Ekki er að ófyrirsynju að skoða upphaf ESB sem stofnað var eftir heimstyrjöldina síðari er var hápunktur margra alda stríðsreksturs í Evrópu; þar sem Kola- og stálbandalagið var fyrsta tilraunin til að efla samstarf  Þjóðverja og Frakka með því að gera löndin efnahagslega háð hvort öðru. Má segja að löndin hafi haft það grunnmarkmið að standa vörð um eigin auðlindir. Síðan hefur sambandið vaxið og þróast og eru aðildarríkin nú 27  er sjálfviljugt samstarf fullvalda ríkja.

Efnahagsstefnan hefur samt verið kjarni (og er enn) Evrópusamstarfsins sem byggir á opnu markaðshagkerfi. Með  félagslegri vídd; að markmiði að standa vörð um lýðræði, mannréttindi, og frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. Nær nú til margra sviða: Umhverfismál, félagsmála og rannsókna- og tækniþróunar.

Stórþjóðirnar í ESB hafa miklu meiri styrk en smáþjóð eins og Ísland, að standa vörð um hagsmuni sína og velferð. Ekki er hægt að halda því fram að okkar rödd muni heyriast nægilega, þegar/ef ESB ákveður kvótann í sjávarútvegi, vegna örsmæðar þrátt fyrir sterkan vilja.

Það er augljóst að þjóðarvitund og skilningur þarf að vera um, hverju við erum að fórna með inngöngu í ESB. Nú er er fyrirsjáanleg hækkun og skortur á matvælum í heiminum (og orkuskortur), sem hlýtur að kalla á nýja sýn og umræðu þjóðanna í ESB. 

Ekki síður fyrir  umræðu um okkar landbúnað og hvernig við tryggjum okkar matvælaframleiðslu. Sama má segja um aðrar auðlindir okkar þegar litið er til framtíðar. Það er raunhæft að þær tilheyri okkur alfarið til að tryggja stöðu okkar sem þjóðar þegar litið er til framtíðar.

Ábyrg umræða um framgreinda stöðu þarf að fara fram. Að framansögðu er grunntónn umræðunnar um inngöngu í ESB í þá veru að með inngöngu  verði efnahag okkar borgið ; en á þeim forsendum er ekki hægt að ganga til þjóðaratkvæðis um inngöngu í Evrópubandalagið.

Til þess þurfum við sterka sjálfsvitund og ábyrga umræðu sem byggir á okkar stöðu/hagsmunum  sem smáþjóðar með dýrmætar auðlindir til lands og sjávar. Þeirri umræðu má í raun aldrei ljúka ef við viljum vera sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.

  

Mótmæli vörubílstjóra - og eldsneytisverð

Undirrituð hefur haft samúð með vörubílstjórum fram til þessa. En eru ekki aðgerðir þeirra að snúast upp í andhverfu sína? Má segja að  ekki hafi það styrkt málstað þeirra að trufla opinbera heimsókn á Bessastöðum; það hafi verið kornið sem fyllti mælirinn ásamt mótmælunum í gær við Rauðavatn?  Samt sem áður þarf að gera úrbætur á aðstöðu bílstjóra á löglegum hvíldartíma.

Ef lögreglan handtekur fólk sem veitir  mótspyrnu, sem myndað  er og klippt til, þá sýnir það ekki rétta mynd af atburðinum þegar forsendur vantar. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín vel þegar slík fréttamynd er sýnd. Ríkissjónvarpið gaf greinargóða mynd af atburðunum þar sem lögreglan og bílstjórar tjáðu sig um átökin.

Við öll höfum áhyggjur af dýru eldsneyti og ef til vill byggist samúð okkar á þeim staðreyndum; þrátt fyrir það  er nauðsynlegt að virða lög og reglur. Það er skylda lögreglunnar að gæta laga og réttar sem hún gerði við erfiðar aðstæður í mótmælum vörubílstjóra.

Ekki þarf að búast við lækkun eldneytis á heimsmarkaði  í framtíðinni og verðum  við öll að horfast í augu við þá staðreynd. Ætlast verður til af stjórnvöldum að þau jafni verð á bensíni og díslelolíu  er ætti að vera auðvelt í gegnum skattlagningu.  Díselolía var ódýrari enda er húm vistvænni kostur. Verð á díselolíu og bensíni þarf að endurspegla jöfnuð og réttlæti; sem ekki er til staðar þar sem diselolína er mun dýrara. Þennan mun verður að jafna sem allra fyrst.

HappyGleðilegt sumar!


mbl.is Mjög mikil spenna á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband